Föstudagur, 21. mars 2008
Tjáningarfrelsið mikilvæga
Aðal málið í "stóra teiknimyndamálinu" var að standa vörð um tjáningarfrelsið. Öfgafullir múslímar kröfðust að blöð og teiknarar væru dæmdir á meðan danskir ráðamenn reyndu af veikum mætti að koma því til skila að einn grundvallarréttur hvers og eins í lýðræðisríki er tjáningarfrelsið jafnvel þó sumir kjósi að nota hann til þess að særa aðra.
Það er hins vegar eins og íþróttamenn séu alveg undanskyldir tjáningarfrelsinu.
Það er meira að segja þannig að íþróttamenn mega ekki einu sinni gagnrýna dómgæslu án þess að vera settir í bann. Það er eins og það eigi að líta út fyrir að dómarar séu óskeikular verur og ef eitthver dregur það í efa að þá þurfi að refsa fyrir það.
Ef lögmál opins lýðræðissamfélags virka að þá ættu áhorfendur að vera færir um að dæma um það hvort þjálfarinn hefur rétt fyrir sér eða hvort hann sagði þetta bara af því hann var tapsár.
Nú er ég ekki endilega sammála þessum Serba sem þarna tjáði sig með því að klæðast þessum bol, en þetta er væntanlega hans skoðun, því má hann ekki tjá hana.
Núna er mikið talað um Ólympíuleikana í Peking vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og vilja sumir að þjóðir heims taki sig saman og sniðgangi leikana. Ég er alveg ósammála þessu. Ég held að það breyti engu.
Hins vegar ef íþróttamönnum hafa tjáningarfrelsi og vildu styðja sjálfstæðisbaráttu þeirra þjóða sem Kína hefur sölsað undir sig, eða réttindi kvenna eða trúarhópa eða vilja bæta aðstæður starfsfólks í verksmiðjum, eða bara eitthvað annað, að þá gæti það haft gífurleg áhrif.
Ímyndið ykkur t.d. að íþróttamenn frá tíu þjóðum mundu taka sig saman og ganga inn á leikvanginn undir fána Tíbetar. Það hefði margfallt meiri áhrif en ef sömu tíu þjóðirnar hefðu sniðgengið leikana.
EM í sundi: Evrópumeistarinn útilokaður frá frekari keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.