Föstudagur, 30. mars 2007
Af hverju ekki íbúakosning með ZERO hótunum?
Undanfarið hefur málflutningur stjórnenda Alcan stöðugt farið á lægra stig og þó hélt maður að það væri ekki hægt að fara á mikið lægra stig en að reyna að múta Hafnfirðingum með geisladiskum.
En fyrst það virkaði ekki á þá þá hafa þeir neyðst til þess að nota övæntingafullar aðferðir.
Ein þeirra er að oftelja þann gróða sem Hafnfirðingar hefðu af stækkuðu álveri m.a. með því að telja með útsvar þeirra Hafnfirðinga sem hugsanlega færu að vinna í stærra álveri.
Heldur Rannveig að þessir Hafnfirðingar sitji bara heima hjá sér í dag og geri ekki neitt. Nei, þessir hugsanlegu starfsmenn eru að borga útsvar til Hafnarfjarðar í dag, hvort sem þeir vinna í sínum heimabæ eða út á Seltjarnarnesi.
Svo liggur kostnaður við stækkun bara á milli hluta, eins og lækkun fasteignarverðs í Hafnarfirði, aukin þennsla, verðbólga og þá um leið hækkunn á höfuðstól allra íbúðarlána.
Enn verra er það síðan þegar settar eru fram grímulausar hótanir um að pakkað verði saman ef ekki verður leyft að stækka álverið upp í hið stærsta í Evrópu. Með þessari hótun er verið að hræða starfmenn til þess berjast fyrir stækkuninni, því annars verði þeim hennt út og búllunni lokað.
Það hefur hinsvegar enginn getað svarað því hvers vegna álver sem fyrir nokkrum vikum sagðist á vefsíðu sinni ekki ætla að loka þrátt fyrir að stækkun fengist ekki samþykkt vegna þess að allt gengi svo vel, er allt í einu orðið ósamkeppnishæft og muni því loka ef það fær ekki að vera stærsta álver í Evrópu.
Enginn hefur heldur getað svarað því hvers vegna sama fyrirtæki getur byggt nýtt álver á Húsavík í svipaðri stærð en getur ekki endurnýjað tækjabúnað hérna fyrir sunnan þar sem er starfandi álver og mannauður er slíkur að það er auglýst í öllum helstu miðlum.
Ég vona að Hafnfirðingar kynni sér málin vel og skoði allar hliðar, hag sinn, bæjarsins, íbúa við Þjórsá en einnig hag landsmanna allra.
Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alcan, ekki Alcoa. Alcoa er á Reyðarfirði. *Réttir útstrikunarpennan*
Athugasemdinni má auðvitað eyða líka.
B Ewing, 30.3.2007 kl. 11:22
Takk fyrir þetta. Þessi nöfn eru allt of lík. Svo heitir Alcan eiginlega alltaf Ísal í mínum huga.
Ingólfur, 30.3.2007 kl. 13:31
Sem íbúi við Þjórsárbakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segi ég: Athugið að meirihluti íbúa í hreppnum er fylgjandi þessum framkvæmdum!
Sigurjón, 1.4.2007 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.