Mánudagur, 5. maí 2008
Sýndaröryggi - Íslendingar láta alltaf plata sig
Núna skiptast NATO þjóðirnar á að koma til Íslands og vakta landhelgina. Engu er til sparað, herþoturnar tilbúnar allan sólarhringinn og geta verið komnar í loftið á 15 mín til þess að elta rússneskar sprengjuflugvélar sem finnst gaman að æfa sig í línudansi.
Einnig verða stífar heræfingar og til þess að sanna það að við séum menn með mönnum að þá borgum við verulegan hluta kostnaðarins.
En þetta hefur nákvæmlega ekki neitt að segja fyrir öryggi landsins eða lofthelginnar. Koma hersveitanna er auglýst með löngum fyrirvara. Næsta sveit kemur í September og ef Rússarnir eða einhverjir aðrir vilja ráðast á Ísland að þá passa þeir einfaldlega upp á að það sé ekki hersveit stödd á landinu þegar þeir leggja til atlögu.
Svo getum við líka gengið frá því vísu að ef ástandið í heiminum versnar til muna og líkur á nýrri heimsstyrjöld vaxa, að þá munu NATO ríkin ekki senda hingað fleiri sveitir á æfingu heldur halda þeim heima hjá sér eða annarstaðar þar sem herstyrkurinn nýtist þeirri þjóð sem best. Þannig er það einfaldlega og það er mjög skiljanlegt að ríki hugsi fyrst og fremst um sitt öryggi.
Þannig að við íslendingar fáum sama og ekki neitt út úr þessu nema reikninginn fyrir æfingunum.
Ríkin sem aftur á móti koma hingað fá alveg helling. Það þarf að halda æfingar hvort eð er og enn betra að hafa nánast óbyggt land til þess að leika sér í og land sem er óþekkt af flugmönnunum er líka kostur. Hér eru líka oft erfiðar veðuraðstæður sem gott er að læra á.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að stór hluti kostnaðarins er borgaður af vitlausum íslendingum.
Við hefðum allt eins getað krafsað Ægishjálm á mitt landið. Það hefði verið ódýrara og veitir líklega betri vörn.
Frakkar vakta loftrýmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.