Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg jól 22. des

Laugardag kl 06:08 hættir norðurheimskautið að halla sér burt frá sólu og byrjar að nálgast hana aftur. Dag tekur að lengja smátt og smátt, nýtt hringur byrjar, nýtt upphaf og þá einmitt eru gömlu heiðnu jólin.

Ekki er ég mikill fræðimaður um jólahald en á norðurslóðum var þetta ein af aðal hátíðum ársins enda fátt mikilvægara en að tryggja að sólin komi aftur. Sumir telja að Stonehenge á Englandi hafi verið byggt í þeim tilgangi að fagna vetrarsólstöðum.

Eitthverjar heimildir benda einnig til þess að börn, vinnukarlar og þrælar hafi á norðurslóðum fengið eitthverjar gjafir á þessari hátíð.

 

Í dag keppumst við að vinna á myrkrinu með öllum þeim jólaljósum sem við komum fyrir, jafnt utan dyra sem innan. Og svo leggur fólk áherslu á að börnin fái góðar gjafir en reynir einnig að gera vel við þá sem eiga um sárt að binda á þessum tíma.

Og á nýju ári höldum við svo upp á nýtt upphaf. Ekki svo ólíkt hinum norræna sið. 

Þess vegna finnst mér rétt að óska ykkur öllum gleðilegra jóla í dag. 


Ertu hættur að berja konuna þína?

Jólakveðja frá feministumÉg er karlmaður, er það ég sem á að hætta að nauðga samkvæmt þessari jólaósk? Á ég kannski líka að hætta að berja konuna mína?

Það sér það hver maður að með þessari "jólaósk" er verið að saka hálfa þjóðina um einn ógeðslegasta glæp sem hægt er að hugsa sér. Í raun gert ráð fyrir því að allir karlar nauðgi. Enn hvað það er góð jólakveðja frá femínistum til okkar.

Karlar sem líta niður til kvenna er venjulega kallaðir karlrembur. Er því ekki rétt að kalla femínista kvennrembur þegar þær líta svona á hitt kynið. Þið hin, sem kallið ykkur femínista án þess að fyrirlíta karla, ættuð frekar að kalla ykkur jafnréttissinna. Þannig veslast vonandi samtök kvennrembna upp og hætta að ná athygli fólks með ósmekklegum ásökunum. Á meðan gætu jafnréttissinnar unnið saman að jafnréttismálum, og það án þess að skipta starfseminni í karla- og kvennahópa.

Til kvennrembnanna: Ég skora á ykkur að biðjast afsökunar á þessari karlfyrirlitningu


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær eigum við von á krísufundi þar sem ákveðið verður að selja?

Er nokkur búinn að gleyma því að Sjálfstæðismenn í borginni ákváðu eftir marga krísufundi að það væri óásættanlegt að félag í opinberri eigu væri í áhættusömum rekstri.

Hvað er langt í að þingmenn Sjálfstæðisflokksins byrji að funda án formannsins og ákveða að selja verði Landsvirkjun Power hið snarasta?

 

 


mbl.is Ekkert athugavert við félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formúla 1: Keppni í reglusvígi

Aldrei ætlar FIA að læra að reglurnar eru að eyðileggja þessa íþrótt.

Fyrst var bannað að skipta um dekk, svo var það skylda að nota tvær týpur af dekkjum.

Tímatökurnar snúast ekki um það hver er fljótastur, heldur hver er með minnst bensín á bílnum.

Þú ert í vondum málum ef vélin springur í keppni, því þá færistu aftur um 10 sæti í næstu tímatöku, nema í öðru hverju móti.

Einu sinni var gripstýring bönnuð nema ef maður lét sjálfskiptinguna sjá um hana.

Það er bannað að taka bensín rétt eftir að öryggisbíllinn kemur út, þó maður sé að verða bensínlaus.

o.s.frv

 

Þetta er ekki lengur spurningin hver er besti ökumaðurinn á hraðasta bílnum, þetta er keppni hver finnur bestu leiðirnar framhjá reglunum.

 

Ætli liðin taki ekki bara upp á því að skella bílunum ofan á flugvélar til að prófa loftmótstöðu núna eftir að takmörk eru sett á vindgöngin. 


mbl.is FIA takmarkar notkun vindganga á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband