Leita í fréttum mbl.is

Verða bensínbílar verðlausir eftir 3 ár?

Á næstu mánuðum ætla ég að flytja heim, byrja að vinna og reikna með að kaupa mér bíl. Og eins og bensínverðið er í dag, að þá skiptir eldsneytiseyðslan töluverðu máli þegar ég er að spá í hvernig bíl ég ætti að kaupa mér.  Eyðslan innanbæjar verður að vera innan við 10 lítrar á hundraðið, helst innan við 8 og jafnvel fjárfesti ég í einhverjum smábíl sem eyðir 5-6 lítrum á hundraðið.

En er það nóg?

Ég var að skoða línurit sem sýnir olíuverð fyrir síðasta áratuginn, og línan minnir óhugarlega mikið á veldisfall, og ef sama þróun heldur áfram að þá yrði ég ekki hissa þó verð á lítrann væri komið yfir 300 kallinn innan þriggja ára.

 

Ef það gerist að þá munu þeir sem kaupa sér nýja bíla þá velja bíl sem gengur fyrir ódýrari orku, rafmagni/vetni/metan. Spurning er hins vegar, hvað gera þeir sem hafa nýlega fjárfest í dýrum nýjum bensínbílum? Markaðsvirði þeirra hlýtur að hrynja þannig að margir munu sitja uppi með verðlausa bíla sem eru bæði rándýrir í rekstri og afborganir í fjögur ár í viðbót.

Auðvitað kemur að því að olíuverð lækki, þegar búið verður að skipta út bílaflota heimsins, en það hlýtur að koma tímabil þar sem bensínbílarnir verða verðlausir vegna himinhás olíuverðs.

 

Ég held að bílaflotinn muni skipta um aðaleldsneyti á næstu 10 árum, og að þeir sem kaupi nýjan bíl í dag munu koma verst út úr þeim umskiptum.

Því er það spurningin, er nóg að kaupa sparneytinn bensín/olíu bíl? Á maður frekar að veðja á einhvern af hinum orkugjöfunum? Og hvað ef sá orkugjafi hlýtur sömu örlög og Beta spólurnar?

 

Stórar spurningar... 


mbl.is Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm.. ekki flytja heim ;)

Óskar Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Mæli með Pugeot 207, dísel beinskiptum. Eyðir 4,5 á 100 km og fær að leggja ókeypis í stæði. Von til að það sé hægt að losna við hann eftir 3 ár

Dofri Hermannsson, 28.5.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Ingólfur

Jú Peugeot er hófdrykkjubíll og lítur ekki illa út. En þá er líka eins gott að olían haldi ekki áfram að sigla fram úr bensíninu í verði.

Ingólfur, 28.5.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband