Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Hver á að vinna í fjórum nýjum álverum, einni kísilhreinsunarstöð og slatta af netþjónabúum?
Maður hefur það á tilfinningunni að á Íslandi sé í gangi keppni um síðustu kílówattstundina til þess að byggja endalaus álver og þar fyrir utan á að byggja fullt af annarskonar iðnaði sem ætlar að nota orku og íslenskt vinnuafl.
Á sama tíma eru vextir stöðugt að hækka til þess að reyna að koma eitthverjum böndum á þennsluna.
Hvað er eiginlega í gangi? Hvað liggur á? Hver á að vinna á þessum stöðum? Er orkan á síðasta söludag?
Ætti ekki frekar að fara út í svona framkvæmdir þegar atvinnuleysi og engin þennsla væri á sjóndeildarhringnum?
Atvinnuleysi mælist enn 0,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð hjá þér.
Það sem gleymist stundum þegar verið er að ræða málin um álverin og orkuna er fórnarkostnaðurinn - hreina loftið og náttúran.
Bendi þér og öðrum sem hafa áhuga að lesa bloggið mitt hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:59
Hreinaloftið og náttúran fara ekkert þótt álver rísi.
Tryggvi L. Skjaldarson, 14.11.2007 kl. 18:23
Rangt, Tryggvi.
Álver menga og til að afla rafmagns til þeirra þarf að virkja annað hvort vatnsföll eða jarðhita. Það hefur í för með sér stórfellda eyðileggingu á náttúrunni og enn meiri mengun eins og sannast hefur undanfarið með Hellisheiðarvirkjun sem spúir brennisteinsvetni í áður óþekktum mæli yfir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Allar framkvæmdir verður að skoða í samhengi við annað og meta alla kosti og galla.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 19:15
Auðvitað eyðileggja virkjanir og línuvirki aðra nýtingu á náttúrunni auk neikvæðra ímyndaráhrifa (sem hefur raunverulega fjárhagslega þýðingu).
En það er enn verra þegar stóriðjan er stóraukin án þess að það sé nokkur efnahagsleg þörf fyrir það.
Ingólfur, 14.11.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.