Leita í fréttum mbl.is

Öllu stjórnað af Kaupþingi?

Ég gær heyrði ég að það væri Kaupþing sem stæði fyrir metfalli krónunnar.

Þó svo að ég trúi því svo sem alveg upp á bankana að braska með hag almennings í landinu að þá tók ég þessu þessu nú bara sem óstaðfestri kjaftasögu en eftir að ég sá Moggann í dag að þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort kjaftasagan sé kannski alveg dagsönn.

Bankarnir eru nefnilega að búnir að græða um 150 milljarða á gengishruni krónunnar frá áramótum og Kaupþing eitt og sér er með yfir 100 milljarða, næstum því heil Kárahnjúkavirkjun, hagnað á markaðsaðstæðum sem eru að éta upp margfaldar kjarabætur láglaunafólks í landinu.

 

Nú er reyndar rétt að taka það fram að um er að ræða óinnleystan hagnað og ólíklegt að það náist að leysa út nema hluta hans.

Það er hins vegar ljóst að bankarnir hafa klárt "mótív" til að setja íslenska efnahagslífið í hverja rússíbanaferðina eftir aðra og geta náð til sín tugi milljarða í hverri dýfu.

Fyrir þetta borgum við síðan í kjararýrnun, skuldahækkun og okurvöxtum. En það svo sem lítið gjald að borga því í staðin skemmtir Kaupþing okkur um hver áramót með hinum frábæra grínleikara John Cleese.


mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband