Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Mogginn heldur með sínum
Það er búið að vera skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni hérna í Danaveldi, sérstaklega nú þegar kosningabaráttan heima er í fersku minni.
Það má sannarlega segja að þetta hafi verið spretthlaup, þar sem kjörtímabilið átti í raun að ná til 2009, og eftir að Fogh startaði hlaupinu hefur maður varla komist í gegnum göngugöturnar án þess að sjá einhvern dreifa bæklingum, nammi og svo auðvitað "Alþýðuflokks" rósum.
Baráttan er á margan hátt öðruvísi hérna. T.d. eru stjórnmálamennirnir ekkert að tala um fylgi sitt eða annarra flokka. Það er ber mjög lítið á hræðsluáróðri um að atkvæði falli dauð hjá flokkum sem eiga á hættu að ná ekki lámarkinu.
Það er líka skemmtilegra að sjá flokksformennina tala af aðeins meiri virðingu við hvern annan. Hérna geta þeir sjálfir séð um að senda boltann áfram án framígripa og þáttastjórnendur gera ekki annað, þegar vel gengur, en að skipta um umræðuefni með jöfnu millibili.
Annað sem er til fyrirmyndar hérna er að þegar forsætisráðherraefnin mættust í einvígi í sjónvarpinu og voru ósammála um einhverjar staðreyndir að þá köfuðu fjölmiðlar ofan í málið og voru komnir með það á hreint daginn eftir hver hafði rétt fyrir ásamt nánari útskýringu á því máli. Það er eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar mættu taka til fyrirmyndar í stað þess kranablaðamennskunnar sem er allt of mikið notuð.
Hins vegar er alveg jafn mikið af hræðsluáróðri og heima um það hvernig heimurinn muni farast ef andstæðingarnir.
Núna eru síðustu umræðuþættirnir búnir og verið að birta síðustu kannanirnar og þær sýna eiginlega ekki annað en að það getur allt gerst.
Sumar kannanir sýna að stjórnin sé fallin jafnvel þó Nýja bandalagið stæði með henni en aðrar henta betur til birtingar hjá Mogganum og segja að stjórnin muni halda velli án Nýja bandalagsins.
Það er hins vegar ljóst að Nýja bandalagið er komið hættulega nálægt því að komast ekki á þing og ef það gerist þá verður þetta hrein barátta milli "bláu blokkarinnar" og "rauðu blokkarinnar".
Einingarlisti rótækra vinstrimanna er síðan einnig mjög nálægt því að falla út, en ef það gerist þá mun stjórnin líklega standa, enda er Einingarlistinn fallinn af þingi í þeim könnunum þar sem stjórnin stendur.
Ég hef hins vegar trú á því að hann nái þessu á endanum, því margir ungir kjósendur sem eru ungir og óánægðir með alla "venjulegu" flokkana eru óákveðnir en kjósa síðan Einingarlistann, þegar þeim koma í kjörklefann, sem eitthverskonar mótvægi við hina flokkana.
Danska stjórnin heldur velli samkvæmt síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.