Leita í fréttum mbl.is

Um valdarán í lýðræðissamfélagi, vilji fólksins og ólýðræðisleg vinnubrögð

Í morgun var viðtal við Hönnu Birnu á Morgunvaktinni þar sem hún sagði að henni liði eins framið hefði verið valdarán í lýðræðissamfélagi og sakaði Björn Inga um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Hanna Birna hefur rétt fyrir sér með það að það var framið valdarán í borginni. Það var bara ekki í gær heldur vorið 2006.

Þá áttu Sjálfstæðismenn í viðræðum við Frjálslynda um meirihlutasamstarf sem hafði á bak við sig rétt rúmlega meirihluta atkvæði borgarbúa. Sjálfstæðismenn fóru hins vegar á bak við Frjálslynda flokkinn og sömdu við Framsókn en þeir flokkar höfðu minnihluta atkvæði borgarbúa á bak við sig þó að þeir næðu saman 8 borgarfulltrúum. Sagan segir að skipunin um þetta samstarf hafi komið úr ríkisstjórninni.

Þarna var greinilega gengið gengið gegn vilja borgarbúa og jafnvel hægt að tala um valdarán.

Síðan gerist það að ósætti skapast milli borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Mikið er fundað, meðal annars með forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn leysa málið loksins þannig að best sé bara að selja á brunaútsölu það sem olli deilunum og ákveða að það skuli gert.

Þeir gleymdu bara því að þeir eru bara með 7 borgarfulltrúa en kynna samt þessa áætlun almenningi áður en kannað er hvað 8 maðurinn í meirihlutanum vill gera.

Þetta mætti kalla tilraun til annars valdaráns, að ætla að þvinga samstarfsflokkinn til þess að hlýða með því bara að tilkynna það sem fyrirfram.

Það er hins vegar þarna sem lýðræðið loksins sigrar því þarna færi þessi sami fulltrúi nóg og fer í samstarf með hinum raunverulega meirihluta.

Þess vegna er það að ef völdunum var rænt í gær að þá var það til þess að færa valdið aftur í hendur fólksins, meirihluta borgarbúa. Persónulega finnst mér það vera það lýðræðislegasta sem Björn Ingi hefur afrekað á sínum pólitíska ferli.


mbl.is Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband