Leita í fréttum mbl.is

Heimskir Evrópubúar

Hakakrossinn er fleiri þúsund ára gamall. Allavega aftur frá steinöld. Hann er mikið notaður í austrænum trúarbrögðum og fannst einnig í heiðni hér á Norðurlöndunum.

En af því að nasistar hafa notað hakakross í einni ákveðinni mynd í nokkra áratugi að þá má enginn nota þetta merki í neinni útgáfu án þess að allt verði brjálað.

Ég hef persónulega aldrei séð grænan nasista-hakakross en samkvæmt fréttinni var krossinn á töskunni þannig.

Hvernig er það, var ekki venjulegur kross (brennandi) einkennismerki Ku Klux Klan? Þarf þá ekki að hreinsa krossa allsstaðar úr umhverfinu. Eða gildir slíkt bara um merki úr "óæðri" trúarbrögðum?

P.S. Hakakrosinn á myndinni hjá mogganum er einna líkastur Eimskipamerkinu gamla.


mbl.is Zara innkallar handtöskur með hakakrossum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara að þessar ofsóknir gegn eldgömlum táknum séu furðulegar heldur tekst mbl líka að kúka upp á bak með að birta mynd af merki sem er alls ekki hakakross nasista. Merkið á myndinni er spegilmynd af hakakrossinum sem þar að auki "hallaði".

Gulli 21.9.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: fingurbjorg

Heir heir. Ég ætlaði að svara akkurat þessu en óþarfi að segja það sama tvisvar. Vildi þess í stað hrósa þér.

Geturu ýmyndað þér hvernig hermönnunum sem hernumu landið á sínum tíma leið þegar þau komu til Íslands í gamla daga, "hakakrossinn" stór og myndalegur á stóru og voldugu húsu og blóðugir slátrarar úti í sígó hjá SS ;) Íslendingar bara allveg klikk!

fingurbjorg, 22.9.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Áddni

Áhugaverður punktur hjá þér. Fyrir þá sem að vilja vita, þá voru það nasistarnir sem að spegluðu hann og hölluðu, og þar með gerðu hann frægan í þeyrri mynd. Upprunalega táknið úr hindúisma var eins og hjá Eimskipafélaginu (og Carlsberg) spegilmyndin er til í hindúisma en ekki í því magni sem að hinn upprunalegi er. Og nota bene, enn mikið notaður á Indlandi í dag.

Áddni, 22.9.2007 kl. 11:10

4 identicon

Jamm, ætli þetta fólk sem mótmæli svona sé ekki sama fólkið og predikar að maður verði að bera virðingu fyrir menningu annarra

Annars er þetta merki ansi merkilegt.  Fyrir þá sem vilja lesa um það er hægt að benda á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Swastika

Það kemur meðal annars að þetta merki, eins og á töskunni, er í fána héraðs í Panama. 

Sjálfur var ég mjög vonsvikinn þegar merki Eimskipafélagsins var falið á hótelinu við höfnina.  Fáfræðinn vann! 

Ra 22.9.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Fáfræðin vinnur oft.

Eimskipafélagsmerkið snéri eins og hinn margfrægi hakakross nasistanna, svona til að leiðrétta alla vitleisuna í fólki. Svo má bæta við að merki Eimskipafélagsins var nákvæmlega eins og sést á bloggsíðu minni http://1kaldi.blog.is/blog/1kaldi/

Svo var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bæta við hakakrossi nasistanna til að aularnir sem ekki þekkja muninn sjái hvor er hvað, annars er kanski best að benda á wikipediuna til að menn sjái hakakross nasistanna.

Ólafur Björn Ólafsson, 22.9.2007 kl. 17:07

6 identicon

talandi um vörumerkjaþjófnað...  Að vel athuguðu máli má sjá að nike merkið og jafnvel gamla islandsbankamerkið er ekki ósvipað ef önnur línan er tekin úr nasista merkinu og aðeins rétt úr þeirri sem eftir er... en annars væri vandamál heimsins í dag smávægileg ef maðurinn með hormottuna hefði fengið vilja sínum framgengt og danska útgáfan af fréttablaðinu þyrfti ekki að ,,gefa" múslimum kolsvarta forsíðuauglýsingu  m rauðum texta að auglýsa eftir sjálfsmorðssprengju fólki í danmörku  :) en ef þú ert leið/ur á vaxtaokri og langar í himneska vist, þá held ég að staðan sé enn laus :)

Athugasemd 22.9.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband