Leita í fréttum mbl.is

SKÍTT MEÐ LANDIÐ! SKÍTT MEÐ REI

Eitt fyrsta verk nýs meirihluta er að ráðast í Bitruvirkjun.

Þetta gerir stóriðjumeirihlutinn þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi gefið virkjuninni falleinkunn vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun segir framkvæmdina óviðunandi vegna "verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu".

En það er ekki nóg með það nýr meirihluti skíti á landið og spúi brennisteini yfir Hvergerðinga, hann ætlar að bæta þessum framkvæmdum við þær framkvæmdir sem Orkuveitan hefur þegar ákveðið að ráðast í, þó eiginfjárstaða hennar sé hættulega lág fyrir.

 

En það er allt í lagi að skuldsetja Orkuveituna vegna þess að jarðhitavirkjanir séu svo arðbærar að þetta sé nánast hættulaus fjárfesting. Eða það gat maður lesið í Fréttablaðinu á dögunum.

 

En þegar kemur að því að nota þekkinguna úr Orkuveitunni til arðbærra verkefna erlendis að þá eru jarðhitavirkjanir ennþá áhættusaman og óásættanlegt að borgin taki þátt í þannig áhættufjárfestingum.

Þess vegna á að gera REI að fjárfestingasjóði þar sem þekkingin verður verðmetin og aðrir látnir fjármagna verkefnin.

Það hljómar kannski ágætlega, svona þar til maður áttar sig á því að í núverandi ástandi er allt verðmat í algjöru lágmarki og ágóðinn mun aðallega fara til þeirra sem koma nýir inn.

Það er nefnilega algjört brot gegn sannfæringu Sjálfstæðismanna að opinbert fyrirtæki geti grætt á einhverjum verkefnum. Slíkt er aðeins fyrir einkaaðila.

 

Annars er það markvert í nýja málefnasamningnum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur snarsnúist í flestum málefnunum.


mbl.is Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Annars er það markvert í nýja málefnasamningnum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur snarsnúist í flestum málefnunum.

í rauninni ekki.. sjálftektarflokkurinn tekur það sem honum hentar hverju sinni og gerir að sinni stefni þegar það passar.   

Óskar Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband