Laugardagur, 8. desember 2007
Formúla 1: Keppni í reglusvígi
Aldrei ætlar FIA að læra að reglurnar eru að eyðileggja þessa íþrótt.
Fyrst var bannað að skipta um dekk, svo var það skylda að nota tvær týpur af dekkjum.
Tímatökurnar snúast ekki um það hver er fljótastur, heldur hver er með minnst bensín á bílnum.
Þú ert í vondum málum ef vélin springur í keppni, því þá færistu aftur um 10 sæti í næstu tímatöku, nema í öðru hverju móti.
Einu sinni var gripstýring bönnuð nema ef maður lét sjálfskiptinguna sjá um hana.
Það er bannað að taka bensín rétt eftir að öryggisbíllinn kemur út, þó maður sé að verða bensínlaus.
o.s.frv
Þetta er ekki lengur spurningin hver er besti ökumaðurinn á hraðasta bílnum, þetta er keppni hver finnur bestu leiðirnar framhjá reglunum.
Ætli liðin taki ekki bara upp á því að skella bílunum ofan á flugvélar til að prófa loftmótstöðu núna eftir að takmörk eru sett á vindgöngin.
FIA takmarkar notkun vindganga á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er verið að skemma þessa "keppni".
Hvers vegna ekki að leyfa formúlunni að þróast sjálfa. Það eiga að sjálfsögðu að gilda reglur á keppnisbrautinni, en að takmarka tímann sem má fara í hönnun?!
Það væri gaman að sjá faratækið sem kæmi útúr því umhverfi þar sem engin takmörk væri á hönnunarkostnað né hönnunartímann.
þá fyrst yrði gaman að fylgjast með formúlunni.
Rúnar Ingi Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.