Laugardagur, 9. ágúst 2008
Áskorun til fjölmiðla
Í stað þess að flytja eintómar fréttir um stakar hækkanir og lækkanir af hverju leggið þið ekki smá vinnu í að skoða olíuverð á heimsmarkaði og verðið á lítranum hérna heima.
Með því einu að skoða heimsmarkaðsverð í íslenskum krónum nokkra mánuði aftur í tímann er hægt að bera það saman við verðið á dælunni hérna heima því þar með eru gengisbreytingar komnar inn í samanburðinn.
Og núna þegar olíuverð hefur lækkað aftur er lítið mál að sýna lesendum/áhorfendum myndrænt hvað lítraverðið ætti að vera ef olíufélögin væru jafn fljót að lækka og þau eru að hækka.
N1 lækkar eldsneytisverð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lék mér aðeins
Tók eftirfarandi fréttir af mbl.is:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/01/02/verd_a_hraoliu_for_i_100_dali/
og
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/08/08/oliuverd_laekkar/
Sem ættu að segja okkur ca. hvað verðið á olíutunninni var í byrjun árs og núna. Svo fór ég á sedlabanki.is og skoðaði gengi dollarans í upphafi árs og nú (3. janúar og 8. ágúst, tók miðgengið)
Í upphafi árs var verðið á olíutunnunni 100$ og gengið á dollaranum 62,64 kr. sem gera 6264 kr.
Núna er verðið á brent olíunni 112,28$ og gengið á dollaranum 82,79 kr. sem gera 9296 kr. Þetta gerir hækkun uppá 48,40%.
Verðið á olíutunnunni í New York er hinsvegar um 115 dollara sem gera 9521 kr eða hækkun uppá 52%
Svo fór ég á shell.is en það er eina olíufélagið sem býður upp á að finna gömul verð.
Fyrsta verðbreytingin á árinu (4. janúar) þá varð verðið á 95 oktana bensíni 134,40 kr en er skv. síðasta skjali þeirra (6. ágúst) 166,70 kr. Þetta gerir hækkun uppá 24,03%
Díselinn hjá var verðlagður 4. janúar á 136,90 kr en er skv. skjalinu frá 6. ágúst 183,60 kr. Þettar gerir hækkun uppá 34,11%.
Semsagt skv. þessu hafa olíufélögin hækkað verðið á bensíni og dísel minna en verðið hefur hækkað erlendis frá með teknu tilliti til veikingar krónunnar. Það er því spurning hvort fréttamenn vilji nokkuð segja okkur frá sannleikanum því hitt hljómar svo mikið betur.
Vissulega er þetta ekki nákvæmar tölur, því væri skemmtilegra að fá að mun ýtarlegra yfirlit yfir þetta.
Baldur 9.8.2008 kl. 02:29
Það er reyndar ekki hægt að bera saman hlutfallslega hækkun á heimsmarkaði og lítraverðinu því inni í lítra verðinu eru margir fastir þættir eins og olíugjaldið sem breytist ekkert þó heimsmarkaðsverðið hækki.
En það er hægt að bera saman tíma þar sem heimsmarkaðsverð er það sama í krónum talið og sjá lítraverðið.
Ingólfur, 9.8.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.