Fimmtudagur, 10. september 2009
Stjórnarframboð
Í dag ákvað ég að gefa kost á mér í stjórn Borgarahreyfingarinnar sem kjörin verður á Landsfundi um helgina.
Í kvöld var kynningarfundur frambjóðenda og hér fer á eftir ca sú kynning sem ég gaf á mér og mínu framboði þar.
Kannski aðbyrja að segja aðeins frá mér.
Ég er hönnunarverkfræðingur og starfa hjá Össuri hf.
Ég hef alla tíð haft óbilandi áhuga á pólitík. T.d. þegar ég var 6 ára þá fékk ég smá heilahristing þannig að sjónin truflaðist tímabundið. Til þess að meta sjónina bað mamma mig um að horfa á sjónvarpið segja hvort ég þekkti hver væri áskjánum. Ég sá ekki neitt en ég gat þekkt röddina í Denna forsætisráðherra hvarsem var.
Ég hef hingað til ekki tekið mjög virkan þátt í starfi Borgarahreyfingarinnar fyrr en ég bauð mig fram í sáttarnefndina sem starfaði í sumar. Sú nefnd reyndi sitt besta en atburðarrásin varð svo hröð að þegar búið var að slökkva einn eld að þá blossaði annar stærri upp.
Þar sá ég hversu átakanlega okkur vantar verklagsreglur fyrir hreyfinguna. Sem betur fer stendur núna til að bæta úr því og þar hefur laganefndin unnið mikið afrek.Það var í störfunum fyrir sáttanefndina fór ég loksins að íhuga að leggja hreyfingunni lið með þeim hætti að bjóða mig fram í stjórn og taka þar þátt í að byggja hreyfinguna upp.
Varðandi samstaf þinghópsins og grasrótarinnar sem mikið hefur verið í umræðunni að þá tel ég að það þurfi að efla það, en ég leyfi mér að efast um að rétta leiðin sé að taka upp strangasta flokksaga sem þekkist hér á landi. Nægur er hann samt.
Ég tel það nefnilega skyldu hvers þingmanns að nota eigin skynsemi í hverju máli, hlusta á rökin með og á móti og taka síðan afstöðu.
Að þingmenn geri slíkt á ekki að kosta skilyrðislausa afsögn þeirra ef þeir óvænt komast að nýrri niðurstöðu.
Ég tel líkatöluverða hættu á því að slíkar reglur mundu gera það að verkum að við stæðum uppi með þinghóp upp á núll áður en hreyfingin fagnar árs afmæli.
Hins vegar þarf að efla samstarfið og því mun ég leggja til á landsfundinum að fulltrúi málefnahópa hafi aðgang að þingflokksfundum ásamt stjórn og varamönnum.
Einnig mun ég leggja til að þingflokkurinn, stjórn og málefnahóparnir setji saman málefnaáætlun í upphafi hvers þingvetrar þar sem tilgreint verður hvaða mál eigi að leggja sérstaka áherslu á það árið og hvernig eigi að reyna að ná því fram.
Sú áætlun skal síðan lögð fyrir félagsfund til staðfestingar.
Ef þingmaður hreyfingarinnar treystir sér ekki til að styðja eitthvert atriði í áætluninni eða í formlegri stefnu hreyfingarinnar, að þá getur hann kallað tímabundið á varamann sinn.
Að lokum varðandi umræðuna um bandalög eða arma í þessu stjórnarkjöri að þá vil ég taka fram að ég sé ekkert að því að fólk bjóði sig saman fram, að því tilskildu að það starfi sem einstaklingar í stjórninni, ekki eftir einhverjum bandalagslínum í anda fjórflokkanna.
Einnig vil ég biðja félagsmenn að taka afstöðu til hver einstaklings sem þeir kjósa í stjórn en ekki kjósa eða sleppa því að kjósa einhvern bara vegna þess að hann er í þessu eða hinu bandalaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð ákvörðun, gangi þér vel.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2009 kl. 15:09
Velkominn í framboð og takk fyrir góðan fund í gærkvöldi
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 16:28
Takk fyrir og sömuleiðis bæði tvö.
Ingólfur, 10.9.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.