Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Varhugarvert
Ég set alltaf fyrirvara við það þegar efni er haldið frá almenningi, jafnvel þegar tilgangurinn er góður. Ekki það að ég vilji að almenningur hafi aðgang að barnaklámi, alls ekki, en það vaknar spurningin hver á að stjórna því hvað fer í gegn og hvað ekki? Hver/hvað fer yfir fjölskyldualbúmið og úrskurðar hvort eitthvað þar sé ósæmilegt? Það er alveg ljóst að svona sía mun loka á fullt af efni sem ekki tengist barnaklámi á nokkurn hátt, vegna þess einfaldlega að svona síur eru langt frá því að vera fullkomnar.
Önnur ástæða fyrir því að svona síur eru varhugaverðar er sú að það mun ekki líða á löngu þar til rasistaefni og öfgatrúarsíðum verður bætt við það sem verður lokað á, því hverjum er jú ekki illa við rasista og öfgatrúarmenn. En þá erum við fyrst komin á verulega varhugavert stig ritskoðunnar því þá er byrjað að loka á skoðannir (þó það séu vissulega heimskulegar skoðannir) og þegar það er byrjað þá getum við alveg átt von á að falun gong og vitleysingarnir í Saving Iceland lendi líka á bannlistanum.
Þriðja ástæðan gegn svona síu er sú að barnaperrarnir munu nánast strax finna leið fram hjá henni. Þegar unglingar með of mikinn frítíma geta brotið upp hvaða þá afritunarvörn sem Hollywood og tónlistariðnaðurinn dettur í hug að setja á vörurnar sínar að þá sýnir það bara að það er ómögulegt að stoppa eitthvað með eitthverjum rafrænum búnaði.
Það er víst sagt að klámiðnaðurinn hafi verið hvað bestur í að nýta sér netið á nýjan hátt og á víst heiðurinn af "pop-up" gluggunum. Trúir eitthver því að sía komi til með að stoppa barnaperrana?
Mér lýst hins vegar stórvel á þennan rauða takka og t.d. mætti útfæra það þannig að hann kæmi sjálfkrafa upp á þeim síðum sem sían telur varhugarverðar.
Almennir notendur eru nefnilega öflugasta tækið á netinu í dag og saman hafa netverjar skrifað alfræðibækur, orðabækur, sagt fréttir frá ólíkum hliðum á heimsatburðum, skemmt hverjum öðrum með myndbandsbútum o.s.frv. Almennir netnotendur eru líka á móti barnaklámi og munu tilkynna það ef þeim er gert það kleift.
Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. nóvember 2007
kútur lítill, mömmusveinn
Nýtti sér herþyrluna til að tína sveppi handa móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Sorglegt
Ég kíkti á þessa síðu ég vissi ekki hvort átti að hlægja eða gráta.
Auðvitað á að fara yfir síðuna og kæra allar hótanir. Ég veit hins vegar ekki hvort það eigi að kæra kynþáttahatrið þarna því það er svo ótrúlega heimskulega sett fram.
Ég efast um að höfundur síðunnar sé komin á fermingaraldur og vona að viðkomani komist fljótt yfir þetta og hugsi framvegis til síðunnar sinnar með skömm.
Varðandi Hakakrossinn á síðunni að þá finnst mér ekkert að honum. Aðallega vegna þess að það tákn er miklu eldra en nasistaflokkur Hitlers, en einnig vegna þess að ég er á móti því að banna eitthver ákveðin tákn umfram önnur.
Það á að taka á hvers konar mismunun en ef það á að fara að banna hvert tákn sem rasistar finna upp á að nota að þá endar það aldrei.
Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Mótmælendaeftirlitið?
Mér finnst svona kerfi ansi varhugarvert. Með þessu getur lögreglan staðsett hvern einasta bíl í landinu og t.d. notað til að njósna um "óvini ríkisins" sem voga sér að mótmæla á eitthverjum virkjunnarstaðnum.
Nú tók ég aldrei þátt í mótmælum umhverfissinna við Kárahnjúka og þó ég hafi verið ósammála aðferðum sumra mótmælendanna að þá fannst mér lögreglan ganga allt of langt þegar hún var farin að stoppa fjölskyldur á ferð inn á hálendið og spyrja um afstöðu til virkjananna.
Það að gera lögreglunni mun auðveldara að njósna um stóran hóp fólks, vegna skoðanna þeirra, mun færa okkur allt of nálægt lögregluríki.
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Er ekki eitthvað að, þegar meirihlutinn brýtur lög?
Er það ekki undarlegt þegar meirihluti borgaranna eru lögbrjótar? Annað hvort hlýtur eitthvað að vera að viðhorfi borgaranna eða þá að eitthvað er bogið við lögin, eða allavega framkvæmd löggæslunnar.
Vegkaflinn sem myndavélin var sett upp á er vegurinn frá Vesturlandsvegi að fyrstu ljósunum við Húsahverfi. Það er lítil umferð gangandi vegfarenda þarna, göngustígurinn er fjóra metra frá veginum og er, að mig minnir, að hluta upphækkaður hitaveitustokkur.
Lengra inn í hverfinu er meiri umferð gangandi vegfaranda, íþrótta og fleiri gatnamót en þar er sami hámarkshraði. Það er hins vegar ekki valið að mæla þar sem brotið er hvað alvarlegast og hættan sem mest, heldur þar sem ökumenn eru nýkomnir af Vesturlandsvegi, ekki almennilega komnir inn í íbúðarhverfi og hættan sem minnst.
Það er því spurning hvort þetta sé löggæsla sem miðar að því að auka öryggi vegfarenda eða bara tekjuöflun fyrir ríkissjóð?
Meirihluti ökumanna ók of hratt um Víkurveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Hver á að vinna í fjórum nýjum álverum, einni kísilhreinsunarstöð og slatta af netþjónabúum?
Maður hefur það á tilfinningunni að á Íslandi sé í gangi keppni um síðustu kílówattstundina til þess að byggja endalaus álver og þar fyrir utan á að byggja fullt af annarskonar iðnaði sem ætlar að nota orku og íslenskt vinnuafl.
Á sama tíma eru vextir stöðugt að hækka til þess að reyna að koma eitthverjum böndum á þennsluna.
Hvað er eiginlega í gangi? Hvað liggur á? Hver á að vinna á þessum stöðum? Er orkan á síðasta söludag?
Ætti ekki frekar að fara út í svona framkvæmdir þegar atvinnuleysi og engin þennsla væri á sjóndeildarhringnum?
Atvinnuleysi mælist enn 0,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Mogginn svolítið blindur
Við vitum öll að Mogginn er flokksblað Sjálfstæðisflokksins en mér sýnist á síðustu dögum að hann sé einnig flokksblað dönsku hægri stjórnarinnar.
Stjórnarflokkarnir eru 3 en engin útgönguspá hefur sýnt þá í meirihluta án nýja flokksins Nýja bandalagsins. Nýja bandalagið hefur sagt að þeir vilji sjá Fogh áfram sem forsætisráðherra en þeir vilja að það vill ekki bara fara inn í gömlu stjórnina nema að Fogh segi af sér fyrst og stjórnin mynduð alveg upp á nýtt. Það er því ekki rétt að danska stjórnin hafi sigrað. Hins vegar bendir margt til þess að "bláa blokkin" nái naumum meirihluta.
Útgönguspár benda til sigurs dönsku stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Mogginn heldur með sínum
Það er búið að vera skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni hérna í Danaveldi, sérstaklega nú þegar kosningabaráttan heima er í fersku minni.
Það má sannarlega segja að þetta hafi verið spretthlaup, þar sem kjörtímabilið átti í raun að ná til 2009, og eftir að Fogh startaði hlaupinu hefur maður varla komist í gegnum göngugöturnar án þess að sjá einhvern dreifa bæklingum, nammi og svo auðvitað "Alþýðuflokks" rósum.
Baráttan er á margan hátt öðruvísi hérna. T.d. eru stjórnmálamennirnir ekkert að tala um fylgi sitt eða annarra flokka. Það er ber mjög lítið á hræðsluáróðri um að atkvæði falli dauð hjá flokkum sem eiga á hættu að ná ekki lámarkinu.
Það er líka skemmtilegra að sjá flokksformennina tala af aðeins meiri virðingu við hvern annan. Hérna geta þeir sjálfir séð um að senda boltann áfram án framígripa og þáttastjórnendur gera ekki annað, þegar vel gengur, en að skipta um umræðuefni með jöfnu millibili.
Annað sem er til fyrirmyndar hérna er að þegar forsætisráðherraefnin mættust í einvígi í sjónvarpinu og voru ósammála um einhverjar staðreyndir að þá köfuðu fjölmiðlar ofan í málið og voru komnir með það á hreint daginn eftir hver hafði rétt fyrir ásamt nánari útskýringu á því máli. Það er eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar mættu taka til fyrirmyndar í stað þess kranablaðamennskunnar sem er allt of mikið notuð.
Hins vegar er alveg jafn mikið af hræðsluáróðri og heima um það hvernig heimurinn muni farast ef andstæðingarnir.
Núna eru síðustu umræðuþættirnir búnir og verið að birta síðustu kannanirnar og þær sýna eiginlega ekki annað en að það getur allt gerst.
Sumar kannanir sýna að stjórnin sé fallin jafnvel þó Nýja bandalagið stæði með henni en aðrar henta betur til birtingar hjá Mogganum og segja að stjórnin muni halda velli án Nýja bandalagsins.
Það er hins vegar ljóst að Nýja bandalagið er komið hættulega nálægt því að komast ekki á þing og ef það gerist þá verður þetta hrein barátta milli "bláu blokkarinnar" og "rauðu blokkarinnar".
Einingarlisti rótækra vinstrimanna er síðan einnig mjög nálægt því að falla út, en ef það gerist þá mun stjórnin líklega standa, enda er Einingarlistinn fallinn af þingi í þeim könnunum þar sem stjórnin stendur.
Ég hef hins vegar trú á því að hann nái þessu á endanum, því margir ungir kjósendur sem eru ungir og óánægðir með alla "venjulegu" flokkana eru óákveðnir en kjósa síðan Einingarlistann, þegar þeim koma í kjörklefann, sem eitthverskonar mótvægi við hina flokkana.
Danska stjórnin heldur velli samkvæmt síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Bara í Danmörku!
Stundum dettur mér þessi frasi í hug: "Bara í Danmörku" þegar eitthvað kemur mér á óvart en passar þó eitthvernvegin alveg við danska menningu.
Núna á dögunum fékk ég bækling frá Socialdemokratiet um bætt umhverfi fyrir námsmenn.
Þar var verið að útlista stefnu þeirra í menntamálum og meðal annars var ein síða notuð undir það hvað núverandi ríkisstjórn hafði gert af sér í þessum málaflokki og þar fyrir neðan var sagt frá því hvað Socialdemokratiet ætlaði að gera ef þeir kæmust að.
Á listanum var talað um að auka rannsóknir, efla háskólana o.s.frv. en síðasti punkturinn var hvað bestur. Þar stóð: Standa vörð um föstudagsbarinn í háskólunum.
Föstudagsbarinn, þar sem námsmenn geta fengið sér bjór á góðu verði, stendur greinilega ógn af sitjandi ríkisstjórn og er því orðinn að kosningamáli.
Bara í Danmörku.
Allt bendir til þess að danska stjórnin haldi velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Forsíða Fréttablaðsins: Strætó, Íslendingar síðustu aldar og frítt B&B
Það er ekki oft sem ég skoða Fréttablaðið héðan frá Danaveldi en þegar kíkti á það áðan á netinu þá sé strax á forsíðunni þrjár forvitnilegar fréttir.
Sveitarfélögin/Ríkið græðir á fríum strætó.
Samkvæmt stjórnarformanni Strætó bs nema tekjur frá farþegum Strætó milli 300 - 350 milljónir þegar búið er að draga frá kostnaðinn við innheimtuna. Þetta hljómar eins og dágóð upphæð en þegar maður spáir í hvað mikið fer gatnagerð og viðgerðir á götum á höfuðborgarsvæðinu að þá eru þetta í raun smáaurar.
Ef það væri frítt fyrir allar í strætó þá mundi notkunin á Strætó stóraukast og þar með mundi umferð annarra bíla dragast saman. Það þýðir minni slit á götunum og minni þörf á mislægum skipulagsslysum. Það mun auðveldlega spara þessar 350 milljónir.
Þegar maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur
Önnur frétt var um viðbrögð sveitastjóra Ölfuss við afstöðu Hvergerðinga til Bitruvirkjunar. Að lesa fréttina var eins og að heyra einhvern tala frá fyrri hluta síðustu aldar.
Hann segir þarna að "Ef við ætlum yfirleitt að lifa á landinu þurfum við eitthvað að vinna við" Hvað á maðurinn við? Síðustu ár höfum við flutt þúsundir verkamanna frá útlöndum til þess að koma í veg fyrir að þenslan sprengdi hérna allt. Atvinnuleysi hefur farið undir 1% og í Reykjanesbæ, þar sem nota á orkuna til að bræða ál, er mikill uppgangur og engin vöntun á störfum.
Svo talar hann um að þjóðin þurfi að nýta auðlindir sýnar og gefur sér þar með, annars vegar að aðeins sé hægt að nýta þær með því að breyta þeim í MW stundir og hins vegar, að það sé eitthver síðasti söludagur á þeim.
Svo klárar hann með því að gefa í skyn að það sé alveg sama hvaða álit komi eða hvaða úrskurðir komi frá Skipulagsstofnun, sveitarfélagið muni fara sínu fram eins og það hafi gert með námuna í fjalli nafna míns, Ingólfsfjalli.
Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki enn tekið afstöðu til Bitruvirkjunar og því er ekki útilokað að þetta sé hin besta virkjun. En þegar ég heyri menn tala eins og okkar eini möguleiki til búsetu á Íslandi sé að selja álverum ódýra orku að þá skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.
Við erum langt á eftir nágranaþjóðum okkar sem hafa einmitt fattað það að þróunarlöndin eru á hraðri leið með að ná okkur og eru þar að auki mun samkeppnishæfari í allri framleiðslu, hvort sem það er á raftækjum, orku eða áli. Þess vegna eru þessi sömu nágranalönd okkar á fullu að fjárfesta í menntun og hátækni til þess að tryggja áframhaldandi forskot sitt.
Ætlum við virkilega bara að lifa á orku á meðan Vesturlönd munu lifa á hugviti og sköpun?
Frítt B&B fyrir þá sem koma á eigin herþotum
Þriðja fréttin var um flugheri nokkurra NATO þjóða sem ætla að skreppa hingað uppeftir í nokkra viku ferðir á næstu árum.
Þetta er, að sögn, í þeim tilgangi að verja lofthelgi Íslendinga. Þannig koma þessir herir með þoturnar sínar og fá að fara í eltingarleik hvor við annan milli þess sem þeir fara í útsýnisflug yfir helstu náttúruperlurnar og fá svo frítt uppihald og bensín á þoturnar gegn því að halda landinu öruggu.
Svo er bara að vona að Rússarnir fatti ekki að gera sprengjuárás á landið á milli heimsóknanna.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar