Sunnudagur, 8. júní 2008
Eftir 20 vikna óstjórn
Eftir 20 vikna óstjórn í nýjum meirihluta er loks búið að skipta um manninn í brúnni.
Eftir 35 vikna þrjósku þar sem hvert hneykslið á fætur öðru hefur rústað fylgi Sjálfstæðismanna, að þá gáfust þeir loksins upp á að halda pólitísku lífi í góðlátlegum borgarfulltrúa, sem gerði þau mistök að gerast borgarstjóri, og leyfa krónprinsessunni að taka við.
Prinsarnir eru reyndar ekki alveg sáttir við þetta því þeir vildu halda í gamla góðláta borgarfulltrúann áfram svo þeir næðu að styrkja stöðu sína gagnvart krónprinsessunni. Opinbera stefnan er hins vegar, alveg eins og hún er búin að vera, að allir eru ánægðir og allir styðja alla -svona á yfirborðinu.
Ég vona það hins vegar innilega að borgarfulltrúarnir hætti núna þessum innbyrðis deilum og byrji loksins að vinna að hagsmunum borgarbúa.
Hver veit, ef við erum heppin að þá koma þeir kannski auga á stóra vandamálið sem 72% borgarbúa hafa þegar komið auga á. Núverandi meirihlutasamstarf er gjörsamlega óhæfur til þess að stjórna borginni.
Skipulag Vatnsmýrarinnar verður í óvissu út kjörtímabilið, REI málið er óleyst og hætta á að starfsmennirnir labbi þar út með þekkingu OR með sér, útlit er fyrir að borgin muni stórtapa á fasteignabraski í miðbænum og aðeins 11% borgarbúa eru ánægðir með þann sem Sjálfstæðisflokkurinn seldi sæti borgarstjóra.
Gerið borgarbúum þann greiða að hætta vitleysunni og bjóða okkur upp á starfhæfan meirihluta.
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Mikilvægara íslenskt sérákvæði
Það er mun mikilvægara fyrir okkur að fá sérákvæði frá þessum reglum en frá almennu Kyoto ákvæðunum.
Flug er eina samgönguæð landsins við önnur lönd, fyrir utan Norrænu, og kvóti á flugsamgöngur mun hafa verulega íþyngjandi áhrif á samskipti íslendinga við útlönd.
Einnig er ljóst að samkeppni mun nánast hverfa í flugi til og frá Íslandi, þar sem nánast útilokað væri fyrir ný flugfélög að koma inn á markaðinn.
Sömu rök gilda líka fyrir Grænland og Færeyjar og mikilvægt að vinna saman að því að hlustað sé á þau og tekið tillit til okkar hagsmuna.
Flugfélög gætu þurft að kaupa losunarkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Á hraunið með hann
Fyrir nokkrum dögum tók lögreglan (væntanlega) annan ökumann sem var réttindalaus og bæði fullur og undir áhrifum lyfja.
Það er eins og það skipti suma engu máli þó þeir séu sviptir prófinu, þeir halda áfram að keyra og það sem verra er, þeir keyra þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þeir drepa einhvern.
Þeir gætu eins hent hnífum að handahófi af svölum niður á gangstéttina fyrir neðan.
Hvað er hægt að gera við þannig fólk annað en að að bara henda þeim í steininn?
Ölvaður á 171 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Undarlegt í heimi sem býr við matvælaskort
Um þessar mundir er ráðstefna í gangi á vegum Sameinuðu Þjóðanna um hátt matvælaverð í heiminum og hungur heilla þjóða.
En þegar búið er að skjóta hvítabjörn, að þá verður að henda kjötinu vegna þess að hvítabirnir eru friðaðir. Engu máli skiptir að björninn hafi ekki verið skotinn fyrir kjötið.
Það er hins vegar allt í lagi að stoppa björninn upp, þó að það þyki örugglega eftirsóknarverðra að fá uppstoppaðan hvítabjörn en að fá kjötbita.
Ekki það að þessi unglingsbjörn muni fæða heiminn að þá skýtur þetta skökku við um þegar Vesturlönd eru gagnrýnd fyrir að henda of miklu af mat.
T.d. hefði verið hægt að bjóða upp kjötið og ágóðinn látinn renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands, ég er viss um að það skili ekki minni upphæð en ljósmyndirnar hans Viggó.
Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Er dýrategundin maðurinn ekki friðuð?
Það hefði verið gott ef bjössi hefði náðst á lífi, og honum jafnvel skutlað heim með heimspressuna með í för svo landið fengi gott P.R.
Það skiptir hins vegar engu máli hve friðað dýr er, eða í hve mikilli útrýmingarhættu það er í ef það er talið ógna öryggi manna.
Maðurinn ber vissa ábyrgð á velferð annarra dýra en okkar fyrsta skylda er alltaf við menn. Þess vegna þarf enginn maður leyfi til þess að skjóta hvítabjörn ef af honum stafar hætta.
Ef um hefði verið að ræða "óbreytta" veiðimenn sem hugsanlega hefðu fellt björninn bara upp á sportið að þá væri hægt að gagnrýna þetta, en það er alveg skýrt að það átti að svæfa þennan björn ef það væri hægt, en lögregla mat það þannig að hætta stafaði að honum.
Þar með er málið útrætt að mínu mati.
Skaðar alþjóðlega ímynd landsins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Óviðbúandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins
Það er alveg óþolandi hvernig Orkuveitan hefur þurft að líða fyrir getuleysi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins til þess að taka á sínum málum.
REI hafði möguleika á að skapa heilmikil verðmæti úr þekkingu Orkuveitunnar með verkefnum erlendis. OR hefur mikla reynslu í að búa til "græna" orku, í heimi þar sem orkuverð fer sífellt hækkandi og þar sem hin svokallaða græna orka er sérstaklega eftirsótt.
Því er ljóst að svona verkefni geta gefið af sér verulegan gróða og m.a. ráðast sum ríki í dýr og erfið stríð til þess að tryggja þess-lenskum fyrirtækjum samninga í orkugeiranum, samanber Íraksstríðið og verkefni bandarískra olíufyrirtækja þar í landi.
Aðferð REI var hins vegar mun friðsamlegri og byggir einfaldlega á samningum við stjórnvöld í hverju landi, en megin ástæða þess að stjórnvöld út um allan heim eru tilbúin að semja við REI er vegna reynslunnar sem REI hefur aðgang að.
Vissulega er áhætta fyrir hendi í öllum verkefnum en með því að hafa þessa starfsemi í sér fyrirtæki er áhættan fyrir OR lágmörkuð auk þess sem hægt væri að fá alþjóðlega fjárfesta inn í einstök verkefni.
Stjórn fyrirtækisins mundi síðan, eins og öll önnur fyrirtæki gera, ákveða hvort ágóði verkefnisins er áhættunnar virði í hverju tilfelli. Ef vel er af öllu staðið að þá ætti að vera hægt að innleysa verðmætin sem fólgin eru í þekkingunni og þannig annaðhvort skila arðinum til eigenda OR, borgar- og bæjarbúa eiganda hennar, eða lækka orkureikning notenda hennar.
Það er hins vegar eins og það brjóti gegn sannfæringu sumra Sjálfstæðismanna að hið opinbera geti grætt á einhverju, það sé nefnilega heilagur einkaréttur einkaaðila.
Þess vegna er það að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við REI. Fyrst átti að sameina það, en það klúðraðist illilega því að Villa lét ekki næga að kynna sameininguna ekki fyrir félögum sínum, hann kynnti sér hana ekki einu sinni sjálfur. Þess vegna átti að selja REI í skyndi í einni mestu lægð sem sést hefur á fjármálamarkaðnum. Þetta var í algjörri mótsögn bæði við vilja borgarbúa og allra annarra flokka í borgarstjórn, þ.m.t. samstarfsflokknum, og því fór sem fór að sá meirihluti sprakk.
Flokkarnir ákváðu síðan að fara yfir það hvað hefði farið úrskeiðis og voru varla fyrr búnir að því en að þeir ábyrgu stela aftur meirihlutanum með því að kaupa Ólaf F, aftur í óþökk borgarbúa. Enginn tekur pólitíska ábyrgð á öllu klúðrinu.
Nú er staðan sú að Sjálfstæðismenn tala um að selja REI, eða allt úr REI, á meðan Ólafur F vill ekki selja. En til þess að láta einhvern sæta ábyrgð, að þá reka þeir forstjórann.
Þetta er algjörlega óþolandi staða fyrir starfsmenn REI og OR og það eru vaxandi líkur á því að starfsmennirnir muni einfaldlega færa sig yfir til einkafyrirtækja, og þá mun þekkingin renna úr OR eins og vatn í gegnum gatasigti.
Þá geta einkaaðilarnir fengið að græða á þekkingunni frá OR, sem væntanlega er í samræmi við sannfæringu Sjálfstæðismanna.
Mín sannfæring er hins vegar að, borgar- og bæjarbúar sveitarfélagann sem eiga OR eigi að njóta verðmætanna sem felast í þessari þekkingu og ég reikna með að þeir borgarbúar sem eru sammála því, krefjist afsagnar núverandi meirihluta borgarstjórnar.
Buðust til að taka yfir verkefni REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þráhyggja BíBís
Strax eftir jarðskjálftann fóru í gang vel skipulagðir ferlar og sjúkrabílar voru farnir af stað austurfyrir fjall innan mínútna ásamt lögreglu.
Lögregla og sjúkralið frá fleiri stöðum brugðust einnig við og einhverjir lengra frá fóru í að sjá um svæði þeirra sem fóru á skjálftasvæðið.
Ég býst fastlega við því að þeir sem ekki voru á vakt hafi verið kallaðir út, og því hefur það væntanlega verið bílaflotinn sem takmarkaði liðstyrkinn.
Allt gekk eins og í sögu og fljótlega höfðu fleirihundrað manns brugðist við kallinu og komið til hjálpar.
En nei, það er ekki nóg fyrir dómamálaráðherrann, því hann vill nota þetta sem afsökun til þess að stofna varaliðið sitt svo hann hafi það til að siga á vörubílstjóra og umhverfismótmælendur.
Það eina sem hann gleymir er að varaliðið á að vera að stórum hluta byggt upp af Björgunarsveitunum. Hmmm.... hvar voru björgunarsveitirnar á fimmtudag? Sitjandi heima hjá sér uppi í sófa horfandi á sjónvarpið? Ó nei, þær voru kallaðar út innan nokkurra mínútna frá skjálftanum.
Björn ætti að hætta þessari þráhyggju og frekar að byrjast afsökunnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og dómamálaráðuneytinu að hafa brotið á mannréttindum pólitískra andstæðinga flokksins á tímum kalda stríðsins.
Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 31. maí 2008
Úr myrkrinu heyrði ég rödd er sagði, hlæðu, ver glaður...
Úr myrkrinu heyrði ég rödd er sagði, "Hlæðu, ver glaður, þetta gæti verið verra".
Og ég hló og var glaður, og þetta varð verra!
Þennan frasa heyrði ég sem strákur, þýtt af þýsku barmmerki, og tók í svolítið uppihald vegna skemmtilegrar kaldhæðninni í honum.
Mér datt hann í hug núna vegna þess að það er engu líkara en að nýi meirihlutinn fari einmitt eftir þessari rödd.
Ólafur og dvergarnir sjö brosa allir voða blítt, keppast við að lýsa fullu trausti á hvern annan og þegar kannanir sýna að kjósendur bera ekkert traust til þeirra að þá biðja þeir um tíma, frið og að vera dæmdir af verkum sínum.
Og hvað gerist síðan? Núna hafa þeir fengið lengri tíma en síðasti meirihluti til að sanna sig og útlitið hjá þeim verður stöðugt verra.
Ef að maður sæi ekki hvernig borgin er að líða fyrir þetta ástand að þá mundi maður sjálfsagt bara halla sér aftur og bíða spenntur eftir næstu könnun.
Farið nú að vakna upp og gerið það sem er borgarbúum fyrir bestu.
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 30. maí 2008
Misnotkun trúarbragða á börnum
Stuttu eftir að þetta mál allt komst í hámæli að þá var viðtal við nokkrar mæður innan söfnuðarins á CNN.
Þó að maður finni að sjálfsögðu til með mæðrunum þegar börnin hafa verið tekin af þeim að þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það sé börnunum fyrir bestu losna úr greipum þessa söfnuðar, hvort sem börn hafi verið neydd í hjónaband eður ei.
Það var svo greinilegt á mæðrunum að í söfnuðinum líðst ekki nokkur sjálfstæð hugsun, allar konur voru eins klæddar og með sömu hárgreiðsluna og það þarf varla að taka það fram að börnunum var aðeins kennt í samræmi við biblíuna, og þar með er þekkingu viljandi haldið frá þeim.
En versta brotið var siðgæðismatið sem er troðið á alla. Þarna er aðeins sannkristið siðgæði sem er leyfilegt og það er ákvarðað af biblíunni og leiðtoga safnaðarins og hafið yfir gagnrýni.
Það þýðir ekki aðeins að meðlimir safnaðarins sætta sig við heldur einnig að ekkert athugavert sé við það að börn séu látin giftast, og eins og haft hefur verið eftir einni móðurinni, að enginn aldur sé of ungur til þess að giftast. Sjálfstætt mat á réttu og röngu er skipulega brotið niður.
Kirkjunnar menn réðust harkalega að menntamálaráðherra í vetur fyrir það að ætla að taka orðalagið kristilegt siðgæði út úr grunnskólalögum og töldu þetta vera árás á kirkjuna og kristnina. Margir þeirra, þar með talinn biskupinn, telja einnig að trúleysingjar séu séu siðlausir þar sem þeir hafi ekki trú sem segir þeim hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að trúleysingjar breyti því bara eftir hentugleika hvað sé rétt og rangt.
Þetta er auðvitað kolrangt. Þeir sem eru trúlausir hafa alveg jafn gott, ef ekki betra, skynbragð á muninn á réttu og röngu en kristnir landar þeirra. Þeir hafa þróað það með sér frá fæðingu og eru síst verri þjóðfélagsþegnar en þeir kristnu.
En það sem meira er, lang flestir kristnir íslendingar hafa þróað sitt siðgæðismat á nákvæmlega sama hátt. Þeir fara í það minnsta ekki eftir siðgæðismati biblíunnar, sem betur fer. Því þá væri vel t.d. grýtingar og þrælahald vel ásættanlegt ásamt mörgu öðrum slæmum hlutum sem biblían veitir fordæmi fyrir. Sem betur fer velja flestir kristnir íslendingar það út úr biblíunni sem passar við þeirra siðferði og bæta því einnig við sem vantar í biblíuna.
Og þetta er einmitt nokkuð sem á að hvetja til, að börn fái að setja sjálfstætt mat á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að beita gagnrýnni hugsun á það sem aðrir segja þeim og þannig vernda þau frá að festast í greipum misjafna trúarleiðtoga, sem við höfum því miður dæmi um, eða einfaldlega til þess að geta betur staðist slæman félagsskap.
Það að brjóta niður gagnrýna hugsun, eins og ég tel að þessi söfnuður gerir, er misnotkun í sjálfu sér og réttlætir eitt og sér að börn séu tekin þaðan.
Börnum verði skilað til foreldra á búgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Eru lykilbyggingar illa byggðar?
Ég veit ekki betur en að allar byggingar, allavega á SV horninu, eigi að þola skjálfta upp á 8 á stig sem er langt um stærri skjálfti en skjálfti upp á 6-6,7. En nú er að koma í ljós að ráðhús heilsugæslan í Hveragerði og Sjúkrahúsið á Selfossi hafa orðið fyrir skemmdum.
Þetta eru lykil byggingar en maður hefði haldið þessar byggingar væru hvað traustastar. Getur verið að húsin okkar séu ekki eins traust og við viljum halda, eða var þessi skjálfti bara með þeim hætti hann olli meira tjóni? Það er t.d. vitað að styrkleikinn segir ekki allt, staðsetning og dýpt skiptir miklu máli.
Þetta kemur sjálfsagt betur í ljós á næstu dögum, allavega vert að skoða það finnst mér.
Annars sendi ég bara kveðjur heim og vona að allir hafi sloppið án alvarlegra meiðsla.
Víða skemmdir í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar