Leita í fréttum mbl.is

Borgin áfram stjórnlaus, Ákvörðun frestað enn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í 5 mánuði verið ófær um að stjórna borginni og núna er búið að ákveða að draga það ástand enn á langinn.

Í október missti flokkurinn völdin vegna innbyrðis deilna, og síðan hann stal völdunum aftur hafa borgarfulltrúar hans ekkert gert nema læðast út um kjallara, ef frá er talið að kaupa kofa á hundraði milljóna og gefa út að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Sá sem bara aðal ábyrgðina á REI málinu, hefur ekki axlað sína ábyrgð og ætlar að sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist, nema hann ætlar hugsanlega ekki að verða borgarstjóri aftur.

Fyrst að hann hefur ekki traust til þess að verða aftur borgarstjóri, hvers vegna hefur hann þá traust til að sitja áfram sem oddviti. Þekktir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir vantrausti á hann og félag innan flokksins hafa ályktað gegn honum en það er alveg óþekkt að oddviti fái slíkt vantraust hjá Sjálfstæðisflokknum.

Það er því ljóst að eina ástæða fyrir áframhaldandi setu hans er tilraun til þess að stjórna hver fær að taka við. Það mun hins vegar taka sinn tíma og á meðan borgarfulltrúarnir Sjálfstæðisflokksins berjast um borgarstjórastólinn að þá mun borgin sigla áfram stjórnlaus.


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvernig minni hefur þú, væni minn ? Var ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í

ca. 100 daga ? Af hverju vilja vintrimenn endilega gleyma því sem fyrst, er það vegna þess, að Tjarnarkvartettinn náði ekki einu sinni stóru hundraði eins og

Jörundur Hundadagakonungur forðum ??

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.2.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Ingólfur

Ég er ekki búinn að gleyma neinu.

Tjarnarkvartetinn tók við vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var ófær um að stjórna. Allt var orðið stopp því þeir voru uppteknir við að leysa sín innanflokksmál en var að komast aftur á skrið með Dag við stýrið.

Svo kaupa þeir sig aftur í meirihluta án þess að vera búnir að leysa innanflokksmálin og eru því enn ófærir um að stjórna borginni. Þess vegna varð borgin aftur stjórnlaus og verður það um fyrirsjáanlega framtíð.

Ingólfur, 24.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband