Leita í fréttum mbl.is

Forsíða Fréttablaðsins: Strætó, Íslendingar síðustu aldar og frítt B&B

Það er ekki oft sem ég skoða Fréttablaðið héðan frá Danaveldi en þegar kíkti á það áðan á netinu þá sé strax á forsíðunni þrjár forvitnilegar fréttir.

Sveitarfélögin/Ríkið græðir á fríum strætó.

Samkvæmt stjórnarformanni Strætó bs nema tekjur frá farþegum Strætó milli 300 - 350 milljónir þegar búið er að draga frá kostnaðinn við innheimtuna. Þetta hljómar eins og dágóð upphæð en þegar maður spáir í hvað mikið fer gatnagerð og viðgerðir á götum á höfuðborgarsvæðinu að þá eru þetta í raun smáaurar.

Ef það væri frítt fyrir allar í strætó þá mundi notkunin á Strætó stóraukast og þar með mundi umferð annarra bíla dragast saman. Það þýðir minni slit á götunum og minni þörf á mislægum skipulagsslysum. Það mun auðveldlega spara þessar 350 milljónir.

 

Þegar maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur

Önnur frétt var um viðbrögð sveitastjóra Ölfuss við afstöðu Hvergerðinga til Bitruvirkjunar. Að lesa fréttina var eins og að heyra einhvern tala frá fyrri hluta síðustu aldar.

Hann segir þarna að "Ef við ætlum yfirleitt að lifa á landinu þurfum við eitthvað að vinna við" Hvað á maðurinn við? Síðustu ár höfum við flutt þúsundir verkamanna frá útlöndum til þess að koma í veg fyrir að þenslan sprengdi hérna allt. Atvinnuleysi hefur farið undir 1% og í Reykjanesbæ, þar sem nota á orkuna til að bræða ál, er mikill uppgangur og engin vöntun á störfum.

Svo talar hann um að þjóðin þurfi að nýta auðlindir sýnar og gefur sér þar með, annars vegar að aðeins sé hægt að nýta þær með því að breyta þeim í MW stundir og hins vegar, að það sé eitthver síðasti söludagur á þeim.

Svo klárar hann með því að gefa í skyn að það sé alveg sama hvaða álit komi eða hvaða úrskurðir komi frá Skipulagsstofnun, sveitarfélagið muni fara sínu fram eins og það hafi gert með námuna í fjalli nafna míns, Ingólfsfjalli.

Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki enn tekið afstöðu til Bitruvirkjunar og því er ekki útilokað að þetta sé hin besta virkjun. En þegar ég heyri menn tala eins og okkar eini möguleiki til búsetu á Íslandi sé að selja álverum ódýra orku að þá skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.

Við erum langt á eftir nágranaþjóðum okkar sem hafa einmitt fattað það að þróunarlöndin eru á hraðri leið með að ná okkur og eru þar að auki mun samkeppnishæfari í allri framleiðslu, hvort sem það er á raftækjum, orku eða áli. Þess vegna eru þessi sömu nágranalönd okkar á fullu að fjárfesta í menntun og hátækni til þess að tryggja áframhaldandi forskot sitt.

Ætlum við virkilega bara að lifa á orku á meðan Vesturlönd munu lifa á hugviti og sköpun?

 

Frítt B&B fyrir þá sem koma á eigin herþotum

Þriðja fréttin var um flugheri nokkurra NATO þjóða sem ætla að skreppa hingað uppeftir í nokkra viku ferðir á næstu árum.

Þetta er, að sögn, í þeim tilgangi að verja lofthelgi Íslendinga. Þannig koma þessir herir með þoturnar sínar og fá að fara í eltingarleik hvor við annan milli þess sem þeir fara í útsýnisflug yfir helstu náttúruperlurnar og fá svo frítt uppihald og bensín á þoturnar gegn því að halda landinu öruggu.

Svo er bara að vona að Rússarnir fatti ekki að gera sprengjuárás á landið á milli heimsóknanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband