Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Látum ekki neyða okkur í ESB
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin sitji núna kollróleg og bíði eftir að allt fari til fjandans, til þess að koma í gegn einu aðalmarkmiði sínu, sem hún minntist þó ekki á í kosningabaráttunni.
Það er eins og það eigi að leyfa efnahagskerfinu að hrynja til þess að þjóðin hlaupi inn í Evrópusambandið án þess að hugsa um nokkuð annað en núverandi efnahagsvanda.
Auðlindir, bæði í jörð og sjó, verða aukaatriði sem og umræðan um það hvert Sambandsríkið ESB stefnir og hversu valdalaus við verðum innan þess.
Það að ganga inn í svona Sambandsríki eingöngu til þess að redda skammtímavandamáli er svona svipað að skrifa undir eilífðarleigusamning fyrir kjallaraíbúð af því maður er í tímabundnum húsnæðisvanda.
Ef við ætlum inn í ESB að þá verður að gera það undir aðstæðum þar sem hægt er að fjalla um allar afleiðingar þess, góðar og slæmar. Því eftir að við erum komin inn að þá förum við aldrei þaðan út aftur.
Tímabært að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr!
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 17:49
Þarf ekki að uppfylla einhver skilyrði um ástand efnahagsmála svo ríki fái inngöngu í ESB. Ef svo er þá er þessi færsla hjá þér bull!
Auðun Gíslason, 29.4.2008 kl. 20:59
Það er auðvelt að komast inn í ESB, við fáum hins vegar ekki að taka upp Evruna fyrr en við erum sjálf búin að laga það sem á að nota Evruna til þess að laga. Sem vissulega er bull, en það er ekki mitt bull
Ingólfur, 1.5.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.