Föstudagur, 8. ágúst 2008
Afrek Sjálfstæðisflokksins í borginni
Það vita það allir að í pólitík getur alltaf slitnað upp úr meirihlutasamstarfi þó það hafi nánast verið óþekkt í borginni fyrr en í haust.
Oftast þegar það gerist er ákveðin óánægja meðal kjósenda með samstarfið eða í það minnsta óánægja kjósenda eins flokks. Til að mynda voru kjósendur flestra flokka, annarra en kannski kjósendum Sjálfstæðisflokksins, óánægðir með það þegar Flokkurinn ákvað að selja REI á brunaútsölu. Enda féll sá meirihluti á því máli.
En það hlýtur hins vegar að teljast ákveðið afrek að fella meirihluta sem hefur góðan stuðning meðal borgarbúa og skipta út borgarstjóra, sem meirihluti kjósenda er ánægður með, fyrir borgarstjóra sem setur met í óvinsældum.
Samt sem áður reyndu Sjálfstæðismenn að brosa um leið og þeir reyndu að telja öðrum, og sér, trú um það að stuðningur borgarbúa mundi nú skila sér, enda leitar stuðningur, með og á móti, oft í átt að ákveðnu jafnvægi milli fylkinga.
En alltaf þegar fólk heldur að staðan geti ekki versnað að þá er sett nýtt met í óvinsældum og fylgi Sjálfstæðisflokks og Ólafs.
Og á meðan hvert stórmálið eftir öðru, auk allra minni málanna, að þá er Borgarstjórinn upptekinn við það að ráða hvern þann sem er í náðinni hjá honum þá stundina og reka hina sem falla úr náð.
Já þetta er nú aldeilis afrek hjá Sjálfstæðisflokknum. Og jafnvel mætti færa fyrir því rök að það bæri vott um dirfsku hjá Hönnu Birnu og félögum að þora að bjóða borgarbúum upp á þessa vitleysu öllu lengur.
Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.