Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fylgdi einbýlishúsahverfi með í kaupæti?

Síðast þegar Villi keypti aðila burt að þá skellti hann einni 50 milljóna króna einbýlishúsalóð á besta stað, með í pakkann.

Það var nú bara smá salur í Mjóddinni upp á nokkra tugi milljóna. Húsin á Laugarveginum eru miklu stærri díll og spurning hvort 550 millur hafi verið nóg. Mér kæmi því ekki á óvart að næsta einbýlishúsahverfi falli í hlut Kaupangs, svona fyrir tilviljun.


mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-málefnasamningur

Á fréttamannafundinum talaði Ólafur um að borgarfulltrúar F-listans og Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist að samkomulagi um myndun meirihluta í borginni og hafi gert með sér málefnasamning.

Nú er það svo sem satt að borgarfulltrúar F-listans standi það þessu, þar sem hann er eini borgarfulltrúinn. Hins vegar hef ég ekki séð nokkurn annan af F-listanum lýsa yfir stuðningi við þennan meirihluta. Hitt er á hreinu að sá, sem gengt hefur hlutverki Ólafs sem borgarfulltrúi F-listans í um eitt og hálft ár, mun ekki styðja þennan lista.

En hvernig er svo málefnasamningurinn? Jú hann byrjar á því að ekki megi taka ákvörðun um framtíð flugvallarins á kjörtímabilinu. Það er ekki ákveðið að hann verði áfram eftir 2016 og heldur ekki ákveðið að það eigi að flytja hann. Það er bara samkomulag um það að taka enga ákvörðun.

Þetta er einmitt það sem við þurfum í borgarskipulagið, meiri óvissu. 

Ég er viss um að sjálfstæðismenn séu geðveikt ánægðir með svona ekki-málefnasamning.


mbl.is Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í borginni

Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins misstu klúðurlega völdin í borginni hafa þeir átt svolítið bágt. Það er því skiljanlegt að þeir séu tilbúnir til þess að fórna ýmsu til þess að komast aftur að völdum. Það er t.d. næstum því skiljanlegt hvernig þeir samþykkja að stoppa þróun Vatnsmýrarinnar og að láta litla flokkinn fá að vera borgarstjóra.

En bíðum við, hvaða litla flokk? Frjálslynda flokkinn? Nei, Ólafur er ekkert í honum. F-listann? Nei, því enginn nema Ólafur sjálfur kom að þessari meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum. Varamaður hans vissi ekki einu sinni af þessum viðræðum.

Ætli Ólafur ætli að sitja einn í öllum þeim nefndum sem hann fær í þessu samstarfi? Og hver verður skipaður varamaður hans?

Og svo er það stóra spurningin, hvað er langt í að Ólafur forfallist? Við lendum öll í því að verða veik, hvað gerist ef hann fær flensu?

Margrét Sverrisdóttir var alveg með það á hreinu að hún mundi standa við sín loforð og styðja fráfarandi meirihluta.  Þannig að það er ljóst að meirihlutinn mun sveiflast, jafnvel á vikufresti.

 

Ég er ekki viss um að hægt sé að gera Ólaf ábyrgan fyrir þessu. Hins vegar er það alveg á hreinu að Sjálfstæðisflokkurinn veit alveg hvað hann er að bjóða borgarbúum upp á ótrausta stjórnun með þessum meirihluta.

 

Kannski er tilgangurinn bara sá að ná að selja REI í brunasölu. Það var allavega stefnan hjá þeim þegar þeir misstu völdin. 


mbl.is Allt upp á borð varðandi REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn lætur borgina vega salt

Sjálfstæðisflokkurinn gerir greinilega allt til komast til valda, meira að segja að kaupa Ólaf F, sem hefur verið veikur mest allt kjörtímabilið, fyrir borgarstjórasætið, án þess að varamaður hans (sem hefur setið í hans stað) styðji meirihlutann. Því er það ljóst að meirihlutinn fellur í hvert skipti sem Ólafur forfallast.

Þannig mun mun borgin vega salt og enginn stöðuleiki sjáanlegur.

 

Og hvað á síðan að gera við REI? Ætla Sjálfstæðismenn að selja við fyrsta tækifæri?


mbl.is Nýr meirihluti kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg vinnubrögð Flokksmiðlanna

Mér finnst þetta ótrúlegar léleg vinnubrögð hjá bæði Fréttstofu Sjónvarps og Mogganum. Fréttin er greinilega röng.

Guðjón Ólafur talar um að flokkurinn þurfi að vísa ákveðnum gróusögum ákveðið á bug og nefnir dæmi um eina gróusöguna. Hann er ekki að taka undir hana heldur þvert á móti. Því eru fréttirnar augljóslega rangar og þó ég vilji helst sjá Framsóknarflokkinn hverfa að þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hver tilgangurinn hjá þessum miðlum sé að bera upp á Guðjón falskar sakir.


mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að meta hæfnina!!!

Eins og Árni sagði í Kastljósi í gær að þá er allt þetta mál nefndinni frægu að kenna.

Nefndin mat vitlaust hæfni umsækjenda vitlaust og með því að meta þann umsækjenda, sem augljóslega mundi fá stöðuna, minna hæfan en aðra að þá gróf hún undan tiltrú almennings á dómskerfinu.

Nefndin gerði einfaldlega bara mistök eins og Árni sagði en ég tel mig vita af hverju þessi mistök stöfuðu.

Nefndin starfar eftir reglum sem segir henni að meta hæfni umsækjenda á faglegum grundvelli og raða þeim eftir hæfni. Þarna er augljóst að það þarf að breyta þessum forsendum.

Meta á hæfni eftir eftirfarandi þáttum:

Fjölskyldutengsli umsækjanda við hátt setta flokksmenn. Því mikilsvægari flokksmenn og þeim mun skyldari, því betra.

Störf umsækjanda fyrir flokkinn eða störf fyrir hátt setta flokksmenn.

Lit flokksskírteini umsækjanda.

Eitthvert nám og starfsreynsla er æskileg svo auðveldara sé að breiða yfir raunverulega ástæðu stöðuveitingar. Rétt er að hvetja umsækjenda til að tiltaka hvert smáatriði allt niður í nemendaráðssetu í grunnskóla.

Ef nefndin hefði farið eftir þessum forsendum að þá hefði enginn gert neitt mál úr þessu og tiltrú almennings á dómskerfinu væri óskert.


mbl.is Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að krefjast afsagnar

Ingibjörg ætlar greinilega ekki að rugga ríkisstjórnar bátnum neitt út af þessu máli. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott því þarna er flokkurinn sem ég kaus að samþykkja alvarlega aðför af þrískiptingu valdsins, og ekki var staðan góð á því áður. Ekki veit ég hvort ég treysti mér til að kjósa þannig flokk aftur.

 

Samkvæmt stjórnskipun okkar er sjálfstæði dómstólanna mjög mikilvæg og forsenda þess að allir séu jafnir fyrir dómstólum. Þegar síðan sami stjórnmálaflokkurinn hefur skipað velflesta af þeim dómurum sem enn eru starfandi, að þá er það sérstaklega mikilvægt að aðeins sé skipað í dómarastöður á faglegum forsendum.

Það eitt að vafi leiki á um að faglegar forsendur ráði valinu getur skaðað sjálfstæði dómstólanna og þeir misst traust almennings.

 

Nú er það vissulega þannig á Íslandi að allir eru tengdir öllum og því geta ráðherrar oft lent í því að umsækjendur tengist flokki þeirra á ýmsan hátt. Viðurkennd er sú krafa að allir eigi að hafa sama möguleika á að hljóta opinbera stöðu og óneitanlega þýðir það líka að á fólk ekki að líða fyrir tengsl sín við stjórnmálaflokka.

Þetta setur ennþá meiri ábyrgð á ráðherra sem bæði þarf að virða rétt umsækjenda og hagsmuni hins opinbera, í þessu tilfelli dómstólanna.

Ef ráðherra ætlar að ráðherra að skipa mann sem er margtengdur eigin flokki að þá verður hann að geta sýnt fram á það að faglegar forsendur hafi ráðið för.

Jafnvel þegar ráðherra velur úr jafnhæfum umsækjendum að þá verður að vera tryggt að flokkstengslin ein ráði ekki hver er valinn.

 

Þegar ráðherra gengur þvert gegn mati óháðrar nefndar og velur flokksmanninn fram yfir 3 mun hæfari umsækjendur í stöðu dómara að þá er það einfaldlega aðför að sjálfstæði dómvaldsins. Það er engin önnur leið að horfa á það.

Hvort mat nefndarinnar hafi verið bindandi eða ekki skiptir hér engu máli. Skipunin er alveg jafn mikil aðför.

Þingmenn Samfylkingarinnar, ásamt minnihlutanum og þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hafa sterkari réttlætiskennd en "flokks-hlýðnis-kennd", ættu því að lýsa yfir vantrausti á settan dómsmálaráðherra og krefjast afsagnar hans úr ríkisstjórn.

Samfylkingin mundi eftir sem áður styðja stjórnarsamstarfið og minnihlutinn ætti að hafa heillindi til þess að reyna ekki að nota þetta til þess að sprengja stjórnina.  Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert val en að sætta sig við þetta.

 

Tilgangurinn væri samt sem áður alls ekki að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Tilgangurinn væri eingöngu sá að gefa út þau skýru skilaboð að flokksráðningar verði ekki liðnar, sérstaklega ekki í dómarastöður.

Ef ekkert er gert að þá getur vel farið svo að dómsstólarnir verði í eigum ákveðins flokks, ef ekki Sjálfstæðisflokks þá þeim næsta sem fær að halda dómsmálaráðuneyti samfleytt í lengri tíma. 


mbl.is Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband