Leita í fréttum mbl.is

Óþarfa rugl

Maður hefði haldið að þingmenn hefðu eitthvað þarfara að gera annað en að koma með illa ígrundaðar tillögur um smáatriði sem hafa eflaust þann eina tilgang að auðvelda viðkomandi að ímynda sér að þeir búi í USA.

Staðreyndin er sú að tillagan passar enganveginn fyrir íslenskar aðstæður.

  • Hérna eru hægt að fara til hægri framhjá ljósunum á öllum stærstu gatnamótunum, sem er mun öruggari lausn, þannig að hagræðið af reglubreytingunni er minniháttar
  • Minni ljós sem ekki eru með hægri beygju fram hjá ljósunum eru venjulega á það litlum gatnamótum að þar sama akrein notuð fyrir hægribeygjur og þá sem fara áfram, þannig að um leið og einn bíll ætlar að fara beint áfram, að þá eru allir stopp fyrir aftan hann. Þetta skapar aukinn pirring í umferðinni
  • Á einhverjum gatnamótum verður talið of hættulegt að leyfa hægribeygjur á rauðu ljósi, og þá er það bannað með skilti. Þetta þýðir að ökumenn verða alltaf að kíkja líka á eftir skiltinu sem eykur rugling og óöryggi. ERGO óhöppum fjölgar.
  • Þó svo að það hafi verið snjólétt (á suðvesturhornininu) undanfarin ár, að þá koma samt stundum dagar þar sem ekki sést á nein skilti vegna þess að snjór sest á þau.
Semsagt, minniháttar hagræði en mun kosta fjölgun umferðaóhappa.
mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við aksturslag ísledninga er þetta fíflalegt frumvarp. íslendingar fara sjaldan að umferðarlögum eða lögum almennt.. svo e´g tek undir með þér.. þetta mun auka slýsatíðnina

Óskar Þorkelsson, 10.12.2010 kl. 19:12

2 identicon

"Aukin pirring í umferðinni" ... Jáh, úff ... við skulum ekki setja fram frumvarp til lagabreytinga sem geta sparað milljónir á ári og minkað útblástur CO2 svo um munar vegna þess að fólk gæti orðið pirrað í umferðinni.

"verða alltaf að kíkja líka á eftir skiltinu sem eykur rugling og óöryggi. ERGO óhöppum fjölgar." ... jáh, vá ... ég sá einu sinni skilti þegar ég var að keyra á Hringbrautinni og klessti á vegg.  Óþolandi þessi skilti ... og hvað þá sérstaklega þegar þau eru ekki til staðar.

"ekki sést á nein skilti vegna þess að snjór sest á þau." ... jáh, vá ... það hættulegasta við það þegar snjóar og hálka kemur á göturnar er að þá sést ekki 100% í öll skilti.  Sammála.

- - - - - - -

Öll þessi rök þín eru byggð á steypu ... að leyfa hægri beygjur á rauðu ljósi mun ekki auka stress, það mun minka það.  Þegar ökumaður kemur að rauðu ljósi, t.a.m. að nóttu til, ætlar að beygja til hægri og þarf að bíða eftir græna ljósinu, þá skapast pirringurinn.  Ekki þegar hann getur athugað hvort umferð sé á leiðinni og ef ekki, farið beint yfir án þess að bíða.

Einn stærsti vöruflytjandinn í Bandaríkjunum, UPS, ákváðu um mitt ár 2007 að breyta öllum ökuplönum sínum þannig að sem flestar hægri beygjur yrðu nýttar þegar sendast átti með vörur.  Þeir spöruðu rúmlega 28 milljón mílur á því og samsvarandi hárri upphæð vegna bensín kostnaðar. (http://abcnews.go.com/WNT/story?id=3005890&page=1)

Það að þetta sé ekki til staðar á Íslandi er útí hött og það að Íslendingar treysti ekki öðrum Íslendingum til að nýta sér þessa reglu til góðs og fara eftir henni eins og öðrum umferðarlögum er útí hróa hött.

Amen.

Magnús 11.12.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Ingólfur

Magnús, á Íslandi er hægt að beygja til hægri framhjá ljósunum á flestum gatnamótum, þannig DHL FedEx og Pósturinn getur náð þessum sparnaði ef hann vill.

Skiltin eru til þess að greina á milli þeirra gatnamóta þar sem þarf að stoppa á rauðu og hinna þar sem maður má beygja.

Sjálfsagt yrði þetta bannað með skiltum á mörgum þeirra gatnamóta sem ekki eru með beygjurein framhjá ljósunum.

Svo þegar fyrsti bíll sem ætlar áfram kemur að gatnamótunum að þá þurfa allir sem koma á eftir hvort eð er að stoppa.

Þannig að hvar er sparnaðurinn?

Á móti kemur að rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta auki slysatíðni.

Ingólfur, 12.12.2010 kl. 01:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í noregi er td ekki leyft að aka til hægri á rauðu ljósi..

Óskar Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 10:01

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mælingar í Bandaríkjunum hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið reynt. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:22

6 identicon

Þetta er ekki alveg svona auðvelt, reglur ESB banna hægri beygjur á rauðu ljósi og því get ég ekki séð að íslendingar geti tekið þessa reglu upp á sitt einsdæmi þar sem við fylgjum þeirra reglum í gegnum EES. Það þarf hinsvegar enga lagabreytingu til að gera þetta, nóg væri að setja upp græna hægri beygju ör á ljósum þar sem þetta þykir öruggt, einnig gæti sú ör slokknað meðan gangandi vegfarendur fara yfir götuna. Þannig gera þjóðverjar þetta, þá þarf engin að vera í vafa hvar megi beygja.

Hinsvegar skapar þetta ekki meiri slysahættu fyrir gangandi vegfarendur en vinstri beygjur á grænu ljósi gera í dag. 

Arnar 12.12.2010 kl. 17:14

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Arnar. Það að ökumönnum sé heimilað að aka yfir gangbraut með grænu ljósi skapar alltaf slysahættu. Það er þó skárra þegar bílar fara yfir gangbrautir eftir að þeir hafa tekið beygju skapar minni hættu sérstaklega vegna þess að þá er hraðinn oftast minni auk þess, sem gangandi og hjólandi vegfarendur fá þá fyrr viðvörun um að bviðkomandi bifreið sé að fara yfir gangbrautina því það er þá ljóst þegar bílinn byrjar beygjuna. Það er erfiðara fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að átta sig á því hvort bifreið, sem nálgast gangbraut beint framundan með grænu gangbrautarljósi sé á leiðinni að fara yfir hana eða hvort hann muni stöðva áður en hann kemur að gangbrautinni.

Þetta virkar kannski ekki flókið fyrir ungt fullorðið fólk með góða heyrn, sem nemur það hvort vél bifreiðarinnar er að hægja á sér eða ekki. Hins vegar getur þetta verið snúnara fyrir börn, eldra fólk og fatlað fólk. Þetta gerir líka blindu fólki mun erfiðara að átta sig á því hvort óhætt sé að fara yfir gagnbraut með hljóðmerki um að komið sé grænt ljós á gangbrautina.

Þetta tefur einnig hjólreiðamenn, sem hjóla eftir gangstéttum því ökumenn, sem eru að bíða eftir færi til að taka hægri beygju staðsetja sig yfirleitt á gangbrautinni meðan þeir bíða færis. Þess vegna komast hjólreiðamenn þá oft ekki yfir á gangbrautinni þó gangbrautaljósið sé grænt vegna þess eindaldlea að það er bíll fyrir þeim á gangbrautinni. Oft fer sá bíll ekki fyrr en komið er rautt gangbrautaljós.

Annað, sem ég hef orðið var við þegar ég hef verið að hjóla á gangstétt vinstra megin við götuna og kem því hægra megin að bílunum að ef þeð er röð af bílum að bíða færis til að komast inn á aðalbraut er að þegar bíll númer eitt fer inn á götuna og þar með af gangbrautinni þá er hætta á því að ef ökumaður bifreiðar númer tvö í röðinni telur að bilið, sem fremsti bíllinn í röðinni notar til að fara inn á götuna er nógu stórt fyrir tvo bíla til að komast inn á götuna þá fer viðkomandi oft af stað í miklum flýti til að ná að nýta sér bilið líka. Þá gefa ökumenn bíls númer tvö sér yfirleitt ekki tíma til að líta til hægri til að sjá hvort gangandi eða hjólandi vegfarendur séu að fara út á gangbrautina. Ég hef lent í árekstri við bíl á reiðhjóli með þeim hætti. Sem betur fer var ég ekki kominn út á gagnbrautina þannig að ég lenti á bílnum en ekki hann á mér. Það varð því einungis eignartjón í því óhappi.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 18:14

8 identicon

"Það er erfiðara fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að átta sig á því hvort bifreið, sem nálgast gangbraut beint framundan með grænu gangbrautarljósi sé á leiðinni að fara yfir hana eða hvort hann muni stöðva áður en hann kemur að gangbrautinni."

Þetta er einmitt það sem þið sem eruð á móti náið ekki að skilja hvað lagabreytinguna varðar.  Skv. lagabreytingu þyrfti bifreið ávalt að stöðva, áður en hægt væri að fara yfir á rauðu ljósi til að beygja til hægri.  Það sama gildir með almenna stöðvunarskildu við STOP skiltin. 

Þ.a.l. eiga rök þín varðandi hraða bílsins ekki rétt á sér, því vinstri beygjur þar sem gangbraut fyrir gangandi og hjólandi vegfaranendur eru á grænu, geta verið tekin á mun meiri hraða hvað bifreið varðar heldur en þær sem til hægri færu á rauðu því bíllinn yrði að stöðva 100% áður en farið væri yfir.  Þ.a.l., ef það er gangandi eða hjólandi vegfarandi á leið sinni þvert yfir gangbraut þar sem bíll kemur að á rauðu ljósi, fengi hann réttinn til að ganga yfir og bíllinn þyrfti að stoppa.  Eftir að gangandi og hjólandi vegfarendur eru komnir yfir og engin umferð er þvert á gatnamótin, gæti bíllinn beygt til hægri á rauðu ljósi.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ofaná þetta vil ég benda á að allar þær kannanir sem ég hef grafið upp hvað hægri beygjur á rauðu ljósi varðar sýna fram á að slys séu örfá og í svo litlu mæli að ekki sé hægt að nota gögn úr þeim gegn þessari reglu.

Sbr. http://www.nhtsa.gov/people/outreach/traftech/1995/tt086.htm
Sbr. http://www.chicagoaccidentinjurylawyer.com/2009/02/study_shows_that_right_turn_on.html
Sbr. http://www.sfmta.com/cms/rhomepd/documents/DPT_right_turn_on_red.pdf

Nokkrar þeirra bentu meira að segja á að hægri beygjur á rauðu ljósi væru slysaminni en hægri beygjur á grænu ljósi.  Því tel ég að þetta sé óþarfa hræðsluáróður hjá hjólreiðamönnum því þegar á botninn er hvolft eru það bílstjórarnir og gangandi vegfarendur sem valda slysum, ekki lögin.

Magnús Ingi 12.12.2010 kl. 23:47

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús Ingi. Í fyrsta lagi þá eiga bifreiðar líka að stöðva við stöðvunarskyldumerki en fæstir gera það. Það er ekkert, sem bendir til þess að því verði örðuvísi farið við ljósastýrð gatnamót ef heimiluð verður hægri beygja á rauðu ljósi.

 Í öðru lagi þá skapar heimild til hægri beygju á rauðu ljósi líka skysahættu þó ökumenn stöðvi bifreið sína áður en þeir fara yfir á rauðu ljósi. Helsut ástæður fyrir því eru þær að þegar þeir sjá bil minni bíla á götunni, sem þeir eru að fara inn á þá er aðalathygli þeirra á því bili en ekki gangangi og hjólendi vegfarendum og þá sérstakelga ekki þeim, sem koma frá hægri auk þess, sem ökumenn eru líklegri til að fara fram fyrir stöðvunarlínu og þar með út á gangbraut áður en þeir stoppa ef þeir hafa heimild til að taka hægri beygjuna á rauðu ljósi. Þetta sést vel á því hvernig ökumenn hegða sér við biðskyldu og stöðvunarskyldu þegar umferð er þannig að þeir geta ekki ekið strax inn á götuna.

Hvað varðar þær netsíður, sem þú vitnar hér til og eiga að sýna fram á að ekki sé um að ræða milkla slysahættu af því að heimila hægri beygju á rauðu ljósi þá eru þær allar illa unnar tölfræðilega og þær ályktanir um litla slysahættu af þessari heimild fengju falleinkun á öllum tölfræðiprófum.

Hvað fyrstu athugunina varðar kemur ekki einu sinni fram í þeim slysagögnum, sem notuð eru til að draga þessa álytkun hver var að fara yfir á rauðu ljósi og hver á grænu. Þar með er mjög ólíklegt að í þeim gögnum sé að finna hvað ökumenn ætluðu að fara að gera.

Staðreyndin er nefnilega sú að hægri beygja á rauðu ljósi eykur ekki slysahættuná á þeirri gangbraut, sem ökumenn fara yfir eftir að hafa tekið hægri bygjuna enda er rautt gangbrautaljós á þeirri gagnbraut ef hægri beygjan hefur verið tekin á rauðu ljósi. Aukin slysahætta er á þeirri gagnbraut, sem ökumenn fara yfir áður en þeir taka hægri beygjuna enda er þá grænt gangbrautarljós á þeirri gangbraut í flestum tilfellum.

Höfundar þessarar skýrslu eru því að horfa á ranga gangbraut þegar þeir eru að meta slysahættuna af því að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Það verður að teljast mjög ólíklegt að slysagögn, sem ekki einu sinni innihalda upplýsingar um stöðu umferðaljósa þegar slys verða á ljósastýrðum gatnamótum séu með upplýsingar um það hvað ökumaður, sem ekur niður gangandi vegfaranda á gangbraut hafi ætlað að gera eftir að hann væri kominn yfir þá gangbraut og þar með vantar upplýsingar, sem segja til um þau tilfelli, sem hann ætlaði að taka hægri beygju eftir að hann væri búinn að fara yfir þá gangbraut.

Svipað er uppi á teningnum hvað hinar tvær athuganirnar varðar. Þar er það fullyrt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi auki ekki slysahættu og byggja rök sín á því að slys, sem verða við hægri beygju á rauðu ljósi séu svo lítið hlutfall slysa. Til að útskýra hvesu mikil rökleysa þetta er tek ég hér eitt tilbúið dæmi.

Sett er heimild til hægri beygju á rauðu ljósi. Þau slys, sem verða á þeim gatnamótum, sem lögin ná til eru 1% allra umferðaslysa fyri breytingu. Við breytinguna þá tvöfaldast slys á þessum gatnamótum og eru þar með orðin 2% allra slysa í landinu. Þegar þeir, sem ábyrgð bera á umferðaöryggi vilja fyrir vikið afnema þessa heimild vegna þess hversu mikið þessi heimild fjölgar slysum þá benda stuðningsmenn þessarar reglu á að slys geti ekki hafa aukist mikið við þetta þar, sem aðeins 2% slysa séu á þeim gatnamótum, sem lögin nái til. Aðrir benda á að slysum hafi aðeins fjölgað um 1% og það sé innan skekkjumarka. Allir, sem hafa eitthvað vit á tölfræði vita hvers konar rökleysa þetta er.

Það, sem þarf að skoða til að fá vitneskju um það hvort heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hefur fjölgað slysum er að skoða hvort slysum hafi fjölgað á þeim gatnamótum, sem lögin ná til. Það er skoða slysatölur á þeim gatnamótum fyrir og eftir lagabreytinguna. Í umsögn Umferðastofu var á sínum tíma vitnað í tölur frá sex ríkjum Bandaríkjanna og niðurstaðan var sú að að meðaltali hafði slysum á gangandi vegvarendum fjölgað um 54% og um 91% á hjólreiðamönnum. Það er ekki smávægileg aukning heldur er hér um að ræða þannig tölur að óhætt er að segja að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi sé tilræði við líf og limi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Hér gefur að líta umsagnir til Allsherjarnefndar Alþignis þegar þetta var lagt til árið 2002.

http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=127&mnr=140

 ´

Ég skora þig sérstaklega til að skoða umsagnir Umferðaráðs, Ökukennarafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Sigurður M Grétarsson, 18.12.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband