Miðvikudagur, 15. október 2008
Afsögn! Ekki fyrir að leyna skýrslunni heldur...
Stóra hneykslið við þessari frétt ekki að skýrslunni hafi verið haldið leyndri. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að skýrslan hefði gert illt verra ef hún hefði fengið að sjá dagsljós í sumar og að skynsamlegt hefði verið að halda henni leyndri á meðan unnið væri markvist að því að draga úr umfangi bankanna erlendis og gjaldeyrisvaraforðinn aukinn umtalsvert.
Hneykslið er hins vegar það að ekkert var gert til þess að forða þessari kreppu.Jafnvel þó að enginn hefði séð skýrsluna nema topparnir í Landsbankanum að þá var það siðferðisleg skylda þeirra að bregðast við og reyna að forða því að landið riðaði á barmi þjóðargjaldþrots ef lausafjárskortur myndaðist í heiminum.
En það sem gerir þetta enn alvarlegra er að fulltrúar bæði seðlabankans og fjármálaráðuneytisins var kynnt skýrslan án þess að nokkuð væri gert.Þeir settust ekki einu sinni niður til þess að skipuleggja hvað ætti að gera ef/þegar vart yrði við lausafjárkreppu í heiminum, og þess vegna þurfum við að horfa upp á ráðamenn landsins rembast við að bregðast við hverju vandamáli eftir að það er komið fram og er við það að þurrka út þjóðarbúið.
Eftir stöndum við í rústum landsins og það eina sem Geir getur gert er að vona að ástandið fari nú að lagast.
Ég vona að ráðamenn, t.d. yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins sem áttu að vita um þessa skýrslu, muni taka ábyrgð á því að hafa brugðist þjóðinni, segi af sér og snúi sér frekar að dýralækningum eða bókaskrifum. Á þeim vettvangi stafar í það minnsta minni hætta af afglöpum þeirra.
Ég veit það hins vegar að það eru svipaðar líkur á að sú von verði að veruleika og að von Geirs H Haarde verði að veruleika.
Bankaskýrsla undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Út með alla þessa bjálfa
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 01:14
Í raun er þetta enn einfaldara. Skýrsluhöfundarnir voru eiginlega bara að staðfesta það sem okkar peningamálasérfræðingar vissu í þó nokkuð langan tíma. Hér hefur tilgangurinn væntanlega bara verið sá að fá samt utanaðkomandi álit.
Stundum er það svo að ekkert gerist á meðan enginn kallar fram frumkvæði til aðgerða. Síðan þegar allt er komið í óefni er gripið til rangra aðgerða i óðagoti.
Það var nægur tími til að bjarga málunum. Til þess þurfti að koma upp bandalagi við hin norðurlöndin og Bretland. Bankarnir okkar voru jú að starfa á þessum mörkuðum og veittu með því þessum löndum tekjur og atvinnu eins og þeirra eigin bankar. Það hefði því verið eðlilegt að semja um bakland fyrir þá.
Ég er sammála greinarhöfundi, það var ekkert að því að halda þessu leyndu, þótt segja megi að mikill fjöldi hagfræðinga og spákaupmanna hafi séð veikleika bankakerfisins.
Eins og áður: Það er alltaf svo auðvelt að vera vitur eftir á.
Haukur Nikulásson, 15.10.2008 kl. 06:08
Ráða- og úrræðaleysi yfirvalda meðan hörmungarnar dundu yfir ásamt stórkallalegum yfirlýsingum hafa valdið landinu og þjóðinni meiri skaða en nokkurn gat órað fyrir.
Það verður krafa allra Íslendinga að hverjum steini verði velt til að komast til botns í hverjir bera ábyrgð á þessu.
Og ef stjórnvöld láta fara fram einhvern kattaþvott verður það dómstóll fólksins sem dæmir á endanum.
Ævar Rafn Kjartansson, 16.10.2008 kl. 09:52
"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.
Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem
þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.
Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."
Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.
Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.