Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Iðnaðarbærinn Álaborg - Álbærinn Hafnarfjörður

Portland í ÁlaborgÁlaborg er þekkt í Danmörku sem iðnaðarbær og í hugum margra tengjast háir skorsteinar ímynd bæjarins.

Þó hefur þar orðið mikil breyting að undanförnu og bærinn er að verða að sjarmerandi háskólabæ við Limafjörðinn.

Þessi breyting hefur eingöngu orðið vegna þess að bærinn hefur ákveðið að byggja upp háskólann á staðnum og hefur einnig lagt mikla vinnu í að byggja upp þekkingariðnað.
Vel er stutt við ný fyrirtæki fyrstu árin og nokkrar "fyrirtækjaverksmiðjur" eru starfræktar í bænum.

Ástæðan fyrir þessari uppbyggingu er að Álaborg hefur komist að því að framtíðin liggur ekki í iðnaðarframleiðslu.
Margar verksmiðjanna hafa nefnilega pakkað saman og flutt starfsemina þangað sem vinnuafl er ódýrara og þó nokkuð sé enn af verksmiðjum í bænum að þá veit enginn hversu lengi það verður, iðnaðarstörfin ekku ekki beinlínis hálaunastörf og bæjarbúar gera einfaldlega kröfu á fjölbreyttari störf. Því hefur bærinn því neyðst til þess að byggja upp atvinnulífið upp á nýtt.

 

Þegar ég kom fyrst til Álaborgar og byrjaði í námi mínu þá tók í þátt í nokkrum verkefnum sem snérust um að endurskipuleggja iðnaðarhverfi.

Sjálfum fannst mér í fyrstu réttast að eyða öllum ummerkjum um verksmiðjurnar en hins vegar vildu "innfæddir" endilega varðveita ljótar iðnaðarbyggingarnar en skipta um nýtingu á þeim.
Ég átti erfitt með að skilja þetta í fyrstu en smátt og smátt áttaði ég á mig á því að Álaborgarar eru stoltir af verksmiðjunum og líta á þær sem hluta af sinni sögu.

Þó svo að verksmiðjurnar væru að segja upp hundruðum manna til þess að geta flutt sig til austur Evrópu að þá hafa sömu verksmiðjur haldið uppi atvinnulífinu í áratugi og eiga betra skilið en að þeim sé nánast eytt úr sögu bæjarins.

Það sést líka í stefnu bæjarins að um leið og þeir leggja áherslu á að gera bæinn að þekkingarbæ að þá halda þeir líka í iðnaðarímyndina. Þannig er t.d. verið að umbreyta gamla orkuverinu, NORDKRAFT, í nýja menningarmiðstöð þar sem útliti hússins verður haldið sem mestu óbreyttu.

 

Þó að ég sæi í fyrstu lítið annað en ljótar verksmiðjur að þá skil ég núna af hverju Álaborgarar bera sterkar taugar til þeirra þó þeir séu um leið á fullu að byggja upp nýjan þekkingariðnað fyrir framtíðina.

Eins skil ég þá Hafnfirðinga sem sárnar þegar talað er gegn stækkun Álversins þeirra. Álverið í Straumsvík er orðið samtvinnað sögu bæjarins og skiljanlegt að fólk beri tilfinningar til svona stórs vinnuveitenda.

Hins vegar verða þeir að spyrja sig hversu stóran hlut það á í framtíð Hafnarfjarðar.

  • Af hverju ætti álverið að fara meðan það gengur vel?
  • Hvað er langt þar til það heimtar aðra stækkun?
  • Hamlar stækkunin annari uppbyggingu í Hafnafirði eða jafnvel í landinu?
  • Er kannski meira vit í því að byggja upp þekkingariðnað sem gefur meira af sér en álverið, þannig að bærinn verði áfram blómlegur þegar kemur að því að álverið pakki saman og flytji það þangað sem vinnuafl er á enn meiri útsölu en orkan okkar?

 

Álverið í Straumsvík er óneitanlega partur af sögu Hafnarfjarðar og af nútíð bæjarins. En er álverið framtíð bæjarins?
Því verða Hafnfirðingar að svara í lok mánaðarins.


« Fyrri síða

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband