Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

6 af 14 innlendum fréttum

Núna um helgina eru landsfundir tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Og Mogginn flytur okkur auðvitað fréttir af báðum fundum.Þegar þetta er skrifað eru 6 af 13 innlendum fréttum á forsíðu vefs þeirra frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ein er frá landsfundi Samfylkingarinnar og svo er líka ein frétt af formannskjöri hjá Landssambandi Kúabænda.Það er gott að vita að því að Mogginn breytist ekkert þrátt fyrir hrun, afskriftir og eigendaskipti.
mbl.is Davíð Oddsson ávarpar landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hirða fé

Pétri Blöndal fannst það alveg hryllilegt að til væri fé án hirðis. Það samræmdist nefnilega engan veginn stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Því tók hann sig til, ásamt fleirum, og sá til þess að þetta fé væri hirt.

 

Það tókst - nú er ekki lengur neitt fé án hirðis - í staðin kom starfsfólk án vinnu og almenningur án fjár, því almenningur verður látinn borga þetta eins og allt annað.

 

Nú er aldeilis búið að hirða fé af almenningi en samt  sem áður þrjóskast Sjálfstæðismenn við og segir að stefnan hafi ekki brugðist. Þeir ætla engu að breyta hjá sér nema nöfnunum á frambjóðendunum.

 


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"stundum kviknar í rafmagnsleiðslum í þotunni"

Mogginn segir að stundum kviknar í rafmagnsleiðslum í nýju Airbus risaþotunni.

Laus eldur um borð í flugvélum er með hættulegustu atvikum í flugi og ef það gerðist ítrekað í ákveðinni flugvélategund að þá væri allar vélar af þeirri gerð kyrrsettar og orðspor framleiðandans varanlega skaðað.

Mogginn skrifar um þetta eins að þetta sé nóg biggy, shit happens.

 

Sem betur fer fyrir Airbus, ef marka má erlenda fjölmiðla, að þá er vandamálið "aðeins" að hitaskemmdir séu á rafmagnsköplum í vélinni.

Það er svo sem nógu alvarlegt vandamál, en hvernig er hægt að rugla þessu tvennu saman í þýðingu? 


mbl.is Óánægja með Airbus-þotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó!

Ég er enginn aðdáandi Ingibjargar en er heldur alls ekki illa við hana, en ég tel þetta hafa verið rétt ákvörðun hjá henni. og því segi ég Bravó.  Fyrir því eru 3 ástæður.

1. Heilsan gengur fyrir. Þegar maður keyrir sjálfan sig áfram á 110% um leið og maður er að takast á viðalvarleg veikindi að þá gerir það bata erfiðari.

2. Þegar maður er veikur þá á maður nóg með sjálfan sig og er ekki í neinu standi til þess að leiða flokk, hvað þá heila þjóð.

3. Síðast en ekki síst, að þá kom hrunið á vakt Ingibjargar og hvort sem hún ber einhverja sök eða ekki að þá hafði hún ekki lengur traust til forustu. Og ef maður hefur ekki traust fólks að þá getur maður ekki leitt það áfram.

 

Núna þarf Jóhanna að taka við keflinu, í minnsta kosti næstu fjögur árin. Hún er sá eini innan Samfylkingarinnar sem hefur nægilegt traust til þess að leiða flokkinn. Og ef hún hefur ekki áhuga á formannsstólnum til framtíðar að þá á hún samt að setjast í hann tímabundið en gefa það út að hún hyggist bara sitja í fjögur ár. Þannig fær Samfylkingin góðan tíma til þess að finna sér nýtt leiðtogaefni.

 

Ég óska Ingibjörgu góðs bata og vona að hún nái sér sem fyrst.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrast er að ég ráði öllu

Eins og Birgir bendir á að þá er rekstur Alþingis dýr til þess að spara finnst mér að það ætti að leggja bæði það og ríkisstjórnina niður og láta mig bara sjá um þetta allt.

Kosningar eru líka dýrar og óþarfa lúxus núna þegar allir þurfa að spara.

En í alvöru talað að þá snýst þessi málflutningur aðeins um það að Sjálfstæðisflokkurinn er skíthræddur við það að almenningur fá að endurreisa lýðræðið á kostnað flokksræðisins.

Stjórnkerfi okkar er rotið, lýðræðið okkar er í molum og hver einasta breyting sem gerð hefur verið á stjórnarskrá og kosningalögum hefur styrkt núverandi flokka í sessi.

Þess vegna er bráðnauðsynlegt að halda stjórnlagaþing þar sem almennir pólitíkusar halda sig fjarri.

Og öfugt við það sem Sjálfstæðismenn reyna að telja fólk trú um að þá þarf stjórnlagaþing alls ekki að vera dýrt.

Það er fáránlegt að ætla stjórnlagaþingi að sitja í 18 mánuði. Við erum að tala um að fulltrúar væru venjulegt fólk sem er vant að vinna vinnuna sína án endalausra málalenginga. 3-6 mánuðir er alveg nægur tími til þess að vinna vandaða stjórnarskrá. Og jafnvel er ekki víst að starfið þyrfti að vera full vinna. Og þar með væri óþarfi að borga fullt þingfarakaup.

Það er líka hægt og jafnvel æskilegt að sleppa kosningu fulltrúana og velja þá frekar með hlutkesti annað hvort úr þjóðskrá eða meðal þeirra sem lýstu yfir áhuga á þátttöku.

Þannig ætti að fást gott þversnið þjóðarinnar.

Lykilatriðið væri bara að almenningur fengi að kjósa um nýju stjórnarskránna án þess að Alþingi fiktaði í tillögunum fyrst.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ákvæðið ekki "bara barn síns tíma"?

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú ekki verið að láta lög stoppa sig síðustu ár og ekki hefur stjórnarskráin heldur verið hátt skrifuð hjá þeim.

Núna þegar traust á yfirvöldum er í sögulegu lágmarki að þá er mikilvægt að fá einhvern í þetta jobb sem almenningur treystir.

Sama hvaða íslendingur hefði verið valinn í þetta að þá hefði fólk tengt hann einhverjum flokki, og ef það hefði ekki tekist að þá hefði hann verið flokkaður með einhverjum útrásarvíkingnum.

Þarna virðist vera hæfur maður sem ekki er hægt að tengja inn í flokksklíkurnar. Um það er ekki deilt.

Eini gallinn við hann virðist vera þjóðerni mannsins.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli að hæfur norðmaður sinni þessu tímabundið þar til búið verður að auglýsa stöðuna.


mbl.is Stjórnskipuleg óheillaskref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband