Laugardagur, 7. mars 2009
Ódýrast er að ég ráði öllu
Eins og Birgir bendir á að þá er rekstur Alþingis dýr til þess að spara finnst mér að það ætti að leggja bæði það og ríkisstjórnina niður og láta mig bara sjá um þetta allt.
Kosningar eru líka dýrar og óþarfa lúxus núna þegar allir þurfa að spara.
En í alvöru talað að þá snýst þessi málflutningur aðeins um það að Sjálfstæðisflokkurinn er skíthræddur við það að almenningur fá að endurreisa lýðræðið á kostnað flokksræðisins.
Stjórnkerfi okkar er rotið, lýðræðið okkar er í molum og hver einasta breyting sem gerð hefur verið á stjórnarskrá og kosningalögum hefur styrkt núverandi flokka í sessi.
Þess vegna er bráðnauðsynlegt að halda stjórnlagaþing þar sem almennir pólitíkusar halda sig fjarri.
Og öfugt við það sem Sjálfstæðismenn reyna að telja fólk trú um að þá þarf stjórnlagaþing alls ekki að vera dýrt.
Það er fáránlegt að ætla stjórnlagaþingi að sitja í 18 mánuði. Við erum að tala um að fulltrúar væru venjulegt fólk sem er vant að vinna vinnuna sína án endalausra málalenginga. 3-6 mánuðir er alveg nægur tími til þess að vinna vandaða stjórnarskrá. Og jafnvel er ekki víst að starfið þyrfti að vera full vinna. Og þar með væri óþarfi að borga fullt þingfarakaup.
Það er líka hægt og jafnvel æskilegt að sleppa kosningu fulltrúana og velja þá frekar með hlutkesti annað hvort úr þjóðskrá eða meðal þeirra sem lýstu yfir áhuga á þátttöku.
Þannig ætti að fást gott þversnið þjóðarinnar.
Lykilatriðið væri bara að almenningur fengi að kjósa um nýju stjórnarskránna án þess að Alþingi fiktaði í tillögunum fyrst.
Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.