Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Bjössi bara fattar ekki

Forsetinn á ekki að blanda sér í hversdaglega flokkapólitík heldur að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Og það er nákvæmlega það sem þetta gengur út á hjá Óla.

Hann er að telja fram það sem hann telur að þjóðin þurfi til þess að sátt náist í þjóðfélaginu og að traust eigi að nást á milli almennings og stjórnvalda.

 

Ekkert að þessu ætti nokkur flokkur að setja sig upp á móti. Ekki nema að persónuleg óvild þeirra á forsetanum sé sterkari ósk þeirra um bættan þjóðarhag.

 

  1. Samfélagssátt
  2. Bráðaaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
  3. Kosningar
  4. Umræður og hugsanlegar breytingar á stjórnskipun landsins. 

 Þetta eru einfaldlega meðal mikilvægustu verkefnum næstu stjórnar sama hvort forsetinn leggur það til eða ekki.


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þetta

Mér líst ansi vel á að gera svona appelsínugula byltingu.

 

Ég styð friðsamleg en ágeng mótmæli held ég að sé vænlegast til árangurs núna. Það þarf að passa að enginn meiðist en hins vegar skulu ríkisstjórnin og almennir þingmenn ekki fá að láta eins og þeir heyri ekki í mótmælendum.

Það er alveg að takast, það þarf bara smá þolinmæði.

 

 

 

Síðan hérna er komin í byltingarlitinn.


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum vopnahlé milli mótmælenda og lögreglu

Það hefur verið mikið álag á lögreglunni síðan á þriðjudag, lögreglumenn hafa þurft að standa vaktina stærsta hluta sólarhringsins og það með skyrsletturnar á sér.

Það er því skiljanlegt, þó það afsaki það ekki, að einhverjir lögreglumenn hafi gengið of lengt með kylfu eða úðabrúsa. Og sumir mótmælendur hafa líka gengið allt of langt.

 

Ég styð alveg ágeng mótmæli, þar sem mótmælendur neita að færa sig eða jafnvel að umkringja bíl Geirs, lemja Alþingishúsið o.s.frv. og ég græt það ekkert þó einhverjar rúður brotni.

 

Það þarf hins vegar að vera algjör grundvallarregla að valda ekki meiðslum á fólki. Þess vegna er það algjörlega óafsakanlegt að kasta grjóti í fólk. Það er í raun stórhættuleg líkamsárás.

Þess vegna er það skiljanlegt en um leið mjög sorglegt að lögreglan grípi til táragas í fyrsta skipti í næstum 60 ár. En því miður veldur það líklega því að mótmælendur gangi enn lengra.

 

Almenningur er ekki að mótmæla lögreglunni en út af þessum átökum er öll athyglin á þetta. Fjölmiðlar fara að tala við lögguna og spyrja hana útúr í stað þess að fjalla um ríkisstjórnina og krefja hana um viðbrögð við mótmælunum.

 

Ég skora á mótmælendur og lögregluna að slíðra sverðin og reyna að vinna saman. Við byggjum ekki nýtt Ísland með grjótkasti og táragasi.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Ef fréttin í Kastljósi um ráðningu á þyrluflugmönnum er rétt að þá er það klárlega spilling á háu stigi.

Þarna virðist embættismaður fara með þyrlusveitina sem sína einkaeign og hunsar algjörlega skyldur sínar um að gæta jafnræðis, hlutleysis og að tryggja að ráðið sé á faglegum forsendum.

Það sem meira er, ríkið er alveg örugglega skaðabótaskylt gagnvart umsækjendunum.

Hvort sem sá sem stóð að ráðningunni hafi annars staðið sig í starfi eða ekki skiptir ekki lengur máli, það að svona sé staðið að málum þýðir að sá hinum sama er ekki lengur stætt í starfi. Spilling á ekki að líðast, ekki á neinum stigum stjórnkerfisins.

 

En þar komum við einmitt að vandamálinu. Ráðherrar hafa það að reglu fremur en hitt að ráða ófaglega í stöður. Þjóðin er meira að segja svo vön þessari spillingu að hún kippir sér ekki lengur upp við það.

Getum við krafist að spilltir embættismenn víki þegar spilltir stjórnmálamenn sitja sem fastast?

Af hverju ættu embættismenn ekki að vera spilltir. Börnin læra nú einu sinni það sem fyrir þeim er haft.


mbl.is Flugmaður í mál við Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband