Sunnudagur, 7. mars 2010
Hvað má ICESAVE málið kosta mikið?
Hvað má ICESAVE málið að kosta mikið áður en við afgreiðum það?
Hvað er það búið að kosta okkur nú þegar? Veikara gengi, erfiðari fjármögnun atvinnulífsins, meira atvinnuleysi, tíma og athygli stjórnmálamanna í öllum flokkum, lánstraust, og þá er ekki talinn sá beini kostnaður sem hefur farið í lögfræðikostnað, samninganefndir, utanlandsferðir, kosningarnar og vinnu embættismanna.
Hvað þurfum við að borga meira áður en þetta mál verður afgreitt?
Ég held að við getum treyst því að stjórnarandstaðan geri sitt allra besta til þess að tefja þetta mál, enda hagnast þeir á því að halda því óleystu.
Þegar upp er staðið hefði líklega verið langt um ódýrara fyrir okkur ef upprunalegu Icesave samningarnir hefðu verið verið samþykktir "óséðir", því á meðan stjórnarandstaðan hugsar bara um að eyðileggja fyrir stjórninni, að þá mun ekkert ganga í uppbyggingunni.
Stund samstöðunnar runnin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugleiðingar um möguleika sem þurfa ekki endilega að vera einu sinni nálægt raunveruleikanum.
En á móti spyr ég: Hvað má þjóðarstoltið kosta mikið?
Carl Jóhann Granz, 7.3.2010 kl. 02:00
Sem minnst.
Best væri að þessar "Icesave eignir" færu beint upp í kröfuma (90%) og þá mætti reyna að semja um þessi 10% sem eftir eru.... - en ekkert að vera að óðagotast í þessu. Þetta tekur nokkra mánuði til....
Þegar krían fer (ágúst) þá fer ástandið að lagast...
Kristinn Pétursson, 7.3.2010 kl. 03:08
Einhver snillingurinn sagdi ; timi eru peningar; nú thegar er búid ad laekka um 70 milljarda og eiga eftir ad laekka meira. THad eru bankarnir sem eiga ad súa sér ad eindureis í atvinnulífinu í STAD ad afskrifa skuldir vildar-vina. kv. G
gulli-spanjoli 7.3.2010 kl. 04:33
Veikara gengi? Veikara en hvað? Ég hélt að gengið hefði hrunið hérna vegna hruns heils bankakerfis. Varla hefur það allt verið út af Icesave.
Erfið fjármögnun atvinnulífsins er líka óumflýjanleg afleiðing þess að allt fjármálekerfi landsins hrynur, það er ekki langt síðan það gerðist hérna.
Tími og athygli stjórnmálamanna - hmm. Miðað við samningana sem hafa komið heim getur varla verið að þeir hafi eytt það miklum tíma í þetta. Ef það er hins vegar raunin, þá var þeim tíma mjög illa varið og vonandi að þeir læri af þeim mistökum. Við erum með samninganefndir á launum!
Bjarni Ben 7.3.2010 kl. 08:20
Ingólfur, þú gætir líka velt fyrir þér hversu mikils virði sjálfstæði þjóðarinnar sé þér. Svo maður kvóti Laxness: er sjálfstæði ósk þín eða að vera feitur þjónn erlends leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. (allnokkuð frjálslega farið með tilvitnunina - svona eftir minni)
Ragnar Kristján Gestsson, 7.3.2010 kl. 09:48
Já, hvað má þjóðarstoltið og sjálfstæðið kosta? má það kosta hvað sem er?
Með öll lán frosin er enginn stuðningur við gengið? Ekki er hægt að afnema gengishöftin sem aftur fælir fjárfesta frá?
Lánshæfismatið gerir það síðan að verkum að fjármögnun fyrirtækja er enn dýrari sem gerir stöðu þeirra enn verri en ella.
Nánast allt haustþingið fór í þetta mál og formenn allra stjórnmálaflokkanna hafa eitt heilu vikunum í þetta eftir áramót.
Ragnar, góð spurning. Hvað gerir þú ef þú ert dreginn inn í dimmt húsasund og vopnaðir menn segja við þig "peningana eða lífið".
Stendur þú fast á sjálfstæði þínu eða afhendir þú þeim veskið þitt?
Hvers virði er sjálfstæðið þitt ef þú liggur í blóði þínu einhverstaðar í húsasundi?
Ingólfur, 7.3.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.