Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Föstudagur, 26. desember 2008
Heilt kjörtímabil afturábak
Það er ekkert smá skref til baka sem launamenn þurfa að þola. Á örfáum vikum höfum við farið fjögur ár aftur í tímann vegna bankahrunsins.
Og á sama tíma lætur Geir H Haarde og félagar hans í ríkisstjórn eins og hrunið sé bara eitthvað sem við lentum í. Bara eins og innbrot sem húseigandinn á enga sök á.
En hver seldi bankana og sá til þess að eigendur þeirra hefðu frelsi til að spila Mattador með þjóðina að veði?
Jú kannski er þetta eins og að lenda í innbroti. Manni líður svona svipað, að einhver ókunnugur hafi vaðið inn til manns á skítugum skónum og hirt öll verðmæti af manni án þess að bera nokkra virðingu fyrir húsinu eða þeim sem þar búa.
En í raun getur maður varla ásalað innbrotsþjófunum þegar húsbóndinn skildi allt eftir galopið fyrir hvern sem er að ganga inn og hirða sem hann vildi.
Fjögur ár horfin. Sá litli árangur sem verkföll, yfirvinnubönn og fjöldauppsagnir hafa borið, fyrir utan bara almenna kjarasamninga, allt farið og á meðan hækka öll lán upp úr öllu valdi.
Og á meðan lætur ríkisstjórnin eins og þetta sé bara eitthvað sem skeði og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Engar afsagnir. Engar kosningar boðaðar. Ekki einu sinni afsökunarbeiðni.
Nei nei, skríllinn fær bara að segja sitt álit eftir 2 ár þegar vonandi nógu margir verða búnir að gleyma málinu.
Ég spái því nú samt að fólkið muni muna þetta, enda ekki auðvelt að gleyma reikningi upp á 750 þús eða meira á haus, þar með talið nýju jólabörnin.
![]() |
Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Milljarðaþjófnaður ekki milljarðahagnaður
Hvað er þetta annað en þjófnaður þegar maður fær fjórðung af 8,6 milljörðum á 1 milljarð?
Ekki bauðst mér að kaupa í þessu fyrirtæki á hálfvirði þannig annað hvort hefur Finnur haft stjórn Samvinnutrygginga í vasanum eða þá kann þetta fólk ekki að reikna.
Í hvert skipti sem svona spillingarmál koma upp án þess að viðkomandi séu sóttir til saka, að þá lækkar siðferðisstaðall landsmanna og þeir sætta sig við meiri spillingu án þess að mótmæla því.
![]() |
Milljarðahagnaður á viðskiptum með Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Sjálfstæðisflokkurinn lætur kúga sig
Þá er það staðfest, ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki rekið einn vanhæfasta Seðlabankastjóra á byggðu bóli er að hann er mað fyrverandi stærsta stjórnmálaflokk landsins í vasanum.
- Maðurinn sem einkavinavæddi bankana.
- Maðurinn sem bjó til umhverfið fyrir útrásarvíkingana
- Maðurinn sem aðskyldi Fjármálaeftirlitið frá Seðlabankanum
- Maðurinn sem skipaði sjálfan sig Seðlabankastjóra
- Maðurinn sem hélt uppi peningamálastefnu sem hafði gríðarlega slæm áhrif og hærra vaxtarstig en Sykileyjarmafían treystir sér til að hafa á sínum okurlánum
- Maðurinn sem brást kolvitlaust við hruni Glitnis
- Maðurinn sem tilkynnti um Rússalánið sem ekki var
- Maðurinn sem lækkaði vextina þegar hann vissi að hann þyrfti að hækka þá aftur að skipun AGS nokkrum dögum síðar
- Maðurinn sem situr í skjóli hótunnar um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.
(fólki er frjálst að bæta við listann)
Til hamingju allir Sjálfstæðismenn. Þið eruð aðilar að mestu hneysu í íslenskri stjórnmálasögu, og þó víðar væri leitað.
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar