Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Huglausu sexmenningarnir
Auðvitað stendur Villi þetta af sér. Lætur bara ekkert ná í sig fyrr en allir hafa gleymt þessu. Enda hefur Vilhjálmur enga ástæðu til þess að segja af sér.
Vissulega klúðraði hann REI og setti fjölda milljarða af verðmætum borgarbúa í hættu. Og eina afsökunin hans var að hann hafði ekki séð minnisblöð eða samninga sem honum bar skylda til þess að ganga úr skugga um að væru hag borgarbúa fyrir bestu. Á meðan vissu sexmenningarnir ekki neitt hvað hann var að gera og voru hundóánægðir en neituðu því opinberlega.
Undir áfellisdóminn á þessum vinnubrögðum skrifuðu allir flokkar.
Og þegar þetta komst allt saman upp að þá ætlaði hann að setja REI á brunaútsölu. Ef sá meirihluti hefði ekki sprungið að þá væri búið að selja sameinað REI í dag.
Við stjórnarmissinn kepptust sexmenningarnir að lýsa yfir fullum stuðningi við Villa.
Eftir að þeir misstu stjórnina að þá sá Villi að hans eina von var að koma Sjálfstæðisflokknum aftur í stjórn. Þess vegna reyndi hann mikið við Svandísi en hún hafði engan áhuga á honum sama hvað hann bauð. Það var ekki fyrr en hann var búinn að bjóða Ólafi borgarstjórastólinn, verndun flugvallarins og milljarða til þess að byggja nítjándualdarþorp í miðbænum og að ljúga því að hann væri annars búinn að semja við VG, að þá loks fékk hann Ólaf í lið með sér. Minnið hafði hins vegar ekki lagast því hann gleymdi að spyrja hvort Ólafur hefði ekki örugglega varamann.
Þetta fréttu sexmenningarnir bara nokkrum mínútum fyrir fréttamannafund þar sem tilkynnt var um nýja meirihlutann, og sexmenningarnir lýstu allir yfir fullum stuðningi við Villa og sögðu að hann yrði borgarstjóri eftir ár.
Svo núna þegar REI skýrslan er birt að þá grípur Villi aftur til lyganna til þess að afsaka sig.
En enn og aftur er enginn ástæða til þess að hann segi af sér. Vegna þess einfaldlega að sexmenningarnir segjast bera fullt traust til hann og að hann hafi þeirra fulla stuðning svo lengi sem hann er oddviti þeirra.
Þeir hafa einfaldlega ekki hugrekki til þess að standa upp og segja: "Nú er nóg komið, hann hefur gert of mörg mistök og ég mun ekki styðja hann áfram."
Þess vegna er það að Vilhjálmur verður næsti borgarstjóri Reykvíkinga.
Það var ekki fyrir en hann var búinn að bjóða Ólafi borgarstjórastólinn
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.