Leita í fréttum mbl.is

Enginn máni hátt á himni skín

Flott hjá UVG að skamma sína menn þegar þeir fremja svona afglöp.

Með þessu er verið að réttlæta átroðning kirkjunnar í skóla og leikskóla og um leið verið að brjóta á stjórnarskránni.

Það er ekkert að því að skólastarf skuli mótað af "arfleifð íslenskrar menningar", og að sjálfsögðu er kristin arfleifð líka innifalin í henni.

En með þessu ákvæði er verið að gera kristna arfleifð íslenskrar menningar æðri allri annarri arfleifð okkar.

Samkvæmt þessu er mikilvægara að halda upp á daginn sem Jón Arason var hálshöggvinn en að halda upp á sumar daginn fyrsta.

Einnig er algjörlega óhæft að leyfa leikskólabörnum og syngja "Máninn hátt á himni skín" í kring um áramót. Slíkt er ekkert nema villitrú. Nær væri að semja gott kristilegt lag um hve nauðsynlegt það er að brenna nornir, og láta börnin frekar syngja það við áramótaballið.

 

P.S. Ef einhver er með niðurstöður atkvæðagreiðslunnar þá væri fínt að birta hana, fyrir alla flokka. 


mbl.is Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Íslenskir prestar hafa nánast alla tíð verið stór rödd skynsemis og réttlætis

Ha, á Íslandi þá?

Fyrir tuttugu árum fannst varla sá prestur sem ekki fordæmdi samkynhneigð.

Fyrir fjörtíu árum fannst varla sá prestur sem þótti konur eigi erindi sem prestar. 

Eflaust hafa flestir prestar verið vænir karlar, miðað við samborgara sína, en þeir hafa líka verið forréttindastétt hér á landi afar lengi.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Ingólfur

Halldór, því miður hafa íslenskir prestar ekki alla tíð verið rödd skynsemis og réttlætis. Ekki einu sinni nánast alltaf.

Vissulega hafa þeir líka gert margt gott, ég ætla ekki að taka það af þeim, og það má einnig finna margt gott í Biblíunni, en það sama á við Hávamál, Kóranin og Skátalögin.

Af hverju ættum við að velja kristnina sérstaklega út, ef við þurfum síðan að sortera það frá sem er slæmt í henni.

Og af hverju á að leggja meiri áherslu á kristna arfleifð íslenskrar menningar en aðra arfleifð íslenskrar menningar.

Er kannski óþarfi að kenna íslandssögu sem nær lengra aftur en árið 1000, vegna þess að það sem ekki er kristið skiptir ekki máli?

Ingólfur, 28.5.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Ingólfur

Siðgæði nútímans? Kristið siðgæði er 2000 ára gamallt og þeir sem stóðu gegn því að það væri talað um kristið siðgæði í grunnskólalögum töldu að það mundi leiða af sér algjört siðleysi komandi kynslóða að vera ekki eins bundin af þessu gamla siðgæði.

Og þegar það sást að sú barátta var töpuð þá ver þessu troðið inn svo auðveldara væri að réttlæta trúboð þjóðkirkjunnar í leik- og grunnskólum. 

Ingólfur, 28.5.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Trú og skóli eiga enga samleið.. að trúa og vita er tvennt ólíkt svo bara með þeim rökum er augljóst að trú og skólar eiga enga samleið 

Óskar Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Ingólfur

Líklega er það ég sem hef verið að misskilja þig. Ég taldi þig vera fylgjandi bæði kristilegu siðgæði og nýja ákvæðinu inni í grunnskólalögunum, en eftir nánari lestur skil ég þig þannig að þú hafir verið á móti ákvæðinu um kristilegt siðgæði en teljir núverandi ákvæði ásættanlegt. Er þetta rétt skilið?

Þar sem ég taldi þig vilja miðað við 2000 ára gömul siðgæði þá skildi ég ekki hvers vegna þú fórst að tala um nútíma siðgæði. Biðst hér með afsökunnar.

Ég tel hins vegar að nýja ákvæðið klára mismunun, því hún gerir arfleifð okkar mis hátt undir höfði eftir því hvort hún tengist kristni eða ekki. 

Ingólfur, 29.5.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Ingólfur

Já ég hef heyrt þessa kenningu. En ég hef ekki trú á henni.

Það að nota ein trúarbrögð til þess að halda aftur af öðrum held ég að bjóða bara hættunni heim.

Ef önnur trúarbrögð verða áberandi, að þá bregðast "heiða" kristna fólkið við með því að styrkja sína trú, og ef hin trúarbrögðin verða öfgakenndari að þá verða fleiri kristnir öfgatrúaðir, og þannig stigmagnast það þannig að kristni meirihlutinn leyfir ákaft trúboð og í skólunum á meðan hinir stofna sína egin trúarskóla.

Ég tel betra að stuðla að fullum aðskilnaði trúarbragða frá ríki og þannig tryggja að bókstafstrú sé haldið fyrir utan skólana. 

Ingólfur, 30.5.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband