Miðvikudagur, 7. mars 2007
Kreditríkisstjórnin
Þessa dagana er ríkisstjórnin að keppast við að gefa út loforð í allar áttir. Nú eru loforð ekki slæm í sjálfu sér en það má eiginlega líkja þeim við að borga með kreditkorti, því hægt er að kynna loforðið í dag með flottum fréttamannafundi en svo þarf ekki að efna það fyrr en eitthverntíman seinna.
Aðalmunurinn er kannski sá að Vísareikningana þarf maður að borga en loforðin eiga það til að gleymast.
Ástæða fyrir þessari loforðabylgju er auðvitað sú að nú er komið nýtt kortatímabil og reikningurinn kemur ekki fyrr en eftir fjögur ár og jafnvel kannski til eitthverra annara aðila. Ekki slæmt það.
Eitt flottasta loforðið er samgönguátlun sem slær öll fyrri met (þó að enn sé höfuðborgarsvæðið útundan) og mælir fyrir um göng í gegnum hvern hól og hraðbraut hálfa leið í kringum landið.
Og einmitt í samgönguáætluninni kom fyrir annað fyrirbrigði sem maður þekkir í smærri mynd frá fjármálum heimilanna: Nefnilega þegar Samgönguráðherra var spurður hvort peningar væru til í þetta að þá svaraði hann að þetta yrði að hluta til fjármagnað með einkaframkvæmd.
Einkaframkvæmdin mun því virka svipað og raðgreiðslur hjá fjölskyldum sem "þurfa" nýtt heimabíókerfi en hafa bara ekki efni á því.
Flestir reyna þó að takmarka það sem tekið er á raðgreiðslur því þeir vita vel að maður hefur borgað vel umfram kaupverð vörunnar þegar upp er staðið.
Það má búast við því að kortanotkunin aukist enn þegar nær dregur kosningum og spurning hvort það verði eitthvað eftir að gera fyrir næstu ríkisstjórn.
En sem betur fer eru flest loforðin góð og þörf. Svo góð að maður veltir því fyrir sér af hverju þau voru ekki framkvæmd fyrr á 12 ára valdatímabili ríkisstjórnarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.