Leita í fréttum mbl.is

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Ef fréttin í Kastljósi um ráðningu á þyrluflugmönnum er rétt að þá er það klárlega spilling á háu stigi.

Þarna virðist embættismaður fara með þyrlusveitina sem sína einkaeign og hunsar algjörlega skyldur sínar um að gæta jafnræðis, hlutleysis og að tryggja að ráðið sé á faglegum forsendum.

Það sem meira er, ríkið er alveg örugglega skaðabótaskylt gagnvart umsækjendunum.

Hvort sem sá sem stóð að ráðningunni hafi annars staðið sig í starfi eða ekki skiptir ekki lengur máli, það að svona sé staðið að málum þýðir að sá hinum sama er ekki lengur stætt í starfi. Spilling á ekki að líðast, ekki á neinum stigum stjórnkerfisins.

 

En þar komum við einmitt að vandamálinu. Ráðherrar hafa það að reglu fremur en hitt að ráða ófaglega í stöður. Þjóðin er meira að segja svo vön þessari spillingu að hún kippir sér ekki lengur upp við það.

Getum við krafist að spilltir embættismenn víki þegar spilltir stjórnmálamenn sitja sem fastast?

Af hverju ættu embættismenn ekki að vera spilltir. Börnin læra nú einu sinni það sem fyrir þeim er haft.


mbl.is Flugmaður í mál við Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta er djöfuls viðbjóður og verstur er hann alltaf í kringum Björn spillingarkonung Bjarnason. Goggi Lár verður að fjúka strax, annað er ekki bjóðandi þjóðinni! Burt með spillinguna! Það getur hvaða viðskiptafræðingur eða rekstrarfræðingur sem er rekið þessa hlandhelgisgæslu eins og öll önnur ríkisfyrirtæki. Sérþekkingu er hægt að kaupa eða leigja eftir þörfum, aðalstjórarnir þurfa ekkert að búa yfir sérþekkingu á viðkomandi stofnun. BURT MEÐ GOGGA! BURT MEÐ BJÖRN SPILLINGARFÍKIL! BURT MEÐ RÍKISSTJÓRNINA! BURT MEÐ SPILLINGUNA!

corvus corax, 16.1.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Ingólfur

Hann á klárlega að fara, ef hvernig er hægt að krefjast þess þegar ráðherrar komast upp með það sama en sitja áfram sama hvað?

Ingólfur, 16.1.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband