Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Af hverju ættu fjárfestar að bera traust til Íslands

Ísland missti allt traust heimsins á nokkrum dögum með endalausu klúðri og "misskilningum".

Seðlabankinn er búinn að reyna að þvinga fram traust á krónunni með okurvöxtum sem höfðu þveröfug áhrif og þegar allt fellur eins og spilaborg og margir hafa misst allt sitt og efnahagskerfið er gegnfrosið að þá á að hækka vexti enn meira til þess að fá fjármagn inn í landið.

Vandamálið var hins vegar aldrei að vextirnir væru eitthvað of lágir. Aðal vandamálið er að ríkisstjórnin ætlar að axla ábyrgð með því að sitja sem fastast og halda þar að auki verndarhendi yfir þeim manni sem ber hvað mesta ábyrgð á ástandinu og styðja hann áfram sem skipstjóra Seðlabankans.

 

Ég mundi ekki treysta þessu liði þó vextirnir væru 100%.


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NO FUCKING WAY!

Það er ekki séns á að ég ætli að taka á mig risavaxið lán til þess eins að tryggja breskum ríkisborgurum spariféð sitt.

Það að Íslendingar hafi verið í ábyrgð upp að 20 þús Evrum fyrir 300000 Icesave reikningum er auðvitað hneyksli, en ef að ráðherrarnir eru svo miklar druslur og aumingjar að þeir ætli að láta þjóðina borga umfram það að þá er ég hættur að borga skattana mína.

Herra Brúnn getur bara átt sig og sín hryðjuverkalög.


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn! Ekki fyrir að leyna skýrslunni heldur...

Stóra hneykslið við þessari frétt ekki að skýrslunni hafi verið haldið leyndri. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að skýrslan hefði gert illt verra ef hún hefði fengið að sjá dagsljós í sumar og að skynsamlegt hefði verið að halda henni leyndri á meðan unnið væri markvist að því að draga úr umfangi bankanna erlendis og gjaldeyrisvaraforðinn aukinn umtalsvert.

Hneykslið er hins vegar það að ekkert var gert til þess að forða þessari kreppu.Jafnvel þó að enginn hefði séð skýrsluna nema topparnir í Landsbankanum að þá var það siðferðisleg skylda þeirra að bregðast við og reyna að forða því að landið riðaði á barmi þjóðargjaldþrots ef lausafjárskortur myndaðist í heiminum.

En það sem gerir þetta enn alvarlegra er að fulltrúar bæði seðlabankans og fjármálaráðuneytisins var kynnt skýrslan án þess að nokkuð væri gert.Þeir settust ekki einu sinni niður til þess að skipuleggja hvað ætti að gera ef/þegar vart yrði við lausafjárkreppu í heiminum, og þess vegna þurfum við að horfa upp á ráðamenn landsins rembast við að bregðast við hverju vandamáli eftir að það er komið fram og er við það að þurrka út þjóðarbúið.

Eftir stöndum við í rústum landsins og það eina sem Geir getur gert er að vona að ástandið fari nú að lagast.

 

Ég vona að ráðamenn, t.d. yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins sem áttu að vita um þessa skýrslu, muni taka ábyrgð á því að hafa brugðist þjóðinni, segi af sér og snúi sér frekar að dýralækningum eða bókaskrifum. Á þeim vettvangi stafar í það minnsta minni hætta af afglöpum þeirra.

 

Ég veit það hins vegar að það eru svipaðar líkur á að sú von verði að veruleika og að von Geirs H Haarde verði að veruleika. 


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindi skipstjórinn

Mikið er ég orðinn leiður á aumingjaskapnum í þessari ríkisstjórn okkar. Hún virðist engan veginn vera hæf til að taka á málunum, stoppa frjálst fall krónunnar og koma á vaxtastigi sem fyrirtæki geta búið við.

Það eina sem kemur frá forsætisráherranum er að hann voni "að botninum sé náð" en að þetta sé nú allt saman aðstæðum erlendis frá um að kenna.

Þó það sé rétt að það séu erfiðleikar um allan heima að þá er það okkur sjálfum að kenna að hún kemur svona sérstaklega illa við íslenskt efnahagslíf.

Síðastliðin ár hafa margir reynt að benda á þjóðin er skuldsett langt yfir haus en Geir hefur þá verið duglegur að tala um kaupmáttaraukningu þjóðarinnar sem var að sjálfsögðu honum að þakka.

95% skuldsettir bankar voru bara hið besta mál, því stjórarnir þar borguðu sjálfum sér svo vel að þeir áttu í vandræðum með því að eyða því.

Himinhár viðskiptahalli og heimsmet í stýrivöxtum voru líka í fínu lagi því kaupmátturinn var svo fínn, og algjörlega fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.

Nú þegar sú kaupmáttaraukning síðustu ára hverfur á nokkrum vikum og mánuðum þá getur Geir ekkert gert nema vonað að þetta fari nú að lagast.

 

Ég skora á þessa stjórn hætta þessum aumingjaskap og reyna að standa undir nafni, þ.e.a.s. að stjórna. Setjið fram alvöru markmið, t.d. gengisvísitöluna undir 170 stig fyrir áramót og verðbólgu undir 10%. Og svo að standa við það eða sæta ábyrgð ella.

 

Ef heimsmarkaðurinn á að fá traust á Íslandi að þá þarf ríkisstjórnin að fara að sýna lit, taka á málunum og síðast en ekki síst að gefa það út að hún muni sæta ábyrgð ef ekki tekst að ná stjórn á efnahagsmálum.

Það mun hins vegar enginn treysta blindum skipstjóra sem bara vonar að hann sé á réttri leið.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband