Leita í fréttum mbl.is

Við þurfum vopnahlé milli mótmælenda og lögreglu

Það hefur verið mikið álag á lögreglunni síðan á þriðjudag, lögreglumenn hafa þurft að standa vaktina stærsta hluta sólarhringsins og það með skyrsletturnar á sér.

Það er því skiljanlegt, þó það afsaki það ekki, að einhverjir lögreglumenn hafi gengið of lengt með kylfu eða úðabrúsa. Og sumir mótmælendur hafa líka gengið allt of langt.

 

Ég styð alveg ágeng mótmæli, þar sem mótmælendur neita að færa sig eða jafnvel að umkringja bíl Geirs, lemja Alþingishúsið o.s.frv. og ég græt það ekkert þó einhverjar rúður brotni.

 

Það þarf hins vegar að vera algjör grundvallarregla að valda ekki meiðslum á fólki. Þess vegna er það algjörlega óafsakanlegt að kasta grjóti í fólk. Það er í raun stórhættuleg líkamsárás.

Þess vegna er það skiljanlegt en um leið mjög sorglegt að lögreglan grípi til táragas í fyrsta skipti í næstum 60 ár. En því miður veldur það líklega því að mótmælendur gangi enn lengra.

 

Almenningur er ekki að mótmæla lögreglunni en út af þessum átökum er öll athyglin á þetta. Fjölmiðlar fara að tala við lögguna og spyrja hana útúr í stað þess að fjalla um ríkisstjórnina og krefja hana um viðbrögð við mótmælunum.

 

Ég skora á mótmælendur og lögregluna að slíðra sverðin og reyna að vinna saman. Við byggjum ekki nýtt Ísland með grjótkasti og táragasi.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Löggan þarf að hætta að ögra fólki þá. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Ingólfur

Það hafa verið ögranir á báða bóga, og einstaklingar í báðum hópum hafa gengið of langt.

En hvora fyrirsögnina viljum við sjá á morgun:

Fimm manns alvarlega sárir eftir átök næturinnar

eða

Ríkisstjórnin fallin, kosningar boðaðar

Hvort sem lögreglan er að ögra skiptir ekki máli. Meginmarkmiðið er að þjóðin fái að kjósa!

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 01:43

3 identicon

Sást þú eitthvað grjótkast áður en gasinu var beitt? Grjótið var spontant reiðisviðbragð ungs fólks sem varð fyrir eiturefnaárás að því er virtist af tilefnislausu. Vissulega er það ALDREI verjandi að kasta grjóti í samborgara sína, hvort sem þeir eru lögreglumenn eða ekki, en mér finnst þú setja þetta upp öfugt. Eins og gasið hafi verið viðbrögð við grjótinu en ekki öfugt.

gaursemvaranna 22.1.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Tollinn

Góð færsla skynsamlega skrifuð snúum okkur að uppbyggingu

Tollinn, 22.1.2009 kl. 01:44

5 identicon

Afsakið orðbragðið, en djöfull væri nú gaman að sjá lögregluna snúast í starfi og ganga i lið með mótmælendum. :)

Ég bý erlendis og hef verið að fylgjast með þessum mótmælum á netinu. Fín grein hjá þér, alveg sammála þér, mér líður hálf illa, að vita til þess að allir þessir lögreglumenn eiga nú fjölskyldur sem þykja vænt um þá. Það er kominn tími á vopnahlé!

Kjartan Ólason 22.1.2009 kl. 01:47

6 Smámynd: Ingólfur

gaursemvaranna, ég var ekki á staðnum en hef þetta eftir fólki sem var þarna.

Mér finnst það hins vegar ekki skipta máli. Grunnreglan þarf að vera að valda ekki meiðslum. Sama hver "byrjaði".

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 02:00

7 identicon

ég á góða vini í lögreglunni og ég vona bara að þetta séu ekki þeir sem eru alvarlega meiddir.... mig langar að fara á þessi mótmæli en meðan fólk hagar sér svona þá dettur mér ekki í hug að taka þátt í þessu!!!

ég hef ekki áhuga á því að vera settur í hóp með svona skríl.... ég er sannfærður um það að fleiri eru sömu skoðunar. annars góð grein.

Hjalti Ómarsson 22.1.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Ingólfur

Samkvæmt útvarpsfréttum tóku einhverjir mótmælendur sig til og stilltu sér upp fyrir framan lögregluna með peace merki og vörðu þannig lögregluna gegn því að kastað væri í hana ýmsu lauslegu. Þeir kvöttu fólk líka til þess að vera ekki að kasta neinu.

Ég tek hattinn ofan fyrir þessum mótmælendum sem reyna með þessu að sýna ábyrgð.

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 02:06

9 Smámynd: Ingólfur

Hjalti, megnið að mótmælendum gerir lítið annað en að mæta á staðinn. Og stærsti hlutinn af afgangnum reynir að passa upp á að enginn meiðist.

Þetta er minnihlutinn sem gengur of langt og leggur hreinlega fólk í hættu.

Ég held líka að stærsti hluti lögreglumanna sýni alveg ótrúlega stillingu. En sumir missa greinilega stjórnina og ganga of langt gegn mótmælendum.

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 02:10

10 identicon

Það er allavega ljóst að gangstéttahellur valda all þyngra höggi en táragas.... Ég er alls ekki sáttur með að tveir lögreglumenn hafi verið alvarlega slasaðir við skyldustörf.

Brynjar Björnsson 22.1.2009 kl. 02:15

11 Smámynd: Ingólfur

Vísir segir að tveir lögreglumenn séu mikið slasaðir. Þetta er það sem fólk mun vakna upp við í fyrramálið og það hjálpar málstaðnum ekki neitt.

Þessar löggur eru líklega alveg jafn óánægðar með stjórnina og við með sín verðtryggðu húsnæðislán og bílalán í myntkörfu.

Ég vona bara að þeir nái sér fljótt og vel.

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 02:16

12 Smámynd: Svanfríður Lár

Ég er sammála þér Ingólfur Harri. Það er alveg ljóst að það er mjög lítill hópur öfgafullra aðgerðarsinna í hópi mótmælenda sem skyggir á raunverulegan boðskap mótmælanna því miður.

Það sama gildir um verði laganna - nokkrir þeirra eru í bófahasar. En flestir eru rólegir og tala við fólk af kurteisi. Ég hef sjálf verið allmargar klukkustundir á Austurvelli undnfarna sólahringa til að mótmæla friðsamlega og séð þetta með eigin augum.  Ég hef séð hettuklæddamótmælendur egna lögreglumenn og kasta í þá... Og einnig hef ég séð æsta lögregumenn ráðast á saklausa mótmælendur. Þetta er báðum hópum til vansa......

Svanfríður Lár, 22.1.2009 kl. 02:32

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég var á staðnum og mótmælin voru algerlega ofbeldislaus þangað til táragasinu var skotið á lýðinn. Ég reyndi að verja óeirðarlöggurnar frá reiða fólkinu en á sama tíma reyndi ég að ræða við þær um siðferðisbrestina sem fylgdu því að beita efnavopnum gegn voplausum borgurum í háværum en ofbeldislausum aðgerðum. Það merkilega var að þeir hlustuðu. Þeir róuðust um allan helming og á tíma hélt ég kannski að einhver myndi taka að sér að ræða við okkur. Allt kom fyrir ekki og æsingarmennirnir í liði mótmælenda fengu að kljást soldið meira við æsingarmennina í lögguliðinu. Ég náði hinsvegar að ræða betur við hóp af öryggislögreglumönnum á eftir og þetta voru vænstu kallar með verðtrygð húsnæðislán og allt. Það væri hægt að ná miklum árangri ef við sem erum að mótmæla gætum rætt við lögregluna um hvað það er sem þeir vilja ná og hvenig við getum orðið við því án þess að lögreglan þurfi að eyðileggja mótmælin okkar.

Lögreglan verður að átta sig á að framtíðar starfsumhverfi hennar mótast af því sem gerist þessa dagana. Mótmælandi dagsins í dag getur verið orðið dómsmálaráðherra morgundagsins og þeir sem urðu fyrir táragasi af hendi lögreglunnar í dag munu muna það þegar kemur að uppgjörinu eftir þessa tíma.

Að lokum vil ég biðja þá sem urðu fyrir árás af hendi lögreglunnar í kvöld að fyrirgefa þeim og sama með þá lögreglumenn sem urðu fyrir barðið á steinum mótmælenda. Hatur og biturð mun ekki færa okkur betra land. Höldum í gleðina og vonina sem voru einkennandi fyrir mótmælin í kvöld. Betra samfélag er mögulegt.

Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 03:13

15 identicon

Ég er mjög samála þessari grein verð ég bara að segja.

Hákon Einar Júlíusson 22.1.2009 kl. 04:23

16 identicon

mér bara gæti ekki verið meira sama hvort að það séu þrír einstaklingar sem gríta lögreglumenn eða 300... þetta kemur málinu ekkert við að mínu mati!

 svo lengi sem mótmælendur haga sér svona þá er það því miður þannig að allir sem mótmæla verða að taka ábyrgð af árásum á lögregluna.

það þarf að leyfa lögreglunni að handtaka þessa mótmælendur sem haga mótmælum sínum þannig að þeir telja sig vera í stríði við Lögregluna en ekki stjórnvöld. 

þegar þessir svokölluðu svörtu sauðir mótmælanna átta sig á því að mótmælin hafa ekkert með Lögregluna að gera og að hún sinnir einungis skyldustörfum sínum.

þá mæti ég!!!! og eins og ég hef sagt áður þá tel ég að það sama gildi um mjög marga aðra.

venjulegu fólki finnst eðlilega öryggi sínu ógnað með því að mæta í mótmæli þar sem boðið er uppá slíka vitleysu.

Þessar löggur eru líklega alveg jafn óánægðar með stjórnina og við með sín verðtryggðu húsnæðislán og bílalán í myntkörfu.

Ingólfur Harri

þetta er blákaldur sannleikurinn þess vegna verður fólk að átta sig á því sem fyrst að það að vera lögreglumaður er ekki lífstíll... það er vinna.

Hjalti Ómarsson 22.1.2009 kl. 11:24

17 Smámynd: Ingólfur

Hjalti, þú munt aldrei mótmæla því í öllum mótmælendum eru einhverjir sem skemma fyrir og ganga of langt.

Það er miklu betra að mæta og hjálpa við að hafa hemil á vitleysingjunum. T.s. finnst mér frábært að hópur mótmælendanna hafi stillt sér fyrir framan lögguna til þess að koma í veg fyrir að einhverjir henntu grjóti í lögguna.

Ég mér skilst að þessi friðsamari bragur sem verið hefur á mótmælunum í dag sér að einhverju sama hóp að þakka.

Ingólfur, 22.1.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband