Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 16. júní 2008
Hvar er varnarmálastofnun núna?
Á meðan við borgum frökkum stórfé fyrir að elta rússneska birni sem fljúga í kring um landið að þá ganga grænlenskir birnir hér á land hver á eftir öðrum alveg án þess að frakkarnir verða þess varir.
Er nýja varnarmálastofnunin ekki alveg að bregðast þarna?
Vill nefna björninn Ófeig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Markaðssnillingar
Fyrirtæki sem tekst reglulega að selja sínum markhópi ódýrt plast með nokkrum beittum stálköntum á nokkur þúsund krónur pakkann, hljóta að hafa einhverja færustu markaðsfræðinga innanborðs.
Og á þriggja mánaða fresti að þá breyta þeir hönnuninni þannig að allir kaupa sér nýtt sett. Hér í DK kostar þannig sett 4000 kall, og þegar maður þarf ný blöð í þetta að getur pakkinn kostað á þriðja þúsund krónur.
Miðað við hvað er í þessu, framleiðsluaðferðir og fjöldann sem framleiddur er að þá væri eðilegt verð líklega um tíundi hluti, en eina ástæðan fyrir því að þetta er ekki selt á því verði er sú að fólk er tilbúið að borga langt um miera fyrir það að það standi Gillette á pakkanum.
Rakvélablöðin bara við kassann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
100% hækkun
Þetta er sniðug þjónusta en mér þykir heldur smyrjast á aukagjöldin ef maður notar þetta.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ansi lélegur að fara í miðbæinn þegar ég er á landinu og þyrfti því sjálfsagt að borga mánaðargjald einhverja mánuði alveg án þess að nota þjónustuna.
Við skulum hins vegar gera ráð fyrir notenda sem leggur í stæða bílastæðasjóðs um 12 sinnum í mánuði eða 3svar í viku. Mánaðargjaldið er 299 kr sem þýðir 25 krónur fyrir hvert stæða. Hvert SMS kostar síðan 10 eða 19, eftir hjá hvaða símafyrirtæki maður er hjá, og maður þarf að senda SMS bæði þegar maður leggur og þegar maður fer aftur.
Ef maður er því að skreppa inn í búð á gjaldsvæð 2 og er í ca 30 min að þá kostar það 40 kall með gömlu aðferðinni, en 85 krónur með þessari þjónustu. Þetta er yfir helmings hækkun.
Vissulega er hækkunin ekki jafn mikil hlutfallslega ef maður leggur á dýrara gjaldsvæði eða er í lengri tíma, en á móti kemur að ef þú ert með síma hjá stærsta símafyrirtækinu að þá kostar hvert SMS 19 krónur í staðin fyrir 10 krónur. Einnig held ég að margir fari ekki mikið ofar en einu sinni í viku í miðbæinn, sem þýðir að mánaðargjaldið væri 75 kall í hvert stæði.
Kosturinn við þessa aðferð er þó að maður þarf bara að borga fyrir þann tíma sem maður notar.
Ég hugsa líka að ég mundi í það minnsta prófa þessa þjónustu ef það væri ekkert mánaðargjald heldur frekar aukagjald á hvert stæði. Þá mundi líklega frekar stór notendahópur hafa þetta sem nokkurskonar varaleið þegar það hefði ekki klink eða til þess að framlengja tímann án þess að fara aftur að bílnum á meðan þeim sem væri sama um aukagjöldin mundu líklega nota þetta eingöngu.
Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
kútur lítill, mömmusveinn
Nýtti sér herþyrluna til að tína sveppi handa móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar