Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Mogginn svolítið blindur
Við vitum öll að Mogginn er flokksblað Sjálfstæðisflokksins en mér sýnist á síðustu dögum að hann sé einnig flokksblað dönsku hægri stjórnarinnar.
Stjórnarflokkarnir eru 3 en engin útgönguspá hefur sýnt þá í meirihluta án nýja flokksins Nýja bandalagsins. Nýja bandalagið hefur sagt að þeir vilji sjá Fogh áfram sem forsætisráðherra en þeir vilja að það vill ekki bara fara inn í gömlu stjórnina nema að Fogh segi af sér fyrst og stjórnin mynduð alveg upp á nýtt. Það er því ekki rétt að danska stjórnin hafi sigrað. Hins vegar bendir margt til þess að "bláa blokkin" nái naumum meirihluta.
Útgönguspár benda til sigurs dönsku stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En málið er að stjórnarflokkarnir þrír eru með minnihluta. Það þýðir að systur flokkur þinn verður að læra vinna með Nýja bandalaginu, sem fólk er ekki alveg að sjá að gangi.
Ingólfur, 13.11.2007 kl. 18:32
Ingólfur,
Ég held að þú ættir að spara orðin þar til á morgun þegar öll kurl eru komin til grafar. Akkúrat núna segir til dæmis formaður Ny Alliance,
"Ny Alliance fastholder til aften, at partiet peger på Fogh."
Meira segja eftir að talningar sýni að "VK-regeringen samt Dansk Folkeparti og Ny Alliance kan mønstre tilsammen 97 mandater" sem er meirihluti.
Þetta verður spennandi og launaseðill minn bíður ólmur eftir niðurstöðu. Ótímabærar túlkanir verða bara kjánalegar eftir nokkra daga.
Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 20:40
Ég var nú ekki að segja þetta endanleg úrslit heldur var ég að tala um útgönguspárnar sem fréttin var um.
Niðurstöðurnar hafa rokkað ótrúlega í allt kvöld. Í byrjun kvöldsins þurfti Nýja bandalagið og á tímabili var meirihlutinn með þeim aðeins 3 menn.
Síðan leit út fyrir að Einingarlistinn dytti út af þingi og þá vur stjórnarflokkarnir þrír með öruggan meirihluta án Nýja bandalagsins.
Núna virðast niðurstöðurnar vera komnar og samkvæmt þeim stendur stjórnin með minnsta mögulega meirihluta með því að taka inn annan færeyska þingmanninn.
Líklega velur Fogh þó að taka inn Nýja bandalagið.
Við eigum þó eftir að sjá hve langlíf stjórnin verður með Danska þjóðarflokknum og Nýja bandalaginu.
P.S. Til lykku með komandi skattalækkanirnar. Vona að spítalar, skólar og opinberir starfsmenn verði jafn ánægðir.
Ingólfur, 14.11.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.