Leita í fréttum mbl.is

Stopp þýðir afturför

Það er alveg rétt hjá þeim sem núna hrópa í öllum fjölmiðlun að stopp þýðir afturför.

Þegar álæðið verður stoppað að þá munu önnur lönd sigla fram úr okkur á sviði álframleiðslu, sem skiptir reyndar voða litlu máli. Það sem skiptir hins vegar meira máli þau neikvæðu áhrif sem álæðið hefur haft munu einnig byrja að síga til baka. Þar á ég við þennsluna og svo hemillinn sem stóriðjustefnan hefur verið á uppbyggingu hátækniiðnaðarins.

Í dag er stopp á hátækninni, allir sjóðir tómir og menntakerfið lélegt og við horfum á aðrar þjóðir sigla fram úr okkur.

Er ekki kominn tími til að setja stopp á stóriðjuna og grænt ljós á hátæknina?


mbl.is Ísland missir stöðu sína í rafrænni færni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eru sumir "grænir" í þessum málum.  Menn ættu að sjá sóma sinn í að kynna sér mál áður geyst er út á ritvöllinn.  

Hvaða áhrif hefur áliðnaður á færni Íslendinga í upplýsingatækni?   Sem fagmaður á sviðinu, get ég upplýst þig að ef eitthvað, þá eykur áliðnaður færni okkar í hagnýtingu á upplýsingatækni.   Álver eru mjög framarlega í nýtingu upplýsingatækni, þá á ég ekki við þeirrar hefðbundnu á skrifstofunni, heldur einnig í tækjastýringum, umhverfismælingum og sjálfvirkum ferlum.  Þau eru í raun mörgum árum á undan því sem almennt gerist hjá íslenskum iðnfyrirtækjum.  Sem dæmi var Ísal eitt fyrsta fyrirtækið hérlendis, sem innleiddi nær 100% bilanaþolið bakendakerfi til að stýra iðntölvum í kerskálum - langt á undan t.d. íslensku bönkunum hvað rekstraröryggi varðar.  

Það besta fyrir íslenskan háttækniiðnað, eins og t.d. hugbúnaðarframleiðslu er að sem fjölbreyttust atvinnustarfssemi sé í landinu, því það er nauðsynlegt að eiga heimamarkað ef einhver von á að vera til þess að þróa lausnir sem eru keppnisfærar á alþjóðlegum grundvelli.  Því fjársterkari sem fyrirtækin eru því betra fyrir íslenskan hugbúnaðariðnað.   Að búa til "show-case" á Íslandi er oftast forsenda þess að þú getir farið með hugbúnað í kynningu á erlendum markaði.

Íslensk fyrirtæki eru reyndar heilt yfir mjög aftarlega í notkun upplýsingatækni, það sjáum við t.d. ef við skoðum hvaða þjónustu þau bjóða upp á netinu og hvað markaðssetningu snertir, þar sem pappír-ruslpóstmenningin er í algleymingi ennþá.   Flugfélögin eru undantekningar hvað þetta varðar; bankarnir sleppa og skatturinn er flottur ef horft er til hins opinbera.

Þeir sem halda því fram að uppbygging áliðnaðar komi niður í að fleiri línur séu lagðar til Íslands frá umheiminum eða hamli fjárfestingu í öðrum atvinnugreinum er algjör firra.   Ef við tökum dæmi af framkvæmdunum fyrir austan, þá koma 100 milljarðar frá Alcoa og aðrir 100 milljarðar frá Landsvirkjun (sem Alcoa greiðir til baka á 20-30 árum).   Það fjármagn er ekki tekið frá neinum öðrum.   Síðan hefur langmestur hluti starfsfólks við framkvæmdirnar komið að utan.

Ef einhver atvinnugrein á Íslandi hefur skaðað hagsmuni íslenskra hugbúnðarfyrirtækja,  þá myndi ég nefna bankana.   Þeir hafa valdið mikilli spennu á vinnumarkaðnum,  t.d. hvað varðar starfsfólk með upplýsingatæknimenntun; þeir hafa farið offari í hausaveiðum að undanförnu.  
Vel á annað þúsund starfsmenn vinna nú í upplýsingatæknideildum banka- og fjármálafyrirtækja.  Að margra áliti fer fram mikil sóun þar, því þetta fólk myndi skapa miklu meiri verðmæti fyrir þjóðarbúið með því að vinna fyrir hugbúnaðarfyrirtæki, t.d. sem framleiddu hugbúnaðarlausnir fyrir banka- og fjármálafyrirtæki, sem mætti selja út um allan heim.  Stjórnvöld gætu e.t.v. lagfært þetta ástand með hvatningu í gegnum skattakerfið, t.d. með því að breyta löggjöf um virðissaukaskatt.

Hvað þensluna á höfuðborgarsvæðinu varðar er hún fyrst og fremst tilkomin vegna lánafyllerís bankanna undanfarin 4 ár.  Bankar og aðrar lánastofnanir hafa dælt u.þ.b. 2500.000.000.000 (2500 milljörðum) kr. inn í hagkerfið á þessum tíma.   Framkvæmdirnar fyrir austan eru smámunir í samanburði og þar að auki fara fjármunirnir sem hafa knúið þær áfram að mestu ekki inn í veltuna hér, heldur til erlendra birgja, verktaka og starfsfólks.

Sigurður J. 28.3.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Ingólfur

Það er stór munur á að nýta eitthverja hátækni eða verja yfir 4% af veltu í rannsóknir og þróunnarvinnu.

Það er vissulega mikilvægt að vera með fjölbreytta atvinnustarfsemi. Einmitt þess vegna á ekki að setja fleiri ekki í álkörfuna.

Það er gaman að þú hefur fengið uppgefið rafmagnsverðið frá Kárahnjúkavirkjun, úr því að þú getur fullyrt að búið verði að borga virkjunina upp á 20-30 árum.
Flestir aðrir eru þó á því að það taki mun lengri tíma að borga hana upp og jafnvel að það takist aldrei, enda er rafmagnsverðið svo lágt að Landsvirkjun þorir ekki að gefa það formlega upp.

Efnahagsstjórnin undanfarin ár hefur einkennst af álæði sem felst í því að sífellt eru byggð ný og stærri álver til þess fresta fráhvarfseinkennunum.
Í raun er þetta eins og fíkniefnaneysla sem leiðir af sér "stöðugan óstöðugleika".

Það er mjög slæmt umhverfi fyrir uppbyggingu hátæknifyrirtækja.

Ingólfur, 28.3.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Einar Indriðason

Nei, og hér finnst Óskráður (Sigurður J) líka, og merkilegt nokk... alveg nákvæmlega sami texti peistaður, og ég hef séð á amk 2 öðrum blogg-commentum, núna í kvöld.  Það virðist ekki þurfa mikið til, til að kveikja í þér.....

Einar Indriðason, 29.3.2007 kl. 00:47

4 identicon

Sigurður J... ohh ætli það sé nú ekki frekar Dharma undir dulnefni dulnefnisins..  

Björg F 29.3.2007 kl. 01:22

5 identicon

...annars er ég nú sammála Dharma að álfyrirtækin hafa ekkert skaðað okkur mikið... Alcan hefur t.d. átt mikinn þátt í uppbyggingunni í Hafnarfirði. Þeir meiga eiga það sem vel hefur verið gert. Landsvirkjun hefur nú líka malað gull á þeim.. En það er bara komið nóg núna. Náttúruperlur landsins eru orðnar of verðmætar til þess að við förum að virkja þær fyrir frekari álbræðslu. Og það skiptir okkur alla Íslendinga máli hvernig við förum með landið okkar. Skiptir gríðarlegu máli að ekki verði virkjað meir fyrir frekari (og freka) stóryðju.. Það er bara málið...

Björg F 29.3.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband