Færsluflokkur: Íþróttir
Sunnudagur, 25. maí 2008
Skammarleg útsending TV2
Þegar RÚV sá um útsendingar á Formúlunni heima að þá var alltaf verið að kvarta yfir því hvernig staðið var að henni.
Auglýsingahléin voru vissulega pirrandi en margir voru líka ósáttir við lýsinguna hjá umsjónarmönnum og höfðu hátt um það þegar þeim urðu á mistök, eins og að rugla saman ökumönnum (þekkja ekki bíla sama liðs í sundur), nokkuð sem flestir gera inn á milli, og oft voru þeir að bera saman útsendingar erlendis og töluðu um að þær væru langt um betri.
Hér í Danmörku eru ekki lengur auglýsingahlé, en hins vegar að þá finnst mér útsendingin ansi slöpp. Tímatökurnar eru venjulega á sér íþróttarás TV2, en þrátt fyrir það að þá sleppa þeir að sýna frá blaðamannafundinum eftir tímatökurnar.
Þetta gera þeir líka oft með fundinn eftir sjálfa keppnina. En núna gengu þeir enn lengra, þeir slepptu endanum.
Þeir gerðu nokkuð sem ég held að varla þekkist með íþróttaviðburði, þeir luku þættinum áður en sigurbíllinn var kominn í mark.
Þó svo að líklegast sé að röðin breytist ekki á síðasta hringnum að þá er þetta sambærilegt að ljúka útsendingu á fótboltaleik umleið og 90 min eru liðnar og sleppa uppbótartímanum.
Ég veit svo sem ekki hvort fólk er ánægt eða óánægt með útsendingarnar heima núna, sem eru á Sýn (S2 SPORT) en ég fullyrði það að þær eru allavega betri en það sem TV2 býður dönum upp á.
Svo sem tilgangslaust að blogga um þetta, efast um að TV2 sé að fylgjast með umræðu á íslendkum bloggsíðum, en allavega ágætt fyrir ykkur heima að vita hvað þetta er lélegt hérna.
Hamilton gerði fæst mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Hvenær hættir FIA að eyðileggja formúluna?
Þegar formúlan var skemmtilegust og mest spennandi að þá gekk tímatakan út á það hver náði besta hringnum, ekki hver var með minnst bensín á tanknum. Hver ökumáður fékk fékk 12 hringi sem hann keyrði nánast á síðustu bensín gufunum í tilraun til þess að ná fullkomnum hring. Síðan mátti fylla á eins og hverjum hentaði fyrir sjálfa keppnina.
Núna síðustu ár hafa þeir verið í tómu rugli að bæta við allskonar bensín reglum. Í fyrra mátti maður bæta við því bensíni eftir tímatökuna sem maður hafði eytt í henni. Það þýddi að ökumenn eyddu bara fyrsta hlutanum í að eyða bensíni til þess að létta bílinn.
Til þess að koma í veg fyrir það að þá breyttu þeir því núna þannig að ekki megi bæta neinu við eftir tímatökuna. Auðvitað bregðast ökumenn þá við því með því að spara bensín og keyra hægt og þá eru settar enn einar reglurnar til þess að koma í veg fyrir það.
Og þar sem bensín bannið gildir bara fyrir 10 efstu að þá er betra að lenda í 11. sæti en því 10.
Ég vil sjá hreina keppni, ekki neinar regluflækjur.
Uppræta lull í tímatökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 8. desember 2007
Formúla 1: Keppni í reglusvígi
Aldrei ætlar FIA að læra að reglurnar eru að eyðileggja þessa íþrótt.
Fyrst var bannað að skipta um dekk, svo var það skylda að nota tvær týpur af dekkjum.
Tímatökurnar snúast ekki um það hver er fljótastur, heldur hver er með minnst bensín á bílnum.
Þú ert í vondum málum ef vélin springur í keppni, því þá færistu aftur um 10 sæti í næstu tímatöku, nema í öðru hverju móti.
Einu sinni var gripstýring bönnuð nema ef maður lét sjálfskiptinguna sjá um hana.
Það er bannað að taka bensín rétt eftir að öryggisbíllinn kemur út, þó maður sé að verða bensínlaus.
o.s.frv
Þetta er ekki lengur spurningin hver er besti ökumaðurinn á hraðasta bílnum, þetta er keppni hver finnur bestu leiðirnar framhjá reglunum.
Ætli liðin taki ekki bara upp á því að skella bílunum ofan á flugvélar til að prófa loftmótstöðu núna eftir að takmörk eru sett á vindgöngin.
FIA takmarkar notkun vindganga á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar