Leita í fréttum mbl.is

Einskisnýt persónuvernd

Nú hafa starfsmenn Alcan verið duglegir að srká niður skoðanir Hafnfirðinga undanfarnar vikur. Persónuvernd var látin kanna málið en fékk ekki viðunandi skýringar á þessari skráningu. Hún ákvað því að fara sjálf að rannsaka gögnin. Gott hjá henni.

Ég er hins vegar ekki að fatta hvaða gagn á að vera af þessari rannsókn þegar aðilinn sem grunaður er um brot fær fimm daga frest þar til farið er til hans til þess að sjá hvaða upplýsingum hann hefur safnað.
Og ekki nóg með það, þegar loksins er búið að kanna gögnin að þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu fyrr en eftir kosningarnar.

Hvaða gagn er eiginlega af Persónuvernd í þessu tilfelli?

Ætli Alcan fái svohljóðandi úrskurð á mánudaginn:

Skamm, Skamm.
Þið voruð víst að skrá niður skoðanir Hafnfirðinga og það er bannað.

P.S: Til hamingju með stækkunina

Kær kveðja,
Persónuvernd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband