Leita í fréttum mbl.is

YES, MAYOR

Yes, MayorÉg get ekki gert að því en Vilhjálmur er alltaf að minna mig meira og meira á James Hacker úr þáttunum Yes, Prime Minister.

Einhverjir klókir embættismenn virðast hafa platað hann til þess að samþykkja samninga sem hann ætlaði aldrei að samþykkja.

Hann samþykkti óvart kaupréttarsamninga en er löglega afsakaður þar því hann sá aldrei formlegan lista með nöfnum og upphæðum. Hann gerði sem sagt ekkert rangt því hann vissi ekki nákvæmlega hverjir máttu kaupa.

Svo samþykkti hann líka 20 ára samning sem Þórbjörg Helga borgarfulltrúi segir að sé nánast sala á Orkuveitunni.
En aftur eru það klóku embættismennirnir sem sögðu honum ekki hvað var í samningnum og höfðu líka samninginn á ensku, svo hann gæti ekki skilið hann.

En svo kemur í ljós að embættismennirnir voru búnir að segja Villa frá þessu og leggja fram minnisblaðið sem Villi fékk frá þeim. En Villi man bara ekkert eftir að hafa séð það.

 Sir Humphrey Appleby hefur líklega sett minnisblaðið aftarlega í þykkan blaðabunka aftur.

Það er samt tvennt sem er ólíkt með Villa og James Hacker. Í þáttunum þá var James alltaf reddað fyrir horn af Humphrey á meðan embættismennirnir hans Villa kalla hann nánast lygara. Og svo mundi James Hacker aldrei nokkurn tíman kenna Humphrey um slæmar ákvarðanir opinberlega, því þar með væri hann að opinbera vanhæfi sitt til þess að sinna starfi sínu.

 .


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband