Leita í fréttum mbl.is

Mikil er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í borginni

Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins misstu klúðurlega völdin í borginni hafa þeir átt svolítið bágt. Það er því skiljanlegt að þeir séu tilbúnir til þess að fórna ýmsu til þess að komast aftur að völdum. Það er t.d. næstum því skiljanlegt hvernig þeir samþykkja að stoppa þróun Vatnsmýrarinnar og að láta litla flokkinn fá að vera borgarstjóra.

En bíðum við, hvaða litla flokk? Frjálslynda flokkinn? Nei, Ólafur er ekkert í honum. F-listann? Nei, því enginn nema Ólafur sjálfur kom að þessari meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum. Varamaður hans vissi ekki einu sinni af þessum viðræðum.

Ætli Ólafur ætli að sitja einn í öllum þeim nefndum sem hann fær í þessu samstarfi? Og hver verður skipaður varamaður hans?

Og svo er það stóra spurningin, hvað er langt í að Ólafur forfallist? Við lendum öll í því að verða veik, hvað gerist ef hann fær flensu?

Margrét Sverrisdóttir var alveg með það á hreinu að hún mundi standa við sín loforð og styðja fráfarandi meirihluta.  Þannig að það er ljóst að meirihlutinn mun sveiflast, jafnvel á vikufresti.

 

Ég er ekki viss um að hægt sé að gera Ólaf ábyrgan fyrir þessu. Hins vegar er það alveg á hreinu að Sjálfstæðisflokkurinn veit alveg hvað hann er að bjóða borgarbúum upp á ótrausta stjórnun með þessum meirihluta.

 

Kannski er tilgangurinn bara sá að ná að selja REI í brunasölu. Það var allavega stefnan hjá þeim þegar þeir misstu völdin. 


mbl.is Allt upp á borð varðandi REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að heyra sósialista halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn beri hér einn ábyrgð á því ástandi sem kom upp í borginni. Gleymdu því ekki væninn að Björn Ingi sveik Sjálfstæðisflokkinn fyrir  um 100 dögum síðan og myndaði ótraustan meirihluta um ekki neitt. Í rúma hundrað daga hafa Reykvíkingar ekki haft hugmynd um það hvað nýr meirihluti stæði fyrir, það er ávísun á bara eitt, dýrar málamiðlanir. Áherslan mikla á REI málið var svo ekki meiri en svo að það hefur ekki verið fundað í rannsóknarrétti svandísar í meira en 50 daga eða næstum því helmingnum af líftíma vinstrimanna í borginni.

 Það voru stór mistök hjá vinstrimönnum að reyna að halda völdum í fjögurra flokka stjórn þar sem hver flokkurinn er ólíkari hinum. Ábyrgðin liggur mest hjá þeim sem fyrst veldur og þar hefur bingi vinninginn en dagur er ekki langt á eftir. Vissulega létu Sjálfstæðismenn plata sig rækilega fyrir 100 dögum en nú er verið að leiðrétta þau mistök.

Góðar stundir 

Vilhjálmur Andri Kjartansson 22.1.2008 kl. 03:44

2 Smámynd: Ingólfur

Ég er svo sem enginn sérstakur stuðningsmaður Björns Inga. Mér fannst það hins vegar alveg ótrúlegur hroki hjá Sjálfstæðismönnum, að ætlast til þess að Björn Ingi hlýddi bara ykkur eftir að þið höfðuð náð eitthverri þrautalendingu eftir að sexmenningarnir höfðu reynt að svíkja leiðtogann sinn.

Sem minnir mig á. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn fyrir rúmum 100 dögum, þá var ætluðuð þið að selja REI við fyrsta tækifæri. Á að láta verða af því?

Ég hef ekki átt erfitt með að sjá hvað vinstri stjórnin stendur fyrir, og það hefur enginn málefnaágreiningur verið milli þeirra. Ekki einu sinni Ólafur, sem sagt er að hafi verið guðföður vinstri meirihlutans, lét það í ljós að hann væri óánægður.

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband