Leita í fréttum mbl.is

Jörð til Ólafs, jörð til Ólafs

Ég var að horfa á hádegisviðtalið við borgarstjórann á vísi.is og ég get ekki annað en spurt, í hvaða heimi er hann?

Hann segir að þessi könnun blási af allar fylgiskannanir og sýni að borgarbúar styðji hann sem borgarstjóra. Hann tekur ekkert mark á könnunum sem sýna að hann hefur ekkert traust sem borgarstjóri en þegar það kemur könnun sem sýnir að borgarbúar eru sammála honum um eitthvað, að þá sýnir hún ekki bara hug borgarbúa í því máli heldur er hún alhliða yfirlýsing um að þeir styðji Ólaf sem borgarsjóra.

 

Undanfarin ár þá hefur stuðningur við flutning flugvallarins verið vaxandi, og var hvað mestur þegar allir flokkar lýstu því yfir að þeir vildu ekki færa hann til Keflavíkur, en rifust síðan um það hvert hann ætti þá að fara.

Núna veit hins vegar enginn hver stefnan er, Sjálfstæðismenn vilja völlinn burt en vilja bara ekki segja það upphátt á þessu kjörtímabili.

Einhverjir eru að ræða um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og flutningurinn blandast inn í umræður um lestasamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Einnig var einhver að tala um það í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum hvað það yrði slæmt að færa innanlandsflugið til Keflavíkur.

 

Ég er nokkuð viss um það að borgarbúar vilji ekki flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og þessi óvissa gerir það að verkum að stuðningurinn við völlinn í Vatnsmýrinni eykst.

 

Hins vegar, ef borgarfulltrúarnir kæmu sér saman um að marka framtíðarstefnu þar sem ákveðið væri að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, en halda honum innan Reykjavíkur, og nota Vatnsmýrina til þess að styrkja miðbæinn. Að þá er ég viss um að borgarbúar mundu styðja það.

Fyrir þessu er 14 á móti 1 meirihluti í borgarstjórn, nema það að Sjálfstæðismenn mega ekki ákveða neitt varðandi flugvöllinn eftir að þeir keyptu Ólaf.


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óli F alski var sjálfum sér líkur í þessu viðtali og kom enn og aftur .. og aftur inn á það hvað allir séu á móti honum...

vil benda á mitt blogg varðandi flugvöllin frá í dag. 

Óskar Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Sturla Snorrason

sæll Ingólfur Harri, það er greinilegt að þú veist álíka mikið og aðrir arkitektar um veðurfræði kvað þá um flugveðurfræði.

Sturla Snorrason, 26.5.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og hversu mikið veist þú Snorri um veðurfræði og flugveðurfræði ??

Óskar Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Ingólfur

Sturla, ég veit lítið um veðurfræði enda ekki veðurfræðingur.

Ég læt þá um að finna henntuga staði fyrir flugvöll.

Hins vegar er ekki endilega rétt að nota hentugasta staðinn veðurfræðilega, ef sá staður hefur aðra stóra ókosti, eins og Vatnsmýrin.

Rannsóknir eru í gangi á Hólmsheiðinni, hvort sú staðsetning hennti veðurfræðilega. Þó svo að þar lokist flugvöllurinn væntanlega eitthvað oftar en völlurinn í Vatnsmýrinni að þá þarf það ekki að vera slæmu staður. Svo eru líka nokkrir aðrir staðir mögulegir.

Lang oftast er flug fellt niður vegna skilyrða á völlunum úti á landi, aðallega Vestmannaeyjum og Ísafirði.

Í þeim fáu tilfellum sem Reykjavíkurvöllurinn er lokaður en ekki hinn völlurinn (komu eða brottfararstaður flugleiðarinnar) Að þá væri hægt að notast við Keflavík sem varavöll. 

P.S. Hver kvað hvað um flugveðurfræði?

Ingólfur, 27.5.2008 kl. 02:37

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Það var enginn að tala um flugveðurfræði , en ég er flugmaður og hef þar með lært flugveðurfræði, einnig hef ég fundið fyrir hegðun vinda á mínum 10 árum sem flugmaður. Ég hef séð þokuna á Hólmsheiði snjóalög og fundið fyrir ókyrrðinni þar. Í vetur gerði ég skipulagsmódel af  Hólmsheiði, þannig ég veit nokkuð hvernig landið liggur þar. Þetta er eitthvað málamiðlunarbull að rannsaka veðurfar þar.

En Ingólfur, vertu velkominn að heimsækja mig á teiknistofuna ARKÍS sem ég vinn á. 

Sturla Snorrason, 29.5.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Ingólfur

Þakka þér boðið, en reyndar til að hafa það á hreinu að þá er ég ekki á leiðinni að verða arkítekt. Ég valdi mér sérsviðið hönnunarverkfræði, En ég var ansi nálægt því að koma í sumarvinnu hjá ykkur eitt sumarið.

Ef það kemur í ljós að Hólmsheiði henntar ekki að þá þarf ekki að ræða það frekar. T.d. ætti síðasti vetur að hafa gefið góða mynd af því hvernig verstu aðstæður væru.

En ef Hólmsheiði verður útilokuð, að þá verður að halda áfram að leita. 

Ingólfur, 29.5.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband