Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Hver er krafan?
Ég á í stökustu erfiðleikum með að átta mig á því hverjar kröfur mótmælenda eru nákvæmlega.
Umræðan er farin að snúast of mikið um það hver kastaði fyrsta steininum og kröfurnar hafa gleymst, ef þær voru þá einhverntíman ljósar.
Hverjir eru að mótmæla?
Gott væri að fá það á hreint hverjir eru að mótmæla. Það er mikið talað um atvinnubílstjóra en ég skil það orð þannig að það eigi við alla þá sem vinna við að keyra, á meðan þeir sem eru sem mest eru að mótmæla eru þeir sem eiga, reka og keyra sína eigin vöru- og flutningabíla. Semsagt sjálfstæðir atvinnurekendur, ekki almennir launamenn.
Eldsneytisverðið
Þeir hafa reynt að fá almenning með sér með því að segjast vera að mótmæla háu eldsneytisverði. Vissulega er eldsneytisverðið ægilega hátt en er það ríkinu að kenna?
Aldrei þessu vant að þá er bensínverðið 10-20 krónum dýrara í Danmörku en á Íslandi. Reyndar er Olían þar á svipuðu verði og bensínið þannig að þar munar ekki eins miklu.
Olíu- og bensíngjaldið er föst krónutala þannig að hlutur ríkisins fer lækkandi af verði eldsneytislítrans og rýrnar að raunvirði í verðbólgunni.
Vaskurinn hækkar vissulega með hækkandi verði því hann er fast hlutfall en varla er verið að mótmæla honum því mótmælendurnir fá hann endurgreiddan.
Lítum þá betur á olíu- og bensíngjaldið. Ríkið getur vissulega lækkað þetta en hvers vegna ætti það að gera það þegar hlutfall þeirra hefur verið að falla.
Ef þetta verður lækkað að þá hverfur hvatinn fyrir því kaupa frekar sparneytnari bíla, hjóla í vinnuna eða sameina ferðir. Þjóðin kaupir meiri olíu, viðskiptahallinn verður meiri og ríkið tekur peningana inn með öðrum leiðum.
Ef ríkið hefur tækifæri til þess að lækka skatta að þá ætti frekar t.d. að hækka skattleysismörkin eða fella niður stimpilgjöld.
Einu kröfurnar varðandi eldsneytisverð sem "meika sens" sem ég sé væri að breyta gjöldunum þannig að díselolían væri ódýrari en bensínið, þar sem díselbílar eyða minna eldsneyti og því væri þar hvati til að eiga díselbíl. Þetta er raunhæf krafa sem hefði verið hægt að ná í gegn ef það væri sett áhersla á hana og réttum aðferðum beitt.
Kílómetragjald
Það hefur líka eitthvað aðeins verið minnst á kílómetragjald. Það getur verið að það gjald sé mikið að plaga þessa mótmælendur, en þá skulu þeir sleppa því að segjast vera að mótmæla fyrir almenning.
Svo eru líka mjög góð rök fyrir því að þeir borgi fyrir hið gífurlega slit sem bílar þeirra valda vegakerfinu.
Lög um hvíldartíma
Ég hef það á tilfinningunni að helsta krafa mótmælendanna sé að fá að keyra þreyttir. Þannig kemur það allavega út þegar það er verið að krefjast þess að sektir séu látnar detta niður og lögin um hvíld ökumanna bara felld úr gildi í heild sinni.
Ef þið fenguð þá kröfu í gegn að þá veit ég að þá fenguð þið sjá fólk taka sig saman og mótmæla, á móti ykkur. Ég mundi fara þar fremstur og stoppa hvern þann flutningabíl sem ég sæi.
Þreyta og einbeitingarleysi er ein af aðalorsökum umferðaslysa og þegar svona trukkur á í hlut að þá er öruggt að umferðarslysið verður mun verra en ella. Og ef það er talið nauðsynlegt að ökumenn stórra bíla hvíli sig frá akstri inn á milli þar sem þeir eru að keyra í Evrópu á góðum, breiðum hraðbrautum með akstursstefnurnar vel aðskildar, að þá er ekki síður þörf á því þegar keyrt er um mjóa íslenska vegi í gegnum blindbeygjur og yfir einbreiðar brýr.
Og í Evrópu er þetta ekki bara fyrir þá sem keyra á hraðbrautum á milli landa. Rúturnar í Danmörku keyra margar aðallega um sveitavegina, sem eru svipaðir og góðir íslenskir vegir. Og á þeim leiðum skipta þeir reglulega um bílstjóra yfir daginn.
Það er sjálfsagt að kanna aðlögun á lögunum, en þó skilst mér að það sé ákveðinn sveigjanleiki í lögunum þannig að hægt sé að stoppa fyrr, oftar og þá styttra í einu. Og þó svo þótt það sé leyfilegt að keyra í allt að fjóra og hálfan tíma að þá er það alls ekki lágmarks tími.
Ef þú vilt ekki fá sekt að þá planar þú það þannig að þú hafir upp á eitthvað að hlaupa.
Og varðandi dæmið fræga með að stoppa á Holtavörðuheiðinni til þess að ná til Austfjarða á einum degi.
Hve hátt hlutfall þeirra sem taka hvað virkastan þátt í mótmælunum eru dags daglega í langferðum eftir endilöngu landinu?
Mér sýnist nefnilega á fréttamyndunum að flestir mótmælendanna séu á vörubílum sem eru þá notaðir aðallega í jarðvegsflutninga á og við höfuðborgarsvæðið.
Hvíldarstæði
Ég skil hvað best kröfuna um góð hvíldarstæði. Ég skil þá bílstjóra sem vilja hvíldarstæði í stíl við þau sem eru í Evrópu.
Ég væri líka til í hraðbrautirnar sem liggja á milli þeirra. En ég er hins vegar ekki að búast við því á Íslandi núna á næstunni.
Þetta er skiljanleg krafa, en af hverju á ríkið sjá um að búa til og reka flott hvíldarstæði á 30 km fresti þegar það eru ennþá stórhættulega einbreiðar brýr á vegum landsins?
Ég hef nokkru sinnum ferðast með rútu á milli landa í Evrópu og þá fer bílstjórinn að sjálfsögðu eftir hvíldarreglunum. En aldrei stoppa þeir á þessum útskotum við vegina. Þau eru líklega meira notuð af fjölskyldufólki sem borðar þar sína "madpakke".
Rúturnar stoppa venjulega við einkarekin hvíldarpláss þar sem venjulega er rándýr veitingastaður, rándýr sjoppa og það kostar að fara á klósettið.
Hér heima er svo sem allt rándýrt en ef það er opin sjoppa þá kemst maður í það minnsta á klósettið frítt.
En ef það er ekki forsenda fyrir því að hafa staðina opna að þá verða flutningsfyrirtækin líklega að taka sig saman og koma upp aðstæðum fyrir bílstjórana. Eða eigum við kannski að hafa ríkisreknar sjoppur um allt land?
Hver er krafan?
Er ekki kominn tími til þess að það komi frá mótmælendunum skýrt hverjar kröfurnar eru, rökstuðning fyrir þeim og hverjir eigi að verða við þeim.
Og setjið nú fram raunhæf markmið.
Það eina sem ég sé sem er eftir hjá ykkur, sem hægt er að fallast á, eru tilfæringar á olíugjaldinu og hugsanlega smá útfærslubreytingar á hvíldarreglunum.
Hins vegar, ef ofbeldið heldur áfram, að þá getið þið gleymt þessu.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær og málefnaleg færsla hjá þér, get ekki verið meira sammála
Evert S, 24.4.2008 kl. 22:33
Takk fyrir.
Ég sendi hana líka á samtaka.net, sem er vefur mótmælendanna.
Það verður gaman að sjá hvort þeir birti hana og þá síðan hvort það koma einhver svör.
Ingólfur, 24.4.2008 kl. 22:42
Ég vil líka gjarnan fá botn í það hver krafan sé. Vörubílstjórarnir hafa einnig lagt mikla áherslu á það að alþingismenn vakni og ræði málin í staðinn fyrir það "... að vera alltaf í útlöndum". Ég veit ekki betur en að fulltrúar mótmælenda hafi þegar rætt við samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra.
Ólafur Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 23:03
Takk fyrir þessa færslu... loksins eitthvað málefnalegt og rökstutt í þessari umræðu hér inni. Leyfi mér að efast um að þetta verði birt á vefnum þeirra ....ætli þeir muni nokkuð kannast við að hafa fengið þetta sent....
Helgi 24.4.2008 kl. 23:11
Mínar athugasemdir ...
Árni Gunnar 25.4.2008 kl. 00:06
Finnst ykkur allt í lagi að læknar standi 24 klst. vaktir, eða jafnvel lengri, mér skilst að þeir séu enn að berjast fyrir því að Ríkið fari eftir lögum um hvíldar og vinnutíma. Er ekki líka sagt frá því öðru hvoru að iðnaðarmenn hafi þurft að vinna heilu sólarhringana til þess að hægt sé að opna einhverja skrifstofuna eða verslunina á "Réttum tíma". Hvað gera svo Alþingismennirnir Okkar síðustu sólarhringana fyrir frí. Ég veit ekki til þess að það sé haldið úti mörgum flokkum eftirlitsmanna til þess að passa að þeir fari eftir lögum um hvíldar og vinnutíma. Ég held reyndar að hluti af því sem verið er að mótmæla sé hversu vegagerðin túlkar allt á strangasta hátt. Til dæmis að hafi maður t.d. á leið frá Akureyri til Reykjavíkur (sem tekur ca. 6 klst. með stoppi.) tekið tvisvar 29 mín. hlé, samtals 58 mín. þá á samt eftir að stoppa í 15 mín. áður en 4,5 klst. akstri er náð! Vegagerðin getur víst bara hugsað í korterum. lol Þeir einu sem ég held að búi við strangari vinnutíma en bílstjórar eru flugmenn, en ekki ætla ég nú að bera saman launin, þeas. tímakaupið.
Siggi Magg 25.4.2008 kl. 00:12
Einmitt. Ég held að krafan liggi í raun ekki þarna, þetta eru bara nokkrar birtingarmyndir einnar allsherjarkröfu gagnvart kerfinu, kerfinu sem býr til mun á aðstæðum þessara manna og t.d. bisnesskalla og lögfræðinga.
Málið snýst ekki um bensínverð og allt það, heldur um að fá að taka þátt í ákvarðanatöku í samfélagi (t.d. hvenær þeir eiga að lúlla og hvenær ekki því líklegast þekkja þeir betur inn á sig, reksturinn og aðstæðuna á íslandi til hvíldar en þeir sem ákveða að skipa þeim að lúlla)- fá að vera rödd sem er líka hlustað á og að fá jafnari skiptingu á gæðum heimsins (þ.á.m. aðgang að eldsneyti).
En ég veit ekki hvort þeir átti sig á því að þeir eru pirraðir út í allt kerfið, vegna þess að enginn á Íslandi hefur talað um svona "baráttu" - eða hvað á að kalla þetta - í 20 ár.
Brissó B. Johannsson, 25.4.2008 kl. 00:28
Siggi, auðvitað má segja að það sé stórhættulegt að leyfa alingismönnum að setja lög dauðþreyttir, en það er sem beturfer oftast hægt að kippa því í lag áður en skaði hlýst af.
Hins vegar er ekkert tækifæri til lagabreytinga ef að bílstjóri 20 tonna trukks sem kemur á móti þér er kominn á vitlausann vegarhelming vegna þreytu.
Brissó, ef þetta er krafa þeirra að þá þurfa þeir að koma fram með hana skýrt og sýna hvernig er hægt að bæta þetta án þess að það komi niður á öryggi vegfarenda.
Ef maður vill láta hlusta á sig að þá verður maður að segja einhvað af viti.
Ingólfur, 25.4.2008 kl. 00:54
Hef aðeins tjáð mig um þessi málefni eins og þau koma mér fyrir sjónir á joelsson.blog.is
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 25.4.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.