Leita í fréttum mbl.is

Kröfur lögbrjóta

firehydrantÁ vísi.is er haft eftir Sturlu eftirfarandi setning: "Yfirvöld geta ekki bara eyðilagt eigur þínar og sagt þér síðan að laga þær sjálfur, það er ekki að virka."

Hann neitar að taka við bílnum sínum fyrr en löggan er búin að gera við skemmdirnar og er þessi ganga í dag að hluta til til þess að vekja athygli á þessu óréttlæti sem lýsir sér að löggan vilji ekki gera við skemmdir sem hlutust að því að færa bíl hans.

Reyndar var lögreglan ítrekað búin að biðja um að bíllinn yrði færður, fyrst að bílstjórarnir gerðu það sjálfir, en seinna eftir að frestur til þess rann út, að lyklar að bílnum væru afhentir.

Þar sem Sturla kaus að hunsa þessi fyrirmæli lögreglu að þá er tjónið alfarið á hans ábyrgð og hrein og klár ósvífni að fara fram á að hið opinbera beri þetta tjón.

Ef eigendum bílanna er annt um þá, þá mæli ég með því að þeir noti þá ekki sem vopn þegar þeir stöðva umferð, valda almannahættu og tefja meðborgara sína.

 

Hins vegar vil ég hrósa Sturlu fyrir þessu friðsamlegu göngu núna. Hún er sannarlega breyting til batnaðar. Næsta skref er að finna betri málefni til þess að berjast fyrir


mbl.is Bílstjóri í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingólfur, mig langaði nú bara að benda þér á eina staðreynd.

Málið er það í þessu tilviki þar sem bíllinn hjá Stulla var skemmdur, þ.e. brotin rúða, drifskaft tekir úr, rispaður og brotnir spoilerar að framan, þá var bílnum lagt í hvíldarstæði fyrir vörubíla sem er á móti OLÍS stöðinni við Rauðavatn, bíllinn var ekki fyrir neinum og var hvorki að tefja umferð né skapa almannahættu, eins og þú orðaðir það svo skemmtilega.

Hallvarður Svavarsson 27.4.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Hagbarður

Ég er nú ekki alveg viss um að þetta sé eins einfalt og þú lýsir. Ég er ekki frá því að hann hafi nokkuð til síns máls, m.a. að bílnum hafi verið þannig lagt að hann truflaði á engan hátt aðgengi um Suðurlandsveg. En allir sem telja sig órétti beitta eiga möguleika að skjóta málum sínum til dómstóla. Þó að hann hafi tekið þátt í mótmælum, sem einhverjir telja vera ólögmæta aðgerð svo furðulegt sem það er, eiga þennan rétt. Það er hornsteinn lýðræðisins.

Hagbarður, 27.4.2008 kl. 16:06

3 identicon

Lögreglan hefði þá átt að fjarlægja bifreiðina þegar hún var í mótmælum... sem var einmitt vikuna áður, en þarna var einfaldlega ekki rétti tíminn, þeir drulluðu einfaldlega upp á hnakka.

Hallvarður Svavarsson 27.4.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Ingólfur

Saman stöðvuðu allir bílarnir leiðina, þ.e.a.s. svo ekki var hægt að komast áfram.

Leiðin opnaðist ekki fyrr en fresturinn sem þeir höfðu til þess að fara sjálfviljugir var liðinn og lögreglan búin að taka yfir svæðið.

En jafnvel þótt að bíll Sturlu hafi bara verið þarna fyrir algjöra tilviljun, að þá var lögreglan samt búin að biðja um að allir bílarnir væru færðir og seinna að lögregla fengi bílana svo hún gæti þá fært þá.

Þess vegna var Sturla að ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu alveg sama hvort hann hafi verið þarna sem mótmælandi eða sem "áhorfandi". Þess vegna verður hann sjálfur að bera tjón sem hlýst af því

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 16:38

5 identicon

Bíllinn var gerður upptækur þar sem hann hafði áður verið notaður við að fremja lögbrot.

Samhv. lögum má geta ökutæki upptægt sé sterkur GRUNUR á því að það verði notað til að fremja lögbrot.
Ölvaður ökumaður, ökumaður er staðinn er ítrekað að hraðakstri..

Ég sé ekkert rangt við að ökutæki sem notuð eru til að fremjar HRYÐJUVERK séu gerð upptæk.

Mrok 27.4.2008 kl. 16:42

6 identicon

Eitt skulum við hafa á hreinu séra Ingólfur Harrí.

Hafi lögregla ætlað að fjarlægja bíl Sturlu löglega hefðu þeir þurft að hafa dómsúrskurð eða lagalegan rétt til þess. Þeir hafa en ekki sýnt fram á það að þeir hafi haft rétt til þess. Þeir þurfa að sýna fram á það á pappírum en ekki einungis með því að segja að þeir hafi mátt það.

Svo það að þú kallir þetta hryðjuverk er náttúrulega bara fyndið í raun, lýsir því að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Svo að þú skulir halda því fram að þessi málefni sem verið er að mótmæla séu ekki þess virði að berjast fyrir að þá er algerlega á hreinu að þú hefur ekki hugmynd um hvað verið er að troða uppá bæði atvinnubílstjóra og þá sem reka fyrirtæki með trukka í þjónustu.

Finnst þér eðlilegt sem dæmi að menn séu sektaðir um tugir þúsunda ef ekki hundruðir þúsunda fyrir það eitt að keyra aðeins of lengi? Og þá er ég að tala um að það er hægt að sekta menn fyrir það að keyra 15 mínútum of lengi einn daginn og það alveg 3 ár aftur í tímann?

Það sem þú greinilega og svo ofboðslega margir aðrir gera ykkur enga grein fyrir er það að réttindi okkar skipta ALLA landsmenn máli sökum þess að ef ekki er hægt að vinna þessa vinnu lengur vegna aðþrengdra reglugerða og ofsókna yfirvalda að þá færð þú ekki mjólkina þína, þú færð ekki matinn þinn, þú færð í raun EKKERT eftir stuttan tíma, einfaldlega vegna þess að ALLT sem þú átt eða munt eignast hefur verið trukkað.

Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli séu þau skoðuð.

Siggi Frikk 27.4.2008 kl. 17:12

7 identicon

djöf vantar nu að það verði framið alvöru hryðjuverk a islandi svona bara til að syna ykkur hvad orðið þýðir.    þetta mál fer einfaldlega fyrir dóm og stulla verða dæmdar bætur, lögreglan hefur enga heimild til að mæta a hin og þessi bilastæði og lata draga bara alla bila af stæðinu, réttilega matti hun fjarlægja þá bila sem voru a sjalfum veginum    enn það var nu bara brota brot af heildinni.    folk verður að skilja það að þótt einhver brjoti lög td stöðvunarbrot, að það gefi öðrum td lögr. að brjota lög lika.         lögreglan mun þurfa að syna framm á fyrir dómi að billinn hafi valdið hættu a umræddum stað og það verður akaflega erfitt fyrir þá.   billinn er verndaður af friðhelgi einkalífsins  og verður lögreglan bara að gjöra svo vel að fara af lögum. ef löggan fer ekki af lögum þá er erfitt að ætlast til að almenningur geri það.

mikki 27.4.2008 kl. 17:19

8 Smámynd: Ingólfur

Til þess að hafa það á hreinu að þá hef ég ekki kallað þessar mótmælaaðgerðir hryðjuverk.

Ég tel að mótmælendur hafi ítrekað valdið almenningi hættu með aðgerðum sínum en hryðjuverk eru auðvitað allt annað, og nei Mikki, okkur vantar ekki neitt að þau séu framin á Íslandi. Það er ágætt að vera laus við það.

Siggi, í samtali við lögmann á Stöð2 kom fram að lögreglan hefur ansi rúmar heimildir til þess að til þess að rýma svæði til þess að afstýra ákveðnu ástandi. Og í þessu tilfelli hefur lögreglan metið það svo að hún þyrfti að fjarlaga alla bílana til þess.

Tilgangurinn var ekki að leita í bílnum, gera hann upptækan eða neitt þess háttar. Tilgangurinn var bara að rýma svæðið og til þess þarf engan dómsúrskurð.  Eigendur bílanna fengu líka góðan frest til þess að verða við fyrirmælum lögreglunnar og ef þeir kjósa að gera það ekki þá verða þeir bara að sætta sig við afleiðingarnar.

Lögin um hvíldartíma eru með ákveðin sveiganleika innbyggðan, t.d. um að keyra klukkutíma lengur, tvo daga í viku, eða skipta hvíldartímum upp í styttri pásur.  Það ætti því ekki að vera þörf á að brjóta þessar reglur.

Það eru góðar ástæður fyrir þessum reglum og satt að segja langar mig ekkert til þess að mæta  svona þungum trukkum á mjógum vegum með einbreiðar brýr og blindbeygjur ef að ökumaðurinn er búinn að vera bókstaflega stanslaust við stýrið í meira en 270 mín.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Gummi

Mér sýnist Stulli meiri maður en margir ykkar,sem sitjið heima og bloggið og þykjast vita allt!!!!!!Bílstjórar eru ekki þeir einu sem ríkið og sveitafélög níðist á hvað með öryrkja,sjúklinga,kennara,leikskólakennara o.f.l o.f.l og svo stækka öll ráðuneyti og skrifstofu liðinu fjölgar með tilheyrandi kostnaði og þjónustan minkar.

ps. það geta ekki allir gengið um með skjalatösku og gert ekki neitt

Gummi, 27.4.2008 kl. 20:14

10 Smámynd: Ingólfur

Ég styð það að fólk mótmæli og noti jafnvel borgaralega óhlýðni ef það finnst á sér brotið. Grundvallarreglan er hins vegar að skapa ekki öðrum óþarfa hættu.

Annað sem vörubílaeigendur gera sem minnka samúð mína er að þeir nota bílana sem vopn. Löggan færi létt með að ýta bílum öryrkja til hliðar og ef kennarar fara í verkfall að þá eru einfaldlega sett lög á þá sem banna þeim það.

En Sturla og félagar geta nokkurnveginn gert það sem þeim sýnist og ef þeir gefa sig ekki þá tekur það lögguna 5 tíma að ná tökum á ástandinu.

Borgaraleg óhlýðni snýst hins vegar um að nota ekki ofbeldi. Ef löggan handtekur mann án þess að maður sýni minnst mótþróa að þá vekur það venjulega samúð með manni.

Ef maður hins vegar slæst á móti, felur lykla og notfærir sér þannig þyng bílanna og staðreyndinni að varla er hægt að bifa þeim, að þá er það komið langt frá friðsömum mótmælum.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 21:31

11 identicon

Mótmælendur þurfa að finna sér annan front.  Sturla nær varla að þvo af sér bakskítinn héðan af.

Maðurinn er athyglissjúkur og hefur alltaf verið.  Heimskan verður augljósari með hverju orðinu sem hann lætur út úr sér.

Eitt er víst að hann fær aldrei bætur frá ríkinu fyrir hinar meintu skemmdir á bíl Lýsingar, í besta falli greiðir kasko trygging hans eitthvað, en þar sem hann sjálfur olli vísvitandi skemmdum á bifreið Lýsingar, reikna ég ekki með að tryggingafélög greiði neitt.  Og enn ein heimskan kom frá honum um hugsanlega ,,grindarskekkju" eftir að bíllinn var dreginn.   Ja þvílíkt fífl segi ég nú bara. 

Gummi H 27.4.2008 kl. 21:33

12 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er notað í áróðrinum að bensín hafi hækkað út um allan heim ég hvet ykkur til að lesa blogg mitt frá 24-4 Blekkingarleikur eða raunhæfur samanburður og einnig athugsem við það frá Íslendingi sem að býr í Danmörk og segir að beisní hafi ekki hækkað þar síðan í haust. Það þýðir ekki að fella krónuna um tugi prósenta og nota hana síðan í samanburð það er of vitlaustn En þessu áróðri er dælt yfir okkur það tekur dana jafnlangan tíma að vinna fyrir 1 liter af bensini i dag og það tók í haust en hvað hefur skeð hér ég þarf ekki einusinni að segja það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.4.2008 kl. 22:06

13 Smámynd: Ingólfur

Þetta trikk með að reikna bensínverð á tímann er enganvegin að ganga upp.

Við gengisfall og fall krónunna veikist kaupmátturinn eðlilega. Þú ert lengur að vinna fyrir bensínlítranum vegna þess að kaupmátturinn minnkar. Við þannig aðstæður er maður lengur að vinna fyrir öllu.

Og á sama tíma lækkar hlutur ríkisins í hverjum lítra.

Af hverju ætti ríkið að lækka ennfrekar álagningu á vöru sem við viljum helst nota sem minnst af, en ekki öllum hinum vörunum sem við erum líka lengur að vinna fyrir? 

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta snýst ekki um álagningu helur rangan samanburð á verðlagi milli landa það er lygi að segja okkur að orkuverð hafi hækkað úti í heimi þegar það hefur eki skeð en nota þá aðferð að reikna með krónu sem buið er að ryra verðgildið á um tugi % Þetta heitir að blekkja fólk og hefur oft verið notað af reikni og ároðursmeisturum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.4.2008 kl. 00:25

15 Smámynd: Ingólfur

Hvaða rugl er þetta að verðið hafi ekki hækkað. Á hverjum degi er sett nýtt met í olíuverði, úti í heimi.

Danmörk hefur þó sloppið nokkuð vel þar sem Danska krónan og Evran hafa hafa hækkað mikið, en þó hver bensínverðið hækkað þar, en sérstaklega hefur verð á dísel hækkað.

Við erum svo með íslensku krónuna hvort sem okkur líkar betur eða verr, og verðum því að miða við hana. 

Ingólfur, 28.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband