Leita í fréttum mbl.is

Raunveruleg hátæknifyrirtæki

Undanfarið hafa stóriðjufyrirtæki reynt að slá ryki í augu landans með hátæknihugtakinu. Þannig höfum við séð að aðilar, sem vilja reisa olíuhreinsistöð með rússneskum huldumönnum, kalla sig Íslenskan hátækniiðnað og talmenn álvera tala um að álbræðslurnar séu hátæknifyrirtæki því þar sé notaður hátæknilegur búnaður.

En þegar talað er um hátækni eða hátæknifyrirtæki að þá er ekki verið að tala um fyrirtæki sem nota eitthvað hátæknilegt, heldur fyrirtæki sem setja að minnsta kosti 4% af veltu sinni í rannsóknir og þróun. Og það gefur augaleið að fyrirtæki sem nota þekktar aðferðir við olíuhreinsun eða álbræðslu eru ekki hátæknifyrirtæki.

Hátæknifyrirtæki, eins og Marel, Össur og fleiri, eru sérstaklega verðmæt vegna þess hve hátt hlutfall af störfum hjá þeim eru hálaunuð störf þar sem menntunin, sem íslendingar eru duglegir við að sækja sér til útlanda, nýtist vel.

 

Að þessi fyrirtæki hafi gott starfsumhverfi er meginforsenda þess að íslendingar komi aftur heim þegar þeir eru búnir að mennta sig. Þessu þarf ríkisstjórnin að átta sig á í stað þess að hlaða niður álbræðslum og olíuhreinsistöðvum. 


mbl.is Marel: Fimm milljarðar í rannsóknir og þróun á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband