Leita í fréttum mbl.is

Slæmt fyrir umferðaröryggið

Kjördæmapot Sunnlendinga hefur greinilega virkað og sérhagsmunir þeirra settir ofar umferðaröryggi annara.

Það er alvitað að 2+2 hraðbraut er í það minnsta tvöfallt dýrari en 2+1 vegur sem gefur nánast sama umferðaröryggi, og þá skiptir engu hvort það þetta sé borgar strax af ríkinu eða sett á raðgreiðslu eins og á þarna að gera.

Þetta þýðir að það mun frestast að bæta öryggi á öðrum hættulegum vegum, sem nóg er af. 


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hver laug því að þér?  2+2 vegur er ekki nema mest 1/3 dýrari, og er þeim kostum búinn að hægt eðr að koma jafn-mikilli umferð í báðar áttir.

Að auki er frammúrakstur þar mun auðveldari, sem er bara gott fyrir öryggið. 

Ásgrímur Hartmannsson, 13.3.2008 kl. 12:32

2 identicon

Kostnaður við 2+1 er ~ 2 milljarðar, 2+2 með þéttu vegsniði ~ 4 milljarðar (hér er mjög líklega verið að tala um einn vegflöt með víravegriði á milli) og 2+2 með víðu þversniði ~ 6 milljarðar (með graseyju á milli).  Svo spurningin er hver laug að þér að kostnaðurinn væri ekki nema 1/3 hærri? :-)

Ég skil ekki alveg hvað þú meinar með "jafn mikilli umferð í báðar áttir".  2+1 hefur umferðarrýmd (það umferðarmagn sem vegurinn getur annað) milli 15-20 þúsund bílar á dag.  Umferðarrýmdin er jöfn í báðar áttir.

Ef hugsunin er að þú viljir meiri umferðarrýmd og þar af leiðandi 2+2 þá má nefna að ef notuð er línuleg aukning miðað við talningar undanfarin ár þá hefur 2+1 næga umferðarrýmd fram til ca. 2028.  Línulega spáin er "svartsýnisspá" þar sem ólíklegt er að umferðaraukningin verði svo mikil um ókomin ár (einnig miðaði ég við lægri mörk umferðarrýmdar 2+1 vega).

Heimild: http://www.lydheilsustod.is/media/slys//kynning-2007-02-09.pdf

Nú hefur verið ákveðið að gera 2+2 veg aðeins hluta úr leiðinni vegna kostnaðar, umhverfismats o.fl.  Það væri ágætt fyrir fólk að hugsa um hversu miklu lengri vegkafla hefði verið hægt að aðskilja akstursstefnurnar á í þessum áfanga með því að gera 2+1, þar sem kostnaður við hann er mun minni og hönnunarferlið lengra komið.  Hve mörg alvarleg slys hefðum við komið aukalega í veg fyrir með þeirri lausn samanborið við þessa 2+2 lausn? 

R 13.3.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Ingólfur

Miðað við þetta að þá hefði líklega verið hægt að útfæra almennilega 2+1 lausnina á milli Reykjavíkur og Hveragerðis, framlengja hann að Selfossi og líka gera 2+1 veg frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngunum.

Ingólfur, 14.3.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband