Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Ekki-málefnasamningur
Á fréttamannafundinum talaði Ólafur um að borgarfulltrúar F-listans og Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist að samkomulagi um myndun meirihluta í borginni og hafi gert með sér málefnasamning.
Nú er það svo sem satt að borgarfulltrúar F-listans standi það þessu, þar sem hann er eini borgarfulltrúinn. Hins vegar hef ég ekki séð nokkurn annan af F-listanum lýsa yfir stuðningi við þennan meirihluta. Hitt er á hreinu að sá, sem gengt hefur hlutverki Ólafs sem borgarfulltrúi F-listans í um eitt og hálft ár, mun ekki styðja þennan lista.
En hvernig er svo málefnasamningurinn? Jú hann byrjar á því að ekki megi taka ákvörðun um framtíð flugvallarins á kjörtímabilinu. Það er ekki ákveðið að hann verði áfram eftir 2016 og heldur ekki ákveðið að það eigi að flytja hann. Það er bara samkomulag um það að taka enga ákvörðun.
Þetta er einmitt það sem við þurfum í borgarskipulagið, meiri óvissu.
Ég er viss um að sjálfstæðismenn séu geðveikt ánægðir með svona ekki-málefnasamning.
Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málefnasamingurinn fjallar um meira en flugvöllinn s.s. lækkun skatta sem koma til strax á þessu ári. Hvað varðar flugvöllinn þá hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um það hvort hann á að fara eða ekki. Það er alveg ljóst að Reykjavík verður að hafa flugvöll en hvar hefur ekki verið tekin afstaða um og flugvöllurinn fer í fyrsta lagi 2016 og að fullu 2024 svo hvað liggur á?
Vilhjálmur Andri Kjartansson 22.1.2008 kl. 03:47
Þó flugvöllurinn verði allavega að vera til 2016 að þá skiptir máli að undirbúa flutninginn tímanlega, bæði þannig að nægur tími sé til þess að skipuleggja og byggja nýja völlinn og til þess að hagsmunaaðilar viti hvernig flugvallarmál verði eftir 2016.
Þess vegna er mikilvægt að skýrslan um hugsanleg flugvallarstæði verði kláruð eins fljótt og kostur er og að þegar hún er tilbúin að ákvörðun verði tekin, en ekki beðið eftir að kjörtímabilið klárist útaf því einu að einn borgarfulltrúi er á móti því að völlurinn sé færður.
Ingólfur, 22.1.2008 kl. 10:55
Reykjavík er höfuðborg Íslands og getur ekki bara tekið bestu bitana í því verkefni. Það fylgir vandi vegsemd hverri og borgin hefur einnig skyldum að gegna við aðra landsmenn, þó hávær hluti borgarbúa virðist ekki átta sig á því.
Flugvöllurinn í Reykjavík er og verður þar sem hann er, til langrar framtíðar. Annað er ekki raunhæft. Rétt væri að kjósa um það í almennri kosningu, samfara n.k. alþingiskosningum þar sem allir landsmenn hefðu kosningarétt.
Það er einnig merkilegt, þegar sigldir einstaklingar skilja ekki mikilvægi flugvallarins í samfélagslegu samhengi. Erlendar borgir eru með lestarstöðvar sem næst miðbænum, flugvöllurinn er okkar lestarstöð.
Hvaða borg, sem vill gera sig gildandi í verslun og þjónustu, flytur aðal lestarstöðina sína langt út fyrir borgarmörkin?
Benedikt V. Warén, 23.1.2008 kl. 17:23
Ég virði þetta hlutverk höfuðborgarinnar og mundi aldrei samþykkja að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Hins vegar finnst mér ekki ganga að hafa flugvöllinn alveg við miðbæinn. Fyrir utan hættuna af honum að þá er varla hægt að taka viðtal í miðbænum án þess að það þurfi að stoppa meðan flugvél fer yfir.
Svo eru það skipulagsmálin, því þetta svæði er hægt að nota til þess að blása lífi í miðbæinn, þó ég gæti reyndar trúað því að það tækifæri yrði misnotað og í staðinn kæmi eitt skipulagsslysið enn.
Ingólfur, 26.1.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.