Leita í fréttum mbl.is

Bandvídd fyrir auglýsingar

mbl.is er ein þyngsta vefsíða sem ég nota að staðaldri og tekur langan tíma kalla hana upp, þó maður hafi sjálfur góða tengingu.

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að hún er yfirfull af auglýsingum sem flæða um allt.  Bandvíddsaukningin sem þeir auglýsa svona er því eingöngu til þess að flytja okkur auglýsingar.

Þess vegna mæli ég með því að fólk fái sér bara AdBlock Plus og spari þannig Mogganum þessa uppfærslu, og sér tíma við að hlaða inn óteljandi auglýsingum.


mbl.is Aukin bandvídd á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei tekur það mig meira en svona 3-5 sec að fá alla síðuna upp.

Svo þegar þú ert búinn að loada auglýsingu inn þá tekur það enga stund næst. 

RagnarH 4.5.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Óli Jón

Þetta er frábær hugmynd hjá greinarhöfundi og á hann skilið mikið hrós fyrir að koma henni á framfæri, enda er ljóst að auglýsingar eru eitt mesta mein Netsins. Það er, sko, geggjað pirrandi og glatað að þurfa að horfa á auglýsingar, alveg ömurlegt! En nú er sigurinn bara hálfnaður og ég bið greinarhöfund að útskýra, með snilld sinni, hvernig hann ætli sér að nota mbl.is í framtíðinni ef Árvakur hefur ekki tekjur af auglýsingum?

  • Mun hann greiða mbl.is áskriftargjald?
  • Mun hann leggja mbl.is til húsnæði?
  • Mun hann leggja til þessa bandvíddarfreku vefþjóna?
  • Kaupa kannski bara hörðu diskana?
  • Nettenginguna sjálfa?
  • Mun hann skrifa fréttirnar?
  • Taka myndirnar?
  • Hanna og forrita nýja eiginleika við vefsvæðið?
  • Mun hann kannski hanna sjálfur allt sem þarfnast hönnunar?
  • Borga starfsfólki mbl.is laun úr eigin vasa?

Ég er þess fullviss að greinarhöfundur, með snilligáfu sinni, muni finna frábæra leið til þess að tryggja að mbl.is haldi áfram að birtast á vefnum þegar auglýsingarnar hverfa. Draumurinn um auglýsingalaust mbl.is er einfaldlega of geggjaður og frábær!!!

Svo hönnum við saman, ég og greinarhöfundur, PayBlocker Premium sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að borga fyrir hönnun greinarhöfundar þegar hann lýkur námi. Það væri geggjað forrit og frábært fyrir þá sem vilja nota hönnun greinarhöfundar en nenna ekki að borga fyrir hana.

Óli Jón, 4.5.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Ingólfur

Þetta er alveg gild athugasemd sem Óli Jón kemur með.

Ég hef alla tíð vitað af svona auglýsingasíum en ekki nennt að setja þannig síu upp.

Mogginn hefur hins vegar alltaf verið að ganga lengra í að fylla síðuna sína með auglýsingum, meðal annars popup auglýsingum sem eru með mest pirrandi uppfinningum netsins, auglýsingar með hljóðum að ógleymdum auglýsingunum sem elta mann niðureftir síðunni eða hreyfingar músarinnar.

Allt þetta hægir bæði á síðunni og tölvunni hjá manni ef mbl.is síðan er opin hjá manni.

Sama stefna virðist vera ráðandi í prentmiðlinum því þar nægir ekki að önnur hver síða sé auglýsing heldur eru þeir líka farnir að líma auglýsingar ofan á fréttirnar á forsíðunni.

Það var hins vegar ekki fyrr en Árvakur ákvað að setja inn pirrandi auglýsingar inn á bloggsvæði notenda að mér fannst vera nóg komið. Þó svo að Árvakurleggi til vél- og hugbúnaðinn sem er á bak við þessa síðu að þá væri bloggkerfið einskis virði ef það væri ekki fyrir þá sem skrifa færslurnar inn í það. Og mbl.is hefur mikinn hag af þeirri umferð sem skapast í kringum bloggkerfið þeirra því bæði eru margar færsurnar tengdar fréttum á mbl.is og svo er linkur í haus allra bloggsíðannna inn á bæði mbl.is og blog.is þar sem eru auglýsingar.

Mér fannst það því vera algjör óþarfi að hafa auglýsingar inni á þeim síðum sem er viðhaldið af óbreyttum notendum, og lét því verða af því setja upp svona síu.

Því finnst mér Árvakur bara geta sjálfum sér um kennt þó svo ég skilji það að hann þurfi einhverjar tekjur.

Ingólfur, 4.5.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: dvergur

Fátt finnst mér meira pirrandi en hálffull síða af blikkandi og rúllandi auglýsingarborðum.

Persónulega gæti ég vel þolað nokkrar KYRRAR auglýsingar. En þessar fjölmiðlasíður eru allar á iði. Því vel ég að nota AdBlock.

dvergur, 5.5.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband