Leita í fréttum mbl.is

Misnotkun trúarbragða á börnum

Stuttu eftir að þetta mál allt komst í hámæli að þá var viðtal við nokkrar mæður innan söfnuðarins á CNN.

Þó að maður finni að sjálfsögðu til með mæðrunum þegar börnin hafa verið tekin af þeim að þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það sé börnunum fyrir bestu losna úr greipum þessa söfnuðar, hvort sem börn hafi verið neydd í hjónaband eður ei.

Það var svo greinilegt á mæðrunum að í söfnuðinum líðst ekki nokkur sjálfstæð hugsun, allar konur voru eins klæddar og með sömu hárgreiðsluna og það þarf varla að taka það fram að börnunum var aðeins kennt í samræmi við biblíuna, og þar með er þekkingu viljandi haldið frá þeim.

 

En versta brotið var siðgæðismatið sem er troðið á alla. Þarna er aðeins sannkristið siðgæði sem er leyfilegt og það er ákvarðað af biblíunni og leiðtoga safnaðarins og hafið yfir gagnrýni.
Það þýðir ekki aðeins að meðlimir safnaðarins sætta sig við heldur einnig að ekkert athugavert sé við það að börn séu látin giftast, og eins og haft hefur verið eftir einni móðurinni, að enginn aldur sé of ungur til þess að giftast. Sjálfstætt mat á réttu og röngu er skipulega brotið niður.

 

 

Kirkjunnar menn réðust harkalega að menntamálaráðherra í vetur fyrir það að ætla að taka orðalagið kristilegt siðgæði út úr grunnskólalögum og töldu þetta vera árás á kirkjuna og kristnina. Margir þeirra, þar með talinn biskupinn, telja einnig að trúleysingjar séu séu siðlausir þar sem þeir hafi ekki trú sem segir þeim hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að trúleysingjar breyti því bara eftir hentugleika hvað sé rétt og rangt.

Þetta er auðvitað kolrangt. Þeir sem eru trúlausir hafa alveg jafn gott, ef ekki betra, skynbragð á muninn á réttu og röngu en kristnir landar þeirra. Þeir hafa þróað það með sér frá fæðingu og eru síst verri þjóðfélagsþegnar en þeir kristnu.

En það sem meira er, lang flestir kristnir íslendingar hafa þróað sitt siðgæðismat á nákvæmlega sama hátt. Þeir fara í það minnsta ekki eftir siðgæðismati biblíunnar, sem betur fer. Því þá væri vel t.d. grýtingar og þrælahald vel ásættanlegt ásamt mörgu öðrum slæmum hlutum sem biblían veitir fordæmi fyrir. Sem betur fer velja flestir kristnir íslendingar það út úr biblíunni sem passar við þeirra siðferði og bæta því einnig við sem vantar í biblíuna.

Og þetta er einmitt nokkuð sem á að hvetja til, að börn fái að setja sjálfstætt mat á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að beita gagnrýnni hugsun á það sem aðrir segja þeim og þannig vernda þau frá að festast í greipum misjafna trúarleiðtoga, sem við höfum því miður dæmi um, eða einfaldlega til þess að geta betur staðist slæman félagsskap.

Það að brjóta niður gagnrýna hugsun, eins og ég tel að þessi söfnuður gerir, er misnotkun í sjálfu sér og réttlætir eitt og sér að börn séu tekin þaðan.


mbl.is Börnum verði skilað til foreldra á búgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla og ég er innilega sammála!

Iris 30.5.2008 kl. 12:48

2 identicon

Amen!

Helgi Hrafn Gunnarsson 30.5.2008 kl. 15:51

3 identicon

Í þessari færslu fellur þú í þá gildru að fullyrða að gildismat þitt sé rétt en annarra sé rangt. Þeir fullyrða vafalaust það sama um þitt gildismat. Þar með ert þú orðinn sekur um sömu þröngsýni og þeir sem fellst í því að hafna því að gildismat annað en þitt eigið geti verið réttmætt.

Allur einstrengingsháttur í gildismati er að mínu mati slæmur hvort sem það gildismat byggi á kristni, islam eða trúleysi. 

Hér á ég að sjálfsögðu ekki við þann hluta málsins sem snýr að misnotkun barna.

Georg 30.5.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Ingólfur

Sæll Georg,

Aðaláhyggjur mínar snúast ekki um það hvort fjölkvæni sé rétt eða rangt eða margt annað af því sem greinir gildismat mitt og þeirra að. Aðalatriðið er að meðlimum safnaðarins er ekki leyft að gera sjálfum upp við sig hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Jafnvel þegar einhver nær þannig tökum á fullorðnum getur það valdið því að þeir samþykki nokkuð sem þeir mundu aldrei gera annars, og þegar börn eiga í hlut þá er það enn alvarlegra.

Ingólfur, 30.5.2008 kl. 22:21

5 identicon

Ég tek undir með þér að það sé mikilvægt að leyfa hverjum og einum að þróa sitt gildismat og svo þegar viðkomandi er búinn að því þá þurfum við hin að umbera það.

Georg 31.5.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband